Chanel sækir innblástur til Grikklands hins forna Ritstjórn skrifar 3. maí 2017 17:00 Áhorfendur sýningarinnar leið líklegast eins og þau væru í Grikklandi. Myndir/Getty Í gegnum tíðina hefur Karl Lagerfeld farið víða um heim með Resort línu Chanel. Í fyrra varð Kúba fyrir valinu og fyrir það var það Suður Kórea. Að þessu sinni hélt Chanel sig þó við heimavöllinn og setti upp sýninguna í París. Innblásturinn fyrir línuna var þó langt því frá að vera franskur. Línan, sem ber heitið La Modernité de la Antiquité sækir innblástur frá forn grískri menningu. Sýningin fór fram á Grand Palais, sama stað og Chanel byggði upp geimfar í lok febrúar. Heildarútkoman var vægast sagt einstök og skemmtileg. Farið var alla leið með gríska þemað, allt frá fötum og fylgihlutum upp í arkitektúr og uppsetningu. Hér fyrir neðan er hægt að sjá brot af því sem fór fram á sýningunni í morgun. Mest lesið Ashley Graham situr fyrir nakin í V Magazine Glamour Druslugangan 2017: Áhersla á stafrænt kynferðisofbeldi Glamour Pallettan sem allir hafa beðið eftir Glamour Millie Bobby Brown skrifar undir fyrirsætusamning Glamour Hubert de Givenchy deyr 91 árs að aldri Glamour Steldu stílnum hennar Hillary Clinton Glamour H&M nýtir framúrskarandi tækni við umhverfisvæna tísku Glamour Lady Gaga mun leika Donatellu Versace Glamour Sarah Jessica Parker er drottning Met Gala Glamour Best klæddar á Golden Globes 2016 Glamour
Í gegnum tíðina hefur Karl Lagerfeld farið víða um heim með Resort línu Chanel. Í fyrra varð Kúba fyrir valinu og fyrir það var það Suður Kórea. Að þessu sinni hélt Chanel sig þó við heimavöllinn og setti upp sýninguna í París. Innblásturinn fyrir línuna var þó langt því frá að vera franskur. Línan, sem ber heitið La Modernité de la Antiquité sækir innblástur frá forn grískri menningu. Sýningin fór fram á Grand Palais, sama stað og Chanel byggði upp geimfar í lok febrúar. Heildarútkoman var vægast sagt einstök og skemmtileg. Farið var alla leið með gríska þemað, allt frá fötum og fylgihlutum upp í arkitektúr og uppsetningu. Hér fyrir neðan er hægt að sjá brot af því sem fór fram á sýningunni í morgun.
Mest lesið Ashley Graham situr fyrir nakin í V Magazine Glamour Druslugangan 2017: Áhersla á stafrænt kynferðisofbeldi Glamour Pallettan sem allir hafa beðið eftir Glamour Millie Bobby Brown skrifar undir fyrirsætusamning Glamour Hubert de Givenchy deyr 91 árs að aldri Glamour Steldu stílnum hennar Hillary Clinton Glamour H&M nýtir framúrskarandi tækni við umhverfisvæna tísku Glamour Lady Gaga mun leika Donatellu Versace Glamour Sarah Jessica Parker er drottning Met Gala Glamour Best klæddar á Golden Globes 2016 Glamour