Styrktarsjóður Göngum saman stuðlar að rannsóknum á brjóstarkrabbameini, sem er liður í því að finna lækningu á sjúkdómnum. Frá árinu 2007 hefur sjóðurinn veitt styrki á hverju ári og hefur á þessum tíma safnað hátt í 70 milljónum sem hafa runnið beint í rannsóknarsjóði íslenskra vísindamanna. Hægt er að fræðast meira um samtökin og leggja þeim lið hér.
Vörurnar eru nú komnar upp í verslun Hildar Yeoman á Skólavörðustíg 22B en allur ágóðinn rennur í sjóð styrktarsamtakanna sem styður grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.
Smart leið til þess að styrkja gott málefni!