Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna leigir íbúð undir kjarnorkukóða í Trump-turni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2017 23:07 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, býr í Trump-turni ásamt fjölskyldu sinni. Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa í hyggju að leigja íbúð í Trump-turni fyrir starfsemi herskrifstofu Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem fréttastofa Reuters hefur komist í tæri við. Turninn er eitt af helstu kennileitum New York borgar. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur þar aðsetur en turninn er jafnframt í eigu hans. Herskrifstofa Bandaríkjanna sér um og gætir hins svokallaða „kjarnorkufótbolta,“ skjalatösku sem gerir forseta Bandaríkjanna kleift að veita umboð fyrir kjarnorkuárás þegar hann er staddur annars staðar en í sérstökum stjórnunarmiðstöðvum. Þá veitir skrifstofan forsetanum öruggar samskiptaleiðir hvar sem hann er staddur. Í bréfinu er sérstaklega tekið fram að Trump muni sjálfur ekki hljóta neinn ávinning af leigunni. Ekki fengust upplýsingar um það hvort sambærilegar ráðstafanir yrðu gerðar á stöðum sem Trump heimsækir reglulega, þar á meðal í Mar-a-Lago, afdrepi hans í Flórída, og á golfvelli í New Jersey, þar sem forsetinn er staddur nú um helgina.Demókratar áhyggjufullir yfir samningnum Í bréfinu sem James MacStravic, starfsmaður varnarmálaráðuneytisins, sendi í byrjun mars segir að hann hafi samþykkt leiguna á íbúðinni eftir að hafa ráðfært sig við herskrifstofuna. Þá vildu embættismenn viðriðnir málið hvorki tjá sig um kostnað við leigusamninginn né hverjir væru eigendur íbúðarinnar. Útskýrt er í bréfinu að herskrifstofa Hvíta hússins, deild innan varnarmálaráðuneytisins, „óskaði eftir samþykki fyrir því að leigja rými í Trump-turni fyrir starfslið, sem ráðið væri til að aðstoða forsetann þegar hann er staddur á sínu persónulega heimili.“ Þá er enn fremur fullyrt að þessi tilhögun sé í takt við það sem tíðkast hefur í tíð fyrri forseta. Þó er ekki ljóst hvort herskrifstofan hafi nokkru sinni áður borgað fyrir leigu á rými, sem ætlað er að hýsa háleynilegan búnað sem forseti þarf á að halda þegar hann er staddur utan Washington. Ekki fengust upplýsingar um málið frá talsmanni Hvíta hússins. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að Donald Trump muni koma til með að græða á leigu íbúðarinnar. „Ég hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna virðist ætla að hafa fjárhagslegan ávinning af samningnum á kostnað varnarmálaráðuneytisins, og að lokum, skattgreiðenda,“ ritaði demókratinn Jackie Speier í bréfi til James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa í hyggju að leigja íbúð í Trump-turni fyrir starfsemi herskrifstofu Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem fréttastofa Reuters hefur komist í tæri við. Turninn er eitt af helstu kennileitum New York borgar. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur þar aðsetur en turninn er jafnframt í eigu hans. Herskrifstofa Bandaríkjanna sér um og gætir hins svokallaða „kjarnorkufótbolta,“ skjalatösku sem gerir forseta Bandaríkjanna kleift að veita umboð fyrir kjarnorkuárás þegar hann er staddur annars staðar en í sérstökum stjórnunarmiðstöðvum. Þá veitir skrifstofan forsetanum öruggar samskiptaleiðir hvar sem hann er staddur. Í bréfinu er sérstaklega tekið fram að Trump muni sjálfur ekki hljóta neinn ávinning af leigunni. Ekki fengust upplýsingar um það hvort sambærilegar ráðstafanir yrðu gerðar á stöðum sem Trump heimsækir reglulega, þar á meðal í Mar-a-Lago, afdrepi hans í Flórída, og á golfvelli í New Jersey, þar sem forsetinn er staddur nú um helgina.Demókratar áhyggjufullir yfir samningnum Í bréfinu sem James MacStravic, starfsmaður varnarmálaráðuneytisins, sendi í byrjun mars segir að hann hafi samþykkt leiguna á íbúðinni eftir að hafa ráðfært sig við herskrifstofuna. Þá vildu embættismenn viðriðnir málið hvorki tjá sig um kostnað við leigusamninginn né hverjir væru eigendur íbúðarinnar. Útskýrt er í bréfinu að herskrifstofa Hvíta hússins, deild innan varnarmálaráðuneytisins, „óskaði eftir samþykki fyrir því að leigja rými í Trump-turni fyrir starfslið, sem ráðið væri til að aðstoða forsetann þegar hann er staddur á sínu persónulega heimili.“ Þá er enn fremur fullyrt að þessi tilhögun sé í takt við það sem tíðkast hefur í tíð fyrri forseta. Þó er ekki ljóst hvort herskrifstofan hafi nokkru sinni áður borgað fyrir leigu á rými, sem ætlað er að hýsa háleynilegan búnað sem forseti þarf á að halda þegar hann er staddur utan Washington. Ekki fengust upplýsingar um málið frá talsmanni Hvíta hússins. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að Donald Trump muni koma til með að græða á leigu íbúðarinnar. „Ég hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna virðist ætla að hafa fjárhagslegan ávinning af samningnum á kostnað varnarmálaráðuneytisins, og að lokum, skattgreiðenda,“ ritaði demókratinn Jackie Speier í bréfi til James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira