Mikilvægt að styrkja lögreglu á landsbyggðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Vilhjálmur Árnason var í lögreglunni áður en hann tók sæti á Alþingi. Vísir/Anton Brink „Við erum í dreifbýlu landi og það sem ég sé fyrir mér er að það þarf að fjölga víða um landið þar sem eru fámenn lögreglulið til þess að auka viðbragðsgetuna,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði við Fréttablaðið í gær að íslenska lögreglan væri ekki í stakk búin til þess að takast á við atburði af því tagi sem urðu í Svíþjóð þegar árásarmaður ók inn í hóp fólks, banaði fjórum og særði fimmtán. Haraldur sagði bæði þörf á fleiri lögreglumönnum og meiri þjálfun lögreglumanna. Vilhjálmur leggur áherslu á meiri þjálfun lögreglumanna. „Það sem hefur vantað hér á landi, ekki bara í lögreglunni heldur hjá viðbragðsaðilum almennt, er að það þarf að gera ráð fyrir fjármagni í að þjálfa mannskapinn og að endurnýja búnað. Þannig að það er ekki bara að það þurfi að fjölga lögreglumönnum heldur þjálfa lögreglumenn og það þarf að vera aðstaða til að þjálfa þá,“ segir hann. Vilhjálmur segir að það hafi legið fyrir í nokkurn tíma að það þyrfti að styrkja lögregluna til að takast á við svona atburði. „Það er kannski ekki síst þess vegna sem það hefur verið bætt verulega í lögregluna að undanförnu þó enn megi gera betur,“ segir Vilhjálmur. Þar vísar hann til þess að sem innanríkisráðherra hafi Hanna Birna Kristjánsdóttir aukið framlög til lögreglunnar um 500 milljónir og Ólöf Nordal, eftirmaður hennar, ákveðið að auka framlög um 400 milljónir fyrir utan launahækkanir og verðlagshækkanir. Þá bendir Vilhjálmur á að lögregluskólinn hafi verið færður upp á háskólastig og menn séu að vonast eftir því að fá aukið samstarf við erlenda öryggisskóla og lögregluskóla. „Þannig að allt sem við erum búin að vera að gera í þessu miðast við að efla löggæsluna.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00 Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Við erum í dreifbýlu landi og það sem ég sé fyrir mér er að það þarf að fjölga víða um landið þar sem eru fámenn lögreglulið til þess að auka viðbragðsgetuna,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði við Fréttablaðið í gær að íslenska lögreglan væri ekki í stakk búin til þess að takast á við atburði af því tagi sem urðu í Svíþjóð þegar árásarmaður ók inn í hóp fólks, banaði fjórum og særði fimmtán. Haraldur sagði bæði þörf á fleiri lögreglumönnum og meiri þjálfun lögreglumanna. Vilhjálmur leggur áherslu á meiri þjálfun lögreglumanna. „Það sem hefur vantað hér á landi, ekki bara í lögreglunni heldur hjá viðbragðsaðilum almennt, er að það þarf að gera ráð fyrir fjármagni í að þjálfa mannskapinn og að endurnýja búnað. Þannig að það er ekki bara að það þurfi að fjölga lögreglumönnum heldur þjálfa lögreglumenn og það þarf að vera aðstaða til að þjálfa þá,“ segir hann. Vilhjálmur segir að það hafi legið fyrir í nokkurn tíma að það þyrfti að styrkja lögregluna til að takast á við svona atburði. „Það er kannski ekki síst þess vegna sem það hefur verið bætt verulega í lögregluna að undanförnu þó enn megi gera betur,“ segir Vilhjálmur. Þar vísar hann til þess að sem innanríkisráðherra hafi Hanna Birna Kristjánsdóttir aukið framlög til lögreglunnar um 500 milljónir og Ólöf Nordal, eftirmaður hennar, ákveðið að auka framlög um 400 milljónir fyrir utan launahækkanir og verðlagshækkanir. Þá bendir Vilhjálmur á að lögregluskólinn hafi verið færður upp á háskólastig og menn séu að vonast eftir því að fá aukið samstarf við erlenda öryggisskóla og lögregluskóla. „Þannig að allt sem við erum búin að vera að gera í þessu miðast við að efla löggæsluna.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00 Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00
Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00