Sátt um nýtingu sjávarauðlindarinnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. maí 2017 07:00 Sjávarútvegur hefur í aldanna rás verið undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi. Á umliðnum áratugum hefur greinin gengið í gegnum breytingaskeið. Árið 1984 var kvótakerfið innleitt og frjálst framsal aflaheimilda fáeinum árum síðar. Árangurinn er tvíþættur. Fyrst ber að nefna ábyrga nýtingu auðlindarinnar með sjálfbærum veiðum. En kerfið hefur jafnframt stuðlað að mikilli hagræðingu í greininni og ýtt undir verðmætt nýsköpunarstarf. Hins vegar hefur þriðja stoðin, sem snýr að samfélagslegum þáttum og sanngirni, ekki reynst eins styrk. Of lengi hefur ríkt djúpstæð óeining í samfélaginu um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ágreiningurinn hefur einkum snúið að skiptingu arðs af nýtingu sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar. Það er löngu tímabært að jafna þennan ágreining og búa atvinnugreininni stöðug starfsskilyrði. Í gegnum tíðina hafa nær allir stjórnmálaflokkar lagt sitt af mörkum við þróun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það er jafn mikilvægt í dag að allir flokkar komi að því að móta víðtæka sátt um sjávarútveginn. Ég hef því skipað þverpólitíska nefnd, með fulltrúum allra flokka, til þess að vinna tillögur að framtíðarfyrirkomulagi gjaldtöku og úthlutunar aflaheimilda. Nefndin mun skila tillögum sínum í lok þessa árs og í kjölfarið fær Alþingi það hlutverk að vinna úr þeim með lagasetningu. Óumdeilt er að þjóðin skuli njóta sanngjarns arðs af auðlindinni. Og þeim sem veittur er sérstakur réttur til þess að nýta takmarkaða auðlind ber þ.a.l. að greiða afgjald til samfélagsins. Sjálf hef ég talað fyrir ákveðnum leiðum í þessu efni, sem m.a. fela í sér uppboð aflaheimilda. En ólíkir flokkar munu leggja fram ólík sjónarmið. Mikilvægast er að við göngum öll til þessarar vinnu af heilindum og einsetjum okkur að mynda víðtæka og varanlega sátt. Vísasta leiðin til þess að láta sáttaferlið fara út um þúfur er að spila pólitíska refskák. Því sanngjörn niðurstaða fæst ekki með klækjabrögðum né verður hún mæld eftir því hver hefur hæst. Ég bind vonir við að sú vinna, sem nú fer í hönd, verði málefnaleg og skili hagfelldri niðurstöðu fyrir þjóðina sem og sjávarútveginn. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna dagsins í dag að búa í haginn fyrir sátt til framtíðar. Það kann að reynast torsótt en ég hef trú á getu okkar og viljafestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur hefur í aldanna rás verið undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi. Á umliðnum áratugum hefur greinin gengið í gegnum breytingaskeið. Árið 1984 var kvótakerfið innleitt og frjálst framsal aflaheimilda fáeinum árum síðar. Árangurinn er tvíþættur. Fyrst ber að nefna ábyrga nýtingu auðlindarinnar með sjálfbærum veiðum. En kerfið hefur jafnframt stuðlað að mikilli hagræðingu í greininni og ýtt undir verðmætt nýsköpunarstarf. Hins vegar hefur þriðja stoðin, sem snýr að samfélagslegum þáttum og sanngirni, ekki reynst eins styrk. Of lengi hefur ríkt djúpstæð óeining í samfélaginu um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ágreiningurinn hefur einkum snúið að skiptingu arðs af nýtingu sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar. Það er löngu tímabært að jafna þennan ágreining og búa atvinnugreininni stöðug starfsskilyrði. Í gegnum tíðina hafa nær allir stjórnmálaflokkar lagt sitt af mörkum við þróun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Það er jafn mikilvægt í dag að allir flokkar komi að því að móta víðtæka sátt um sjávarútveginn. Ég hef því skipað þverpólitíska nefnd, með fulltrúum allra flokka, til þess að vinna tillögur að framtíðarfyrirkomulagi gjaldtöku og úthlutunar aflaheimilda. Nefndin mun skila tillögum sínum í lok þessa árs og í kjölfarið fær Alþingi það hlutverk að vinna úr þeim með lagasetningu. Óumdeilt er að þjóðin skuli njóta sanngjarns arðs af auðlindinni. Og þeim sem veittur er sérstakur réttur til þess að nýta takmarkaða auðlind ber þ.a.l. að greiða afgjald til samfélagsins. Sjálf hef ég talað fyrir ákveðnum leiðum í þessu efni, sem m.a. fela í sér uppboð aflaheimilda. En ólíkir flokkar munu leggja fram ólík sjónarmið. Mikilvægast er að við göngum öll til þessarar vinnu af heilindum og einsetjum okkur að mynda víðtæka og varanlega sátt. Vísasta leiðin til þess að láta sáttaferlið fara út um þúfur er að spila pólitíska refskák. Því sanngjörn niðurstaða fæst ekki með klækjabrögðum né verður hún mæld eftir því hver hefur hæst. Ég bind vonir við að sú vinna, sem nú fer í hönd, verði málefnaleg og skili hagfelldri niðurstöðu fyrir þjóðina sem og sjávarútveginn. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna dagsins í dag að búa í haginn fyrir sátt til framtíðar. Það kann að reynast torsótt en ég hef trú á getu okkar og viljafestu.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun