Donald Trump skrifaði undir lög sem hefta fjárframlög til fóstureyðinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 10:48 Kona sýnir mótmælaspjald í göngu fyrir heilbrigði, „March for Health“, í New York í byrjun apríl. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir lagafrumvarp á fimmtudag sem gerir fylkjum í Bandaríkjunum kleift að stöðva ríkisfjárframlög til samtaka sem framkvæma fóstureyðingar, þ.á.m. Planned Parenthood. Þetta kemur fram í frétt CNN. Athygli vekur að forsetinn skrifað undir lagafrumvarpið fyrir luktum dyrum en engum fjölmiðlum var boðið að fylgjast með. Lögin snúa við reglugerð sem samþykkt var undir stjórn Obama en í henni var sérstaklega tekið tillit til þess að stærstur hluti fjár, sem samtök á borð við Planned Parenthood fá frá ríkinu, renna til annarrar heilbrigðisþjónustu en fóstureyðinga. Frumvarpið hefur verið mjög umdeilt frá því að það var lagt fram. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, greiddi úrslitaatkvæði um frumvarpið frammi fyrir öldungadeild þingsins í lok mars síðastliðnum. Tveir öldungardeildarþingmenn Repúblikana, Susan Collins og Lisa Murkowski, kusu þá gegn frumvarpinu.Mætir mikilli mótstöðu „Okkar versti ótti er nú að rætast. Þetta er skæðasta árás sem heilbrigðisþjónusta kvenna hefur orðið fyrir á síðari árum, nú þegar löggjafar hafa eytt undanförnum þremur mánuðum í að hefta kvenréttindi við hvert tækifæri,“ sagði Dawn Laguens, varaforseti Planned Parenthood, í fréttatilkynningu frá samtökunum. Stephanie Schriock, formaður EMILY‘s List, pólítískrar aðgerðarnefndar Demókrata, var einnig gagnrýnin á frumvarpið. „Að svipta milljónir Bandaríkjamanna þeirri nauðsynlegu heilbrigðistþjónustu, sem Planned Parenthood býður upp á, skaðar ekki bara konur heldur einnig fjölskyldur og fjárhagslegt öryggi þeirra.“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði lögin „meiriháttar sigur fyrir andstæðinga fóstureyðinga“. Erlend Fréttir Stj.mál Tengdar fréttir Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur skrifað undir tilskipun, sem kemur í veg fyrir að alþjóðleg samtök fái fjármagn frá alríkisstjórninni, ef þau framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar. 23. janúar 2017 21:51 Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir lagafrumvarp á fimmtudag sem gerir fylkjum í Bandaríkjunum kleift að stöðva ríkisfjárframlög til samtaka sem framkvæma fóstureyðingar, þ.á.m. Planned Parenthood. Þetta kemur fram í frétt CNN. Athygli vekur að forsetinn skrifað undir lagafrumvarpið fyrir luktum dyrum en engum fjölmiðlum var boðið að fylgjast með. Lögin snúa við reglugerð sem samþykkt var undir stjórn Obama en í henni var sérstaklega tekið tillit til þess að stærstur hluti fjár, sem samtök á borð við Planned Parenthood fá frá ríkinu, renna til annarrar heilbrigðisþjónustu en fóstureyðinga. Frumvarpið hefur verið mjög umdeilt frá því að það var lagt fram. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, greiddi úrslitaatkvæði um frumvarpið frammi fyrir öldungadeild þingsins í lok mars síðastliðnum. Tveir öldungardeildarþingmenn Repúblikana, Susan Collins og Lisa Murkowski, kusu þá gegn frumvarpinu.Mætir mikilli mótstöðu „Okkar versti ótti er nú að rætast. Þetta er skæðasta árás sem heilbrigðisþjónusta kvenna hefur orðið fyrir á síðari árum, nú þegar löggjafar hafa eytt undanförnum þremur mánuðum í að hefta kvenréttindi við hvert tækifæri,“ sagði Dawn Laguens, varaforseti Planned Parenthood, í fréttatilkynningu frá samtökunum. Stephanie Schriock, formaður EMILY‘s List, pólítískrar aðgerðarnefndar Demókrata, var einnig gagnrýnin á frumvarpið. „Að svipta milljónir Bandaríkjamanna þeirri nauðsynlegu heilbrigðistþjónustu, sem Planned Parenthood býður upp á, skaðar ekki bara konur heldur einnig fjölskyldur og fjárhagslegt öryggi þeirra.“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði lögin „meiriháttar sigur fyrir andstæðinga fóstureyðinga“.
Erlend Fréttir Stj.mál Tengdar fréttir Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur skrifað undir tilskipun, sem kemur í veg fyrir að alþjóðleg samtök fái fjármagn frá alríkisstjórninni, ef þau framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar. 23. janúar 2017 21:51 Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur skrifað undir tilskipun, sem kemur í veg fyrir að alþjóðleg samtök fái fjármagn frá alríkisstjórninni, ef þau framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar. 23. janúar 2017 21:51
Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45