Ríkinu stefnt vegna skerðinga á lífeyri aldraðra Björgvin Guðmundsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Málaferli gegn ríkinu eru í uppsiglingu vegna ólögmætrar skerðingar Tryggingastofnunar (ríkisins) á lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði í janúar og febrúar á þessu ári. Þegar ný lög um almannatryggingar voru samþykkt á Alþingi haustið 2016 féll niður heimild til skerðingar á lífeyri þeirra aldraðra sem fengu greiðslur úr lífeyrissjóði. Í stað þess að láta Alþingi setja inn nýja heimild í lögin fyrir áramótin síðustu var farin sú leið að skerða lífeyri aldraðra án lagaheimildar. Það gerðist í tæpa tvo mánuði. Í lok febrúar var heimild til skerðingar sett inn í lög um almannatryggingar á ný. Þá nam ólögmæta skerðingin orðið 5 milljörðum króna. Einhverjir stjórnarþingmenn sögðu á Alþingi, að menn hefðu vitað, að umrædd skerðing ætti að vera í gildi. Þetta eru furðuleg ummæli. Í fyrsta lagi lýsa þau algerri óvirðingu við lagasetningu Alþingis; nánast er sagt, að ekki skipti máli hvort lagatextinn sé réttur eða ekki. Í öðru lagi horfir umræddur þingmaður (þingmenn) framhjá því, að eldri borgarar eru flestir andvígir umræddri skerðingu lífeyris og telja það himnasendingu, að heimild Alþingis til slíkrar skerðingar falli niður. Stór hluti eldri borgara vill að skerðing tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða verði afnumin með öllu og bætur greiddar fyrir skerðingu fyrri ára.Skorað á LEB að fara í mál við ríkið Flokkur fólksins sendi Landssambandi eldri borgara bréf, áskorun um að sambandið færi í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðinganna í janúar og febrúar á þessi ári. Tilkynnti flokkurinn, að ef þetta yrði ekki gert innan 10 daga mundi flokkurinn sjálfur fara í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðinganna. Málið stendur þá þannig, að annaðhvort fer Landssamband eldri borgara í mál við ríkið eða Flokkur fólksins gerir það vegna þess máls, sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Ég tel þetta gott framtak hjá Flokki fólksins. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að stefna eigi ríkinu vegna ólögmætu skerðinganna á lífeyri aldraðra í janúar og febrúar á þessu ári. En ekki á að láta þar við sitja. Einnig á að undirbúa mál á hendur ríkinu vegna stöðugra fyrri skerðinga á lífeyri aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóða. En það var lagt til í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík. Safna þarf gögnum til staðfestingar því, að það hafi verið skilningur þeirra, sem stóðu að stofnun lífeyrissjóðanna og þeirra sem fylgdust með því, að lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar. Lítið er til af skriflegum staðfestingum á því, að svo hafi átt að vera og því þarf að rita niður slíkar staðfestingar og það tekur nokkurn tíma. Nauðsynlegt er að fara í mál við ríkið vegna fyrri skerðinga til þess að fá þeim hnekkt og tryggja fullan rétt aldraðra. Stjórnvöld, hver sem þau eru, fást ekki til þess að afnema skerðingar án málsóknar. Það er mitt mat.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Málaferli gegn ríkinu eru í uppsiglingu vegna ólögmætrar skerðingar Tryggingastofnunar (ríkisins) á lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði í janúar og febrúar á þessu ári. Þegar ný lög um almannatryggingar voru samþykkt á Alþingi haustið 2016 féll niður heimild til skerðingar á lífeyri þeirra aldraðra sem fengu greiðslur úr lífeyrissjóði. Í stað þess að láta Alþingi setja inn nýja heimild í lögin fyrir áramótin síðustu var farin sú leið að skerða lífeyri aldraðra án lagaheimildar. Það gerðist í tæpa tvo mánuði. Í lok febrúar var heimild til skerðingar sett inn í lög um almannatryggingar á ný. Þá nam ólögmæta skerðingin orðið 5 milljörðum króna. Einhverjir stjórnarþingmenn sögðu á Alþingi, að menn hefðu vitað, að umrædd skerðing ætti að vera í gildi. Þetta eru furðuleg ummæli. Í fyrsta lagi lýsa þau algerri óvirðingu við lagasetningu Alþingis; nánast er sagt, að ekki skipti máli hvort lagatextinn sé réttur eða ekki. Í öðru lagi horfir umræddur þingmaður (þingmenn) framhjá því, að eldri borgarar eru flestir andvígir umræddri skerðingu lífeyris og telja það himnasendingu, að heimild Alþingis til slíkrar skerðingar falli niður. Stór hluti eldri borgara vill að skerðing tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða verði afnumin með öllu og bætur greiddar fyrir skerðingu fyrri ára.Skorað á LEB að fara í mál við ríkið Flokkur fólksins sendi Landssambandi eldri borgara bréf, áskorun um að sambandið færi í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðinganna í janúar og febrúar á þessi ári. Tilkynnti flokkurinn, að ef þetta yrði ekki gert innan 10 daga mundi flokkurinn sjálfur fara í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðinganna. Málið stendur þá þannig, að annaðhvort fer Landssamband eldri borgara í mál við ríkið eða Flokkur fólksins gerir það vegna þess máls, sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Ég tel þetta gott framtak hjá Flokki fólksins. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að stefna eigi ríkinu vegna ólögmætu skerðinganna á lífeyri aldraðra í janúar og febrúar á þessu ári. En ekki á að láta þar við sitja. Einnig á að undirbúa mál á hendur ríkinu vegna stöðugra fyrri skerðinga á lífeyri aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóða. En það var lagt til í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík. Safna þarf gögnum til staðfestingar því, að það hafi verið skilningur þeirra, sem stóðu að stofnun lífeyrissjóðanna og þeirra sem fylgdust með því, að lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar. Lítið er til af skriflegum staðfestingum á því, að svo hafi átt að vera og því þarf að rita niður slíkar staðfestingar og það tekur nokkurn tíma. Nauðsynlegt er að fara í mál við ríkið vegna fyrri skerðinga til þess að fá þeim hnekkt og tryggja fullan rétt aldraðra. Stjórnvöld, hver sem þau eru, fást ekki til þess að afnema skerðingar án málsóknar. Það er mitt mat.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar