Jens fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2017 11:30 Jens Gunnarsson mætir í dómssalvið þingfestingu málsins í nóvember. Fyrir aftan hann er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Péturs Axels í málinu. VÍSIR/ERNIR Jens Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Jens var ákærður fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. Þá var Pétur Axel Pétursson, sem ákærður var fyrir spillingu með því að hafa boðið Jens gjafir fyrir aðstoð sína, dæmdur í níu mánaða fangelsi. Pétur Axel á nokkuð langan sakaferil að baki hjá lögreglu, aðallega fyrir mál gegn fíkniefnum en þyngsti dómurinn er sex mánaða fangelsi. Þriðji maðurinn, Gottskálk Ágústsson, var sýknaður af ákæru en honum var gefið að sök að hafa lofað Jens tveimur flugmiðum með WOW air og hálfri milljón króna í peningum fyrir að útvega manninum skýrslu PriceWaterHouseCoopers um Kaupþing banka.Mennirnir neituðu allir sök í málinu við þingfestingu en þinghald í málinu var lokað. Brot Jens vörðuð allt að sex ára fangelsisdómi en þriggja ára dómi í tilfelli hinna tveggja.Sjá einnig: Leynifundur í Öskjuhlíð og krafa um peninga frá góðkunningja lögregluDómur var kveðinn upp klukkan 11:30 en hefur ekki enn verið birtur á vef dómstólsins. Nánar verður fjallað um dóminn þegar hann verður birtur.Málið er afar áhugavert fyrir margra hluta sakir. Upptaka af samtali Jens og Péturs Axels barst óvænt á borð ríkissaksóknara en hún er upphafið að málinu. Þá mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur lögreglumaður er sakfelldur fyrir spillingu í starfi þótt fleiri dæmi séu um að sterkur grunur hafi verið um spillingu. Má nefna samskipti yfirmanna hjá lögreglunni við Franklín Steiner á sínum tíma sem dæmi um slíkt. Ítarlega hefur verið fjallað um mál þeirra Jens, Péturs og Gottskálks undanfarið ár og má lesa um það í fréttunum hér að neðan. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Jens neitar sök og farið fram á lokað þinghald Þingfest var í máli fíkniefnalögreglumanns sem grunaður er um spillingu. Auk hans eru tveir ákærðir fyrir óeðlileg samskipti við lögreglumanninn. 28. nóvember 2016 11:00 Upptakan sem allt snýst um en enginn áttar sig á Rannsóknarlögreglumaður og aðili sem grunaður er um tengsl við fíkniefnaheiminn bíða þess að tekin verði ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 13. apríl 2016 11:14 Leynifundur í Öskjuhlíð og krafa um peningagreiðslu frá góðkunningja lögreglu Aðalmeðferð er hafin í máli rannsóknarlögreglumanns sem grunaður er um brot í starfi og sætir ákæru fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. 14. mars 2017 11:39 Mál lögreglumannsins fer fram fyrir luktum dyrum Saksóknari hafði farið fram að aðalmeðferð málsins færi fram að hluta fyrir luktum dyrum. 6. janúar 2017 14:48 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Sjá meira
Jens Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Jens var ákærður fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. Þá var Pétur Axel Pétursson, sem ákærður var fyrir spillingu með því að hafa boðið Jens gjafir fyrir aðstoð sína, dæmdur í níu mánaða fangelsi. Pétur Axel á nokkuð langan sakaferil að baki hjá lögreglu, aðallega fyrir mál gegn fíkniefnum en þyngsti dómurinn er sex mánaða fangelsi. Þriðji maðurinn, Gottskálk Ágústsson, var sýknaður af ákæru en honum var gefið að sök að hafa lofað Jens tveimur flugmiðum með WOW air og hálfri milljón króna í peningum fyrir að útvega manninum skýrslu PriceWaterHouseCoopers um Kaupþing banka.Mennirnir neituðu allir sök í málinu við þingfestingu en þinghald í málinu var lokað. Brot Jens vörðuð allt að sex ára fangelsisdómi en þriggja ára dómi í tilfelli hinna tveggja.Sjá einnig: Leynifundur í Öskjuhlíð og krafa um peninga frá góðkunningja lögregluDómur var kveðinn upp klukkan 11:30 en hefur ekki enn verið birtur á vef dómstólsins. Nánar verður fjallað um dóminn þegar hann verður birtur.Málið er afar áhugavert fyrir margra hluta sakir. Upptaka af samtali Jens og Péturs Axels barst óvænt á borð ríkissaksóknara en hún er upphafið að málinu. Þá mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur lögreglumaður er sakfelldur fyrir spillingu í starfi þótt fleiri dæmi séu um að sterkur grunur hafi verið um spillingu. Má nefna samskipti yfirmanna hjá lögreglunni við Franklín Steiner á sínum tíma sem dæmi um slíkt. Ítarlega hefur verið fjallað um mál þeirra Jens, Péturs og Gottskálks undanfarið ár og má lesa um það í fréttunum hér að neðan.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Jens neitar sök og farið fram á lokað þinghald Þingfest var í máli fíkniefnalögreglumanns sem grunaður er um spillingu. Auk hans eru tveir ákærðir fyrir óeðlileg samskipti við lögreglumanninn. 28. nóvember 2016 11:00 Upptakan sem allt snýst um en enginn áttar sig á Rannsóknarlögreglumaður og aðili sem grunaður er um tengsl við fíkniefnaheiminn bíða þess að tekin verði ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 13. apríl 2016 11:14 Leynifundur í Öskjuhlíð og krafa um peningagreiðslu frá góðkunningja lögreglu Aðalmeðferð er hafin í máli rannsóknarlögreglumanns sem grunaður er um brot í starfi og sætir ákæru fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. 14. mars 2017 11:39 Mál lögreglumannsins fer fram fyrir luktum dyrum Saksóknari hafði farið fram að aðalmeðferð málsins færi fram að hluta fyrir luktum dyrum. 6. janúar 2017 14:48 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Sjá meira
Jens neitar sök og farið fram á lokað þinghald Þingfest var í máli fíkniefnalögreglumanns sem grunaður er um spillingu. Auk hans eru tveir ákærðir fyrir óeðlileg samskipti við lögreglumanninn. 28. nóvember 2016 11:00
Upptakan sem allt snýst um en enginn áttar sig á Rannsóknarlögreglumaður og aðili sem grunaður er um tengsl við fíkniefnaheiminn bíða þess að tekin verði ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 13. apríl 2016 11:14
Leynifundur í Öskjuhlíð og krafa um peningagreiðslu frá góðkunningja lögreglu Aðalmeðferð er hafin í máli rannsóknarlögreglumanns sem grunaður er um brot í starfi og sætir ákæru fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. 14. mars 2017 11:39
Mál lögreglumannsins fer fram fyrir luktum dyrum Saksóknari hafði farið fram að aðalmeðferð málsins færi fram að hluta fyrir luktum dyrum. 6. janúar 2017 14:48