Ríkið setji hömlur á hækkun leiguverðs og reki eigin leigufélög Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. mars 2017 15:54 "Það verður að teljast nokkuð aumt hvað okkur hefur lítið miðað í rétta átt í þessum málum," segir Einar. vísir/eyþór „Það verður að teljast nokkuð aumt hvað okkur hefur lítið miðað í rétta átt í þessum málum,“ segir Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, um húsnæðismál hér á landi. Hann segir að aðgerða sé þörf og leggur til að ríkið taki virkari þátt í þessum málum, meðal annars með hömlum á hækkun leiguverðs og eigin leigufélögum. „Ég er þeirrar skoðunar að ríkið eigi að gera meira til að útvega fólki þak yfir höfuðið. Til dæmis með því að stuðla að hagstæðum aðstæðum á leigumarkaði, ekki síst með ákveðnum hömlum á hækkun leiguverðs, líkt og þekkist sums staðar erlendis. Auk þess þætti mér eðlilegt og sjálfsagt að ríkið ræki eigin leigufélög þar sem þeir sem standa höllum fæti gætu fengið inni,“ sagði Einar á Alþingi í dag. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar, lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum af stöðu húsnæðismála, en hann er þeirrar skoðunar að leigufélög hafi leitt til þessarar miklu hækkunar á leiguverði. „Aukin áhrif leigufasteignafélaga á markaði hafa leitt til þess að þau hafa keypt heilu fjölbýlishúsin til að stækka eignasafn sitt og um leið veitt leigjendum aðgengi að húsnæði. Tilkoma þessara leigufélaga hafa valdið því að æ fleiri berjast um húsnæði og leiguverð stórhækkar. Verst bitnar þetta á eignalitlum einstaklingum og barnafjölskyldum sem eiga ekki eigið húsnæði,“ sagði Guðjón. Húsnæðisverð hefur hækkað mjög að undanförnu – og raunar hefur það hvergi hækkað eins mikið og á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank, og er það í fyrsta sinn sem Ísland er efst á þeim lista frá því að mælingar hófust. Þá hækkaði fasteignaverð í fyrra mun hraðar en kaupmáttur launa og hafa hækkanirnar ekki verið meiri frá því í ársbyrjun 2006, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Húsnæðismál Tengdar fréttir Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa Síðasta árið hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa og í raun hafa hækkanir á fasteignaverði síðustu 12 mánuði ekki verið meiri síðan í ársbyrjun 2006. 22. mars 2017 10:36 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Það verður að teljast nokkuð aumt hvað okkur hefur lítið miðað í rétta átt í þessum málum,“ segir Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, um húsnæðismál hér á landi. Hann segir að aðgerða sé þörf og leggur til að ríkið taki virkari þátt í þessum málum, meðal annars með hömlum á hækkun leiguverðs og eigin leigufélögum. „Ég er þeirrar skoðunar að ríkið eigi að gera meira til að útvega fólki þak yfir höfuðið. Til dæmis með því að stuðla að hagstæðum aðstæðum á leigumarkaði, ekki síst með ákveðnum hömlum á hækkun leiguverðs, líkt og þekkist sums staðar erlendis. Auk þess þætti mér eðlilegt og sjálfsagt að ríkið ræki eigin leigufélög þar sem þeir sem standa höllum fæti gætu fengið inni,“ sagði Einar á Alþingi í dag. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar, lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum af stöðu húsnæðismála, en hann er þeirrar skoðunar að leigufélög hafi leitt til þessarar miklu hækkunar á leiguverði. „Aukin áhrif leigufasteignafélaga á markaði hafa leitt til þess að þau hafa keypt heilu fjölbýlishúsin til að stækka eignasafn sitt og um leið veitt leigjendum aðgengi að húsnæði. Tilkoma þessara leigufélaga hafa valdið því að æ fleiri berjast um húsnæði og leiguverð stórhækkar. Verst bitnar þetta á eignalitlum einstaklingum og barnafjölskyldum sem eiga ekki eigið húsnæði,“ sagði Guðjón. Húsnæðisverð hefur hækkað mjög að undanförnu – og raunar hefur það hvergi hækkað eins mikið og á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank, og er það í fyrsta sinn sem Ísland er efst á þeim lista frá því að mælingar hófust. Þá hækkaði fasteignaverð í fyrra mun hraðar en kaupmáttur launa og hafa hækkanirnar ekki verið meiri frá því í ársbyrjun 2006, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa Síðasta árið hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa og í raun hafa hækkanir á fasteignaverði síðustu 12 mánuði ekki verið meiri síðan í ársbyrjun 2006. 22. mars 2017 10:36 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00
Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35
Fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa Síðasta árið hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa og í raun hafa hækkanir á fasteignaverði síðustu 12 mánuði ekki verið meiri síðan í ársbyrjun 2006. 22. mars 2017 10:36