Við erum að fagna orðlistinni alla daga Magnús Guðmundsson skrifar 17. maí 2017 12:00 Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg. Visir/Vilhelm Það hefur eflaust ekki farið fram hjá nokkrum manni að Reykjavík er alltaf að verða fjölþjóðlegri borg og bókmenntirnar hafa ekki farið varhluta af þessum breytingum. Í kvöld fer fram skemmtilegur viðburður sem staðfestir þetta en þá lesa fjórir höfundar úr verkum sínum á Kaffislipp á Hótel Reykjavík Marina klukkan 17 til 18 og spjalla við gesti í kjölfarið. Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg, segir að þau komi í raun aðeins að verkefninu sem milliliður en það komi upprunalega frá Finnlandi. „Verkefnið snýst í raun um margtyngda listamenn, skáld og rithöfunda, sem yrkja ýmist ekki á móðurmálinu eða þá á móðurmálinu en inn í það samfélag þar sem þeir búa. Sum eru þau jafnvel að skrifa á báðum tungumálunum þannig að þetta eru nokkuð sérstakar aðstæður. Markmið verkefnisins er þannig fyrst og fremst að vekja athygli á því hvernig er að vera rithöfundur á öðru málsvæði en þínu eigin.“ Höfundurnir fjórir sem ætla að lesa úr verkum sínum í kvöld eru þau Ewa Marcinek, Elías Knörr, Mazen Maarouf og Roxana Crisologo. Lára segir að tengiliður þeirra við verkefnið sé Mazen Maarouf en hann hafi komið til Íslands sem landlaus maður frá Palestínu fyrir tveimur árum. „Hann er fæddur í Líbanon en alinn upp í Palestínu og er núna íslenskur ríkisborgari. Hann er með arabísku að móðurmáli en býr á Íslandi, málsvæði íslenskunnar. Elías Knörr frá Galisíu og Ewa Marcinek frá Póllandi eru einnig búsett á Íslandi og fjórði höfundurinn er Roxana Crisologo sem er upprunalega frá Perú en býr í Finnlandi. Það er því óhætt að segja að bókmenntalífið í Reykjavík sé bæði marglaga og margmála og með þessum viðburði erum að við að vekja athygli á því,“ segir Lára og bætir við að upplestrarnir fari fram á ensku og tungumáli höfunda en áhersla verði á ensku í spjallinu. „Þannig að það má alveg segja að þetta sé svona míní fjöltungumálahátíð. Við erum svona að fagna orðlistinni eins og alltaf en að þessu sinni með því að tefla þessum tungumálum saman. Við tökum þetta svo á næsta plan með því að vera með panel á Borgarbókasafninu á fimmtudaginn. Þar ætla þessir höfundar og fleiri að ræða það hvernig það er að skrifa á öðru tungumáli en talað er í landinu sem þú býrð í. Ræða baráttuna fyrir því að vera sýnilegur og fá rödd við þær aðstæður.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá nokkrum manni að Reykjavík er alltaf að verða fjölþjóðlegri borg og bókmenntirnar hafa ekki farið varhluta af þessum breytingum. Í kvöld fer fram skemmtilegur viðburður sem staðfestir þetta en þá lesa fjórir höfundar úr verkum sínum á Kaffislipp á Hótel Reykjavík Marina klukkan 17 til 18 og spjalla við gesti í kjölfarið. Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg, segir að þau komi í raun aðeins að verkefninu sem milliliður en það komi upprunalega frá Finnlandi. „Verkefnið snýst í raun um margtyngda listamenn, skáld og rithöfunda, sem yrkja ýmist ekki á móðurmálinu eða þá á móðurmálinu en inn í það samfélag þar sem þeir búa. Sum eru þau jafnvel að skrifa á báðum tungumálunum þannig að þetta eru nokkuð sérstakar aðstæður. Markmið verkefnisins er þannig fyrst og fremst að vekja athygli á því hvernig er að vera rithöfundur á öðru málsvæði en þínu eigin.“ Höfundurnir fjórir sem ætla að lesa úr verkum sínum í kvöld eru þau Ewa Marcinek, Elías Knörr, Mazen Maarouf og Roxana Crisologo. Lára segir að tengiliður þeirra við verkefnið sé Mazen Maarouf en hann hafi komið til Íslands sem landlaus maður frá Palestínu fyrir tveimur árum. „Hann er fæddur í Líbanon en alinn upp í Palestínu og er núna íslenskur ríkisborgari. Hann er með arabísku að móðurmáli en býr á Íslandi, málsvæði íslenskunnar. Elías Knörr frá Galisíu og Ewa Marcinek frá Póllandi eru einnig búsett á Íslandi og fjórði höfundurinn er Roxana Crisologo sem er upprunalega frá Perú en býr í Finnlandi. Það er því óhætt að segja að bókmenntalífið í Reykjavík sé bæði marglaga og margmála og með þessum viðburði erum að við að vekja athygli á því,“ segir Lára og bætir við að upplestrarnir fari fram á ensku og tungumáli höfunda en áhersla verði á ensku í spjallinu. „Þannig að það má alveg segja að þetta sé svona míní fjöltungumálahátíð. Við erum svona að fagna orðlistinni eins og alltaf en að þessu sinni með því að tefla þessum tungumálum saman. Við tökum þetta svo á næsta plan með því að vera með panel á Borgarbókasafninu á fimmtudaginn. Þar ætla þessir höfundar og fleiri að ræða það hvernig það er að skrifa á öðru tungumáli en talað er í landinu sem þú býrð í. Ræða baráttuna fyrir því að vera sýnilegur og fá rödd við þær aðstæður.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp