Trump fær ekki fé fyrir landamæraveggnum Sæunn Gísladóttir skrifar 27. apríl 2017 07:00 Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað að bygging veggjarins verði ekki á þessum fjárlögum. NordicPhotos/AFP Hvíta húsið og bandaríska þingið þurfa að koma sér saman um fjárlög sem samþykkja verður fyrir miðnætti á föstudag til að koma í veg fyrir að ríkisstofnanir hætti starfsemi. Örðugleikar höfðu komið upp í samningaviðræðum milli Repúblikana og Demókrata þar sem þeir síðarnefndu vilja ekki borga fyrir vegg við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Á mánudag virtist Donald Trump Bandaríkjaforseti þó hafa skipt um skoðun og greinir NY Times frá því að hann hafi sagst vera tilbúinn til að bíða með fjárveitingu til byggingar veggjarins og sætta sig einungis við aukafjárveitingu til öryggismála við landamærin. Fjárlögin munu gilda til 30. september næstkomandi og líkur eru á að reynt verði að tryggja fjárveitingu til byggingar veggjarins þegar ný fjárlög verða samin í september. Annað deilumál er heilbrigðiskerfið. Trump hefur gefið það út að hann muni ekki samþykkja tillögu Demókrata um að niðurgreiðslur til Obamacare-heilbrigðiskerfisins verði með í fjárlögum. PBS greinir frá því að þúsundir kolanámumanna sem komnir eru á eftirlaun gætu misst aðgengi sitt að heilbrigðisþjónustu ef það verður ekki tryggt í þessum fjárlögum. Sama deila leiddi næstum til þess að ríkisstofnanir hættu starfsemi í fyrra. Demókratar segja einnig að Repúblíkanar vilji að fleiri atvinnurekendur geti komist undan að borga fyrir getnaðarvarnir kvenna í heilbrigðistryggingu þeirra, sú deila gæti einnig haft áhrif á afgreiðslu fjárlaganna. Forsvarsmenn beggja flokka segjast bjartsýnir á að komist verði að niðurstöðu. Lögð verður áhersla á útgjöld til hersins og öryggismála við landamærin að sinni. PBS greinir frá því að ef allt fer á versta veg í samningaviðræðum sé ein lausn að gerð verði nokkurra daga fjárlög og haldið áfram að semja fram í næstu viku um áætlunina til september næstkomandi. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Sjá meira
Hvíta húsið og bandaríska þingið þurfa að koma sér saman um fjárlög sem samþykkja verður fyrir miðnætti á föstudag til að koma í veg fyrir að ríkisstofnanir hætti starfsemi. Örðugleikar höfðu komið upp í samningaviðræðum milli Repúblikana og Demókrata þar sem þeir síðarnefndu vilja ekki borga fyrir vegg við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Á mánudag virtist Donald Trump Bandaríkjaforseti þó hafa skipt um skoðun og greinir NY Times frá því að hann hafi sagst vera tilbúinn til að bíða með fjárveitingu til byggingar veggjarins og sætta sig einungis við aukafjárveitingu til öryggismála við landamærin. Fjárlögin munu gilda til 30. september næstkomandi og líkur eru á að reynt verði að tryggja fjárveitingu til byggingar veggjarins þegar ný fjárlög verða samin í september. Annað deilumál er heilbrigðiskerfið. Trump hefur gefið það út að hann muni ekki samþykkja tillögu Demókrata um að niðurgreiðslur til Obamacare-heilbrigðiskerfisins verði með í fjárlögum. PBS greinir frá því að þúsundir kolanámumanna sem komnir eru á eftirlaun gætu misst aðgengi sitt að heilbrigðisþjónustu ef það verður ekki tryggt í þessum fjárlögum. Sama deila leiddi næstum til þess að ríkisstofnanir hættu starfsemi í fyrra. Demókratar segja einnig að Repúblíkanar vilji að fleiri atvinnurekendur geti komist undan að borga fyrir getnaðarvarnir kvenna í heilbrigðistryggingu þeirra, sú deila gæti einnig haft áhrif á afgreiðslu fjárlaganna. Forsvarsmenn beggja flokka segjast bjartsýnir á að komist verði að niðurstöðu. Lögð verður áhersla á útgjöld til hersins og öryggismála við landamærin að sinni. PBS greinir frá því að ef allt fer á versta veg í samningaviðræðum sé ein lausn að gerð verði nokkurra daga fjárlög og haldið áfram að semja fram í næstu viku um áætlunina til september næstkomandi.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Sjá meira