Lögreglumenn í Bretlandi gerðu í gærkvöldi húsleit á nokkrum stöðum í London og Kent hjá fólki sem grunað er um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk.
Á einum staðnum var kona skotin af lögreglu en hún var í hópi grunaðra. Hún er nú undir læknishendi en ekki er vitað nánar um líðan hennar.
Fjórir aðrir voru handteknir í áhlaupinu sem sagt er tengjast atviki sem kom upp í gær þar sem maður var handtekinn í Whitehall, í grennd við þinghúsið í London, með bakpoka með nokkrum hnífum í.
