Kavanagh: Hef alltaf sagt að Gunnar er næsta stjarna veltivigtarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. mars 2017 09:00 Gunnar Nelson er búinn að vinna tvo bardaga í röð í UFC. mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir Írski bardagaíþróttaþjálfarinn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson og Conors McGregors, er meira en sáttur með frammistöðu Gunnars í búrinu á móti Bandaríkjamanninum Alan Jouban síðastliðið laugardagskvöld. Gunnar pakkaði Jouban saman og kláraði hann með hengingartaki eftir 47 sekúndur í annarri lotu. Hengingunni náði hann eftir að slökkva ljósin hjá Jouban með fallegu höggi og fylgja því eftir með sparki í andlitið. „Gæðin sem ég sá hjá Gunnari á laugardaginn eru þau sömu og ég hef séð frá byrjun,“ segir Kavanagh í viðtali við The Mirror á Írlandi.John Kavanagh fylgist með Gunnari berja á Jouban í London á laugardaginn.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirKavanagh hefur ávallt haft tröllatrú á Gunnari og lýst því yfir nokkrum sinnum að hann verði heimsmeistari í veltivigt UFC. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku að hann búist við því að Gunnar fái titilbardaga í lok þessa árs. „Ég hef alltaf sagt að Gunnar er næsta stjarna veltivigtarinnar. Við höfum hrasað tvisvar sinnum en lært mikið á leiðinni,“ segir Kavanagh og vísar til tapanna á móti Rick Story og Demian Maia. „Við lærðum mikið af tapinu á móti Story og enn þá meira af tapinu gegn Maia.“ „Í síðustu tveimur bardögum hefur Gunnar sýnt hvert hann getur komist. Hann er búinn að bæta þolið svakalega og að berjast standandi. Hann útboxaði Albert Tumenov sem er boxari og hann var líka betri standandi en Jouban en það er styrkleiki hans. Síðan er Gunnar augljóslega frábær í gólfinu,“ segir John Kavanagh. MMA Tengdar fréttir Vill að Gunnar berjist við Undradrenginn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur ákveðnar hugmyndir um hverjum Gunnar eigi að berjast á móti næst. 21. mars 2017 08:30 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Írski bardagaíþróttaþjálfarinn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson og Conors McGregors, er meira en sáttur með frammistöðu Gunnars í búrinu á móti Bandaríkjamanninum Alan Jouban síðastliðið laugardagskvöld. Gunnar pakkaði Jouban saman og kláraði hann með hengingartaki eftir 47 sekúndur í annarri lotu. Hengingunni náði hann eftir að slökkva ljósin hjá Jouban með fallegu höggi og fylgja því eftir með sparki í andlitið. „Gæðin sem ég sá hjá Gunnari á laugardaginn eru þau sömu og ég hef séð frá byrjun,“ segir Kavanagh í viðtali við The Mirror á Írlandi.John Kavanagh fylgist með Gunnari berja á Jouban í London á laugardaginn.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirKavanagh hefur ávallt haft tröllatrú á Gunnari og lýst því yfir nokkrum sinnum að hann verði heimsmeistari í veltivigt UFC. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku að hann búist við því að Gunnar fái titilbardaga í lok þessa árs. „Ég hef alltaf sagt að Gunnar er næsta stjarna veltivigtarinnar. Við höfum hrasað tvisvar sinnum en lært mikið á leiðinni,“ segir Kavanagh og vísar til tapanna á móti Rick Story og Demian Maia. „Við lærðum mikið af tapinu á móti Story og enn þá meira af tapinu gegn Maia.“ „Í síðustu tveimur bardögum hefur Gunnar sýnt hvert hann getur komist. Hann er búinn að bæta þolið svakalega og að berjast standandi. Hann útboxaði Albert Tumenov sem er boxari og hann var líka betri standandi en Jouban en það er styrkleiki hans. Síðan er Gunnar augljóslega frábær í gólfinu,“ segir John Kavanagh.
MMA Tengdar fréttir Vill að Gunnar berjist við Undradrenginn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur ákveðnar hugmyndir um hverjum Gunnar eigi að berjast á móti næst. 21. mars 2017 08:30 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Vill að Gunnar berjist við Undradrenginn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur ákveðnar hugmyndir um hverjum Gunnar eigi að berjast á móti næst. 21. mars 2017 08:30