Skipulögðu fjárkúgun í gegnum SMS: „Þetta var algert teamwork“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2017 21:20 Hlín og Malín voru í dag dæmdar í tólf mánaða fangelsi. Vísir/Eyþór Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand skipulögðu fjárkúgun á hendur Helga Jean Claessen í gegnum smáskilaboð. Þeim bar hins vegar ekki saman fyrir dómi um hvor hefði átt hugmyndina að krefjast miskabóta úr hendi Helga, en þær hótuðu að kæra hann fyrir nauðgun ef hann staðgreiddi þeim ekki samtals 700 þúsund krónur. Þær sögðust ekki hafa talið verknaðinn refsiverðan. Þær voru í dag sakfelldar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga.Óttaðist um mannorð sitt Helgi greindi frá því fyrir dómi að hann hefði séð fyrir sér að kæra gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir mannorð sitt og starfsferil, jafnvel þó hann yrði sýknaður. Ásökun um kynferðisbrot jafngildi sekt hjá dómstóli götunnar. Hann hafi því látið tilleiðast en sagðist hafa rætt við Malín til þess að tryggja að ekki væri hægt að líta svo á að hann væri að játa neina sekt með því að greiða þessa fjárhæð. Malín tók við peningagreiðslunum í tvennu lagi, annars vegar 500 þúsund krónum og hins vegar 200 þúsund krónum, á vinnustað sínum, Morgunblaðinu. Helgi fór fram á kvittun fyrir greiðslunni og sagðist hafa viljað tengja Hlín við greiðsluna, en að Malín hafi ekki viljað það. Hlín og Helgi höfðu verið að skemmta sér í miðbænum þegar meint nauðgun átti sér stað, eða þann 4. apríl 2015. Fjórum dögum síðar leitaði hún á bráðamóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Sagðist hún aldrei hafa fengið niðurstöður úr þeirri skoðun. Þá sagðist Hlín hafa upplýst systur sína um atvikið. Hún hafi leyft henni að stjórna ferðinni og að ákvörðun hafi verið tekin um að reyna að fá bætur vegna atburðarins, en kvaðst ekki muna hvaðan hugmyndin að fjárhæðinni hefði komið. Malín hefði séð um alla framkvæmdina.„Takk fyrir að standa með mér“ Systurnar töluðu ýmist saman í gegnum smáskilaboð eða síma, en skilaboð þeirra eru rakin í dómnum.Hlín: „Hversu háar bætur í svona málum?“.Malín: „Oggulitlar – nokkrir hundraðkallar + málsvarnarlaun.“Hlín: svarar: „Ókei takk elsku sys“Malín: „PS. Verðum að selja fkn lóðina asap! Nú er ég búin með launin mín.“Hlín: Ég á ekki einn einasta aur heldur. En við gerum þetta. Er mjög ákveðin!“Malín: „C“ og svo: „Amen“ og svo: „Hef ýmsar vondar/gúdd hugmyndir sem við getum rætt í hádó á morgó. Getum étt spaghettí og hakk í mötuneyti Mogganz fyrst við eigum ekki pjéning.“Hlín: „Hahaha ókei ;) Þetta verður allt í lagi sys Lofa. Takk fyrir að standa með mér. Besti bróðir í geimi“Malín: „Við erum góðir bræður og ég held að við ættum að nýta styrkleika okkar til að verða über-veldi í sameiningu!“10. aprílHlín: : „Hæ sys“ „tilbúin í daginn“Malín: „Hæ! Jabb :).“Hlín: „lovjú...ef ég á að gera eitthvað....“Malín: „Lovjú líka :)“. Malín ræddi í kjölfarið við Helga í síma og héldu textaskilaboð á milli systranna áfram:Hlín: „No news?“Malín: „Veit ekki. Er ekki í húsi“Hlín: „jæks. Er það bara þar? Hringirðu ekki og tekkar?“Malín: „Róleg sys – ég sé um þetta. Treystu mér.“ Þennan sama dag sendi Malín skilaboð til Helga þar sem hún spurði hvort það væri í lagi að hún yrði komin klukkan 15.50 og hann féllst á það. Skömmu síðar spurði hann hvort hún væri mætt og hún játaði. Malín og Helga bar saman um að þarna hafi hann komið með 500 þúsund krónur á vinnustað Malínar, Morgunblaðið. Malín lét systur sína svo vita að hún væri komin með peningana.Hlín: : „Elsku sys verum bara ánægðar með allt. Lovjú og hlakka til að sja þig a morgun.“Malín: : „Er fyrst og fremst ánægð með þig“ ogHlín: „Þetta var algert teamwork :)“Malín: „Djös snilldarbræður erum við samt!“Hlín: : „I fkn know :)“ Systurnar voru í símasamskiptum bæði á laugardeginum og sunnudeginum. Á sunnudagskvöldinu ræddu þær um hærri greiðslu úr hendi Helga, eða 200 þúsund krónur til viðbótar, sem hann greiddi. Systrunum bar ekki saman um hver hefði átt hugmyndina að því að krefja Helga um greiðslu. Hlín sagðist fyrir dómi að hún teldi Helga sjálfan hafa stungið upp á því, en þegar borinn var undir hana framburður hennar hjá lögreglu kvað hún það geta staðist að hugmyndin hefði komið frá Malín. Hlín sagðist ekki hafa átt í neinum samskiptum við Helga eftir 6. apríl 2015 og því hafi hún ekki getað staðið í fjárkúgun. Dómurinn taldi hins vegar að ekki verði annað séð en að henni hafi verið fullkunnugt um öll atvik og tekið fullan þátt í skipulagningu þeirra. Um samverknað hafi verið að ræða. Hlín og Malín voru í dag dæmdar í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna til tveggja ára. Þær voru sakfelldar fyrir fjárkúgun á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Helga Jean.Dóminn í heild má lesa hér. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45 Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45 Niðurstaðan nálægt því sem saksóknari fór fram á Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar þeirra til að kúga fé út úr forsætisráðherra og fjárkúgunar gegn fyrrverandi samstarfsmanni annarrar þeirra, er nokkuð nálægt því sem saksóknari fór fram á. 7. apríl 2017 20:15 Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. 7. apríl 2017 12:51 Hlín bar hugmyndina um að kúga fé af forsætisráðherra upp í matarboði Malín Brand lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hafi talið það "galið“ að ætla að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Vonaðist hún til að systir hennar, Hlín Einarsdóttir, myndi gleyma hugmyndinni sem hún kynnti fyrir henni í matarboði þann 9. maí 2015. 7. apríl 2017 16:41 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira
Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand skipulögðu fjárkúgun á hendur Helga Jean Claessen í gegnum smáskilaboð. Þeim bar hins vegar ekki saman fyrir dómi um hvor hefði átt hugmyndina að krefjast miskabóta úr hendi Helga, en þær hótuðu að kæra hann fyrir nauðgun ef hann staðgreiddi þeim ekki samtals 700 þúsund krónur. Þær sögðust ekki hafa talið verknaðinn refsiverðan. Þær voru í dag sakfelldar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga.Óttaðist um mannorð sitt Helgi greindi frá því fyrir dómi að hann hefði séð fyrir sér að kæra gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir mannorð sitt og starfsferil, jafnvel þó hann yrði sýknaður. Ásökun um kynferðisbrot jafngildi sekt hjá dómstóli götunnar. Hann hafi því látið tilleiðast en sagðist hafa rætt við Malín til þess að tryggja að ekki væri hægt að líta svo á að hann væri að játa neina sekt með því að greiða þessa fjárhæð. Malín tók við peningagreiðslunum í tvennu lagi, annars vegar 500 þúsund krónum og hins vegar 200 þúsund krónum, á vinnustað sínum, Morgunblaðinu. Helgi fór fram á kvittun fyrir greiðslunni og sagðist hafa viljað tengja Hlín við greiðsluna, en að Malín hafi ekki viljað það. Hlín og Helgi höfðu verið að skemmta sér í miðbænum þegar meint nauðgun átti sér stað, eða þann 4. apríl 2015. Fjórum dögum síðar leitaði hún á bráðamóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Sagðist hún aldrei hafa fengið niðurstöður úr þeirri skoðun. Þá sagðist Hlín hafa upplýst systur sína um atvikið. Hún hafi leyft henni að stjórna ferðinni og að ákvörðun hafi verið tekin um að reyna að fá bætur vegna atburðarins, en kvaðst ekki muna hvaðan hugmyndin að fjárhæðinni hefði komið. Malín hefði séð um alla framkvæmdina.„Takk fyrir að standa með mér“ Systurnar töluðu ýmist saman í gegnum smáskilaboð eða síma, en skilaboð þeirra eru rakin í dómnum.Hlín: „Hversu háar bætur í svona málum?“.Malín: „Oggulitlar – nokkrir hundraðkallar + málsvarnarlaun.“Hlín: svarar: „Ókei takk elsku sys“Malín: „PS. Verðum að selja fkn lóðina asap! Nú er ég búin með launin mín.“Hlín: Ég á ekki einn einasta aur heldur. En við gerum þetta. Er mjög ákveðin!“Malín: „C“ og svo: „Amen“ og svo: „Hef ýmsar vondar/gúdd hugmyndir sem við getum rætt í hádó á morgó. Getum étt spaghettí og hakk í mötuneyti Mogganz fyrst við eigum ekki pjéning.“Hlín: „Hahaha ókei ;) Þetta verður allt í lagi sys Lofa. Takk fyrir að standa með mér. Besti bróðir í geimi“Malín: „Við erum góðir bræður og ég held að við ættum að nýta styrkleika okkar til að verða über-veldi í sameiningu!“10. aprílHlín: : „Hæ sys“ „tilbúin í daginn“Malín: „Hæ! Jabb :).“Hlín: „lovjú...ef ég á að gera eitthvað....“Malín: „Lovjú líka :)“. Malín ræddi í kjölfarið við Helga í síma og héldu textaskilaboð á milli systranna áfram:Hlín: „No news?“Malín: „Veit ekki. Er ekki í húsi“Hlín: „jæks. Er það bara þar? Hringirðu ekki og tekkar?“Malín: „Róleg sys – ég sé um þetta. Treystu mér.“ Þennan sama dag sendi Malín skilaboð til Helga þar sem hún spurði hvort það væri í lagi að hún yrði komin klukkan 15.50 og hann féllst á það. Skömmu síðar spurði hann hvort hún væri mætt og hún játaði. Malín og Helga bar saman um að þarna hafi hann komið með 500 þúsund krónur á vinnustað Malínar, Morgunblaðið. Malín lét systur sína svo vita að hún væri komin með peningana.Hlín: : „Elsku sys verum bara ánægðar með allt. Lovjú og hlakka til að sja þig a morgun.“Malín: : „Er fyrst og fremst ánægð með þig“ ogHlín: „Þetta var algert teamwork :)“Malín: „Djös snilldarbræður erum við samt!“Hlín: : „I fkn know :)“ Systurnar voru í símasamskiptum bæði á laugardeginum og sunnudeginum. Á sunnudagskvöldinu ræddu þær um hærri greiðslu úr hendi Helga, eða 200 þúsund krónur til viðbótar, sem hann greiddi. Systrunum bar ekki saman um hver hefði átt hugmyndina að því að krefja Helga um greiðslu. Hlín sagðist fyrir dómi að hún teldi Helga sjálfan hafa stungið upp á því, en þegar borinn var undir hana framburður hennar hjá lögreglu kvað hún það geta staðist að hugmyndin hefði komið frá Malín. Hlín sagðist ekki hafa átt í neinum samskiptum við Helga eftir 6. apríl 2015 og því hafi hún ekki getað staðið í fjárkúgun. Dómurinn taldi hins vegar að ekki verði annað séð en að henni hafi verið fullkunnugt um öll atvik og tekið fullan þátt í skipulagningu þeirra. Um samverknað hafi verið að ræða. Hlín og Malín voru í dag dæmdar í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna til tveggja ára. Þær voru sakfelldar fyrir fjárkúgun á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Helga Jean.Dóminn í heild má lesa hér.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45 Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45 Niðurstaðan nálægt því sem saksóknari fór fram á Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar þeirra til að kúga fé út úr forsætisráðherra og fjárkúgunar gegn fyrrverandi samstarfsmanni annarrar þeirra, er nokkuð nálægt því sem saksóknari fór fram á. 7. apríl 2017 20:15 Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. 7. apríl 2017 12:51 Hlín bar hugmyndina um að kúga fé af forsætisráðherra upp í matarboði Malín Brand lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hafi talið það "galið“ að ætla að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Vonaðist hún til að systir hennar, Hlín Einarsdóttir, myndi gleyma hugmyndinni sem hún kynnti fyrir henni í matarboði þann 9. maí 2015. 7. apríl 2017 16:41 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira
Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45
Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45
Niðurstaðan nálægt því sem saksóknari fór fram á Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar þeirra til að kúga fé út úr forsætisráðherra og fjárkúgunar gegn fyrrverandi samstarfsmanni annarrar þeirra, er nokkuð nálægt því sem saksóknari fór fram á. 7. apríl 2017 20:15
Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. 7. apríl 2017 12:51
Hlín bar hugmyndina um að kúga fé af forsætisráðherra upp í matarboði Malín Brand lýsti því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hún hafi talið það "galið“ að ætla að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Vonaðist hún til að systir hennar, Hlín Einarsdóttir, myndi gleyma hugmyndinni sem hún kynnti fyrir henni í matarboði þann 9. maí 2015. 7. apríl 2017 16:41