Bandaríska efnisveitan Netflix leitar nú að íslenskumælandi fólki til aðstoða sig við skjátextaþýðingar á því efni sem hún hefur upp á að bjóða.
Um launað starf er að ræða og þarf fólk að þreyta próf í 5 liðum hyggist það sækja um þýðingarstöðu. Samanlagt tekur það umsækjendur yfirleitt um 90 mínútur að ljúka við prófið.
Samkvæmt launatöflu Netflix fást greiddar rúmar 1470 krónur fyrir hverja þýdda mínútu af ensku yfir á íslensku. Þau sem þýða japönsku yfir á íslensku fá hins vegar tæplega 3000 krónur fyrir mínútuna sem er það hæsta sem efnisveitan greiðir fyrir nokkra þýðingu.
Áhugasamir geta spreytt sig á prófinu í hinu svokallaða Hermes-kerfi efnisveitunnar en kerfinu er ætlað að prófa kunnáttu umsækjenda í ensku og færni þeirra við að þýða texta yfir á eigið tungumál.
„Fram til þessa átti Netflix mjög erfitt með að hafa yfirsýn yfir þýðendur og leggja mat á hæfni þeirra. Hermes inniheldur þúsundir spurninga sem valdar eru af handahófi og eiga að tryggja að engin tvö próf séu eins. Auk þess að prófa tungumálakunnáttu umsækjenda er tækni- og málfræðikunnátta þeirra einnig könnuð og auðvelt er að laga prófið að mismunandi kröfum,“ útskýrir þýðingarstofan Skopos í tilkynningu sinni um málið.
Þeir sem hafa áhuga á að vinna við skjátextaþýðingar fyrir Netflix geta tekið prófið hér.
Netflix leitar að íslenskumælandi þýðendum
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið
Viðskipti innlent

Bjartara yfir við opnun markaða
Viðskipti erlent

Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna
Viðskipti innlent

Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn
Viðskipti erlent


Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson
Viðskipti innlent

Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag
Viðskipti innlent

Hækkanir í Kauphöllinni á ný
Viðskipti innlent

Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur
Viðskipti innlent

Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum
Viðskipti innlent