Fréttatíminn gefur ekki út blað á laugardaginn. Óljóst er með frekari útgáfu á meðan endurskipulagning á rekstri stendur yfir.
„Hluti starfsfólks á enn eftir að fá greidd laun og er í sárum yfir því og í mjög erfiðri stöðu. Það að fá ekki laun bitnar ekki bara á starfsmönnum heldur fjölskyldum þeirra líka,“ segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Fréttatímans.
Samkvæmt heimildum hafa tíu starfsmenn ekki fengið greidd laun. Þá hafi Gunnar Smári Egilsson, útgefandi og stærsti eigandi útgáfufélags Fréttatímans, ekki talað við starfsfólk í heila viku.
Hann er ekki lengur titlaður ritstjóri og útgefandi í haus blaðsins sem kemur út í fyrramálið. Hann víkur frá til þess að liðka fyrir endurskipulagningu blaðsins.
Tíu starfsmenn Fréttatímans hafa ekki fengið útborgað
