Gagnrýn sýn á menningarpólitík Háskólinn á Bifröst kynnir 13. maí 2017 08:00 Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er ein þeirra er lokið hafa meistaranámi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Meistaranám í menningarstjórnun hefur verið í boði við Háskólann á Bifröst frá árinu 2004. Námið byggir jafnt á fræðilegri og hagnýtri nálgun sem gefur nemendum kost á að vinna með og þróa gagnrýna sýn á menningu og menningarpólitík, um leið og þeir öðlast hagnýta þjálfun sem lýtur að rekstri, stjórnun og skipulagningu. „Meistaranám í menningarstjórnun er góður undirbúningur fyrir starf innan menningar- og menntastofnana, í listum og skapandi greinum og besti vitnisburðurinn um það eru nemendurnir okkar. Það virðist líka vera mikil eftirspurn eftir fólki sem getur tekist á við ótrúlegustu vandamál á skapandi og skilvirkan hátt, enda þarf samfélagið einfaldlega á slíkum mannskap að halda,“ segir Njörður Sigurjónsson, dósent í menningarstjórnun. Njörður segir flesta nemendur hafa mikla reynslu af vinnumarkaði þegar þeir hefja nám. Þeir hafi því tekist á við margvísleg verkefni sem stjórnendur og sérfræðingar en vilji bæta við sig hagnýtu námi til að dýpka skilning sinn á sviðinu. „Við erum stolt af nemendunum okkar sem lokið hafa námi hjá okkur í gegnum árin og allra skemmtilegast er að hitta útskrifaða nemendur í skapandi og skemmtilegum stjórnunarstörfum út um allan bæ,“ segir Njörður.Almenningsbókasöfn eru menningarstofnanir með stóru emmi, afar mikilvægt almannarými í samfélögum nútímans, segir Pálína Magnúsdóttir, borgarbókavörður Reykjavíkurborgar.Mynd/Dagur GunnarssonNámið nýtist í daglegum störfumPálína Magnúsdóttir, borgarbókavörður Reykjavíkurborgar, lauk meistaranámi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2008. Pálína, sem er með BA í bókasafns- og upplýsingafræði fyrir og starfaði á almenningsbókasafni frá útskrift, segir námið hafa nýst sér mjög vel. „Námið hefur sérstaklega nýst vel við stefnumótunarvinnu og framtíðarsýn fyrir Borgarbókasafnið, sem er stór hluti af starfi mínu sem borgarbókavörður. Mannauðshluti námsins, þ.e. það sem snýr að stjórnun mannauðs, hefur einnig verið afar gagnlegur og viðskiptatengingin sem var þá og er mjög sterk í náminu hefur nýst feikivel. Í heild hefur námið nýst mér á margvíslegan hátt í daglegum störfum sem stjórnandi stærstu og mest sóttu menningarstofnunar Reykjavíkurborgar,“ segir Pálína.Dvöl á Bifröst dásamleg upplifun „Ég valdi meistaranám í menningarstjórnun því það hentaði vel inn í það starf sem ég hef gegnt frá því ég var 28 ára, að vera forstöðumaður bókasafns. Ég taldi ekki að framhaldsnám í mínu fagi hentaði mér sem stjórnanda og tók því ákvörðun um að sækja um þetta nám þegar ég sá það auglýst. Valið stóð um að fara í opinbera stjórnsýslu eða þetta og ég valdi menningarstjórnunina kannski vegna þess að mér fannst og finnst enn menningarfræðin afar spennandi. Námið sjálft reyndist það líka enda hitti ég fyrir á Bifröst ólíkan hóp fólks sem lagði stund á þetta nám og kynntist ótrúlega skemmtilegu fólki sem ég er svo að hitta fyrir á ný í gegnum starf mitt sem borgarbókavörður,“ segir Pálína. Aðspurð um upplifun sína af náminu segir Pálína fyrirlestrana almennt hafa verið afar fræðandi og skemmtilega og að fimm vikna dvöl á Bifröst tvö sumur í röð hafi verið dásamleg upplifun sem staðið hafi algerlega undir væntingum. „Hópavinna hentar mér mjög vel og virkaði ágætlega í náminu og vinnuhelgarnar að vetri sömuleiðis,“ segir Pálína.Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir.Deildarforseti nemur við hinn virta Oxford-háskólaDr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, forseti félagsvísindadeildar við Háskólann á Bifröst, hlaut styrk til eins árs rannsóknarstarfa við Oxford-háskóla skólaárið 2016-2017. Um er að ræða styrk (individual fellowship) úr Marie Sklodowska-Curie áætlun Evrópusambandsins og starfar Sigrún Lilja við tónlistardeildháskólans. Rannsóknarverkefni hennar snýr aðallega að tónlistarhefð og tónlistarstarfi innan veggja háskólans með sérstakri áherslu á sögu, hefðir og menningarpólitísk álitamál. „Þrátt fyrir aukinn sýnileika kvenna hafa þær enn þann dag í dag ekki sömu tækifæri og karlmenn hvað varðar aðgengi að tónlistarþjálfun og tækifærum til að syngja opinberlega við messur og athafnir. Jafnframt er ansi margt sem gefur til kynna að nemendahópur sá sem hefur kost á því að fá svokallaða kórstyrki (choral scholarships) sé ansi einsleitur hópur nemenda úr einkaskólum,“ segir Sigrún Lilja Einarsdóttir um helstu niðurstöður rannsóknar sinnar hingað til.Agnar Jón Egilsson, MA í menningarstjórnun, leikari og leikstjóriUmsagnir nemenda „Þó að hluti af mínu námi hafi verið í fjarnámi þá upplifði ég mig aldrei sem kennnitölu heldur alltaf sem einstakling sem var að takast á við námsefnið. Það var mér mjög mikilvægt og skapaði traust sem gerði það m.a. að verkum að maður lærði að vinna í hóp þar sem allir eru á jafnaðargrundvelli.“Agnar Jón Egilsson, MA í menningarstjórnun, leikari og leikstjóri Anna Leif Elídóttir, MA í menningarstjórnun, listakona og verkefnastjóri„Námið í menningarstjórnun nýtist vel í alls konar verkefni bæði hvað varðar t.a.m. markaðssetningu og í ýmis konar samstarfi. Upplifun af náminu var sú að það var mjög vel skipulagt og gaman að kynnast fólki sem kom úr ólíkum greinum atvinnulífsins og gat miðlað þaðan sinni reynslu og kennt öðrum.“Anna Leif Elídóttir, MA í menningarstjórnun, listakona og verkefnastjóriGreinin birtist fyrst í sérblaði um Meistaranám á Bifröst þann 4. maí 2017. Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Meistaranám í menningarstjórnun hefur verið í boði við Háskólann á Bifröst frá árinu 2004. Námið byggir jafnt á fræðilegri og hagnýtri nálgun sem gefur nemendum kost á að vinna með og þróa gagnrýna sýn á menningu og menningarpólitík, um leið og þeir öðlast hagnýta þjálfun sem lýtur að rekstri, stjórnun og skipulagningu. „Meistaranám í menningarstjórnun er góður undirbúningur fyrir starf innan menningar- og menntastofnana, í listum og skapandi greinum og besti vitnisburðurinn um það eru nemendurnir okkar. Það virðist líka vera mikil eftirspurn eftir fólki sem getur tekist á við ótrúlegustu vandamál á skapandi og skilvirkan hátt, enda þarf samfélagið einfaldlega á slíkum mannskap að halda,“ segir Njörður Sigurjónsson, dósent í menningarstjórnun. Njörður segir flesta nemendur hafa mikla reynslu af vinnumarkaði þegar þeir hefja nám. Þeir hafi því tekist á við margvísleg verkefni sem stjórnendur og sérfræðingar en vilji bæta við sig hagnýtu námi til að dýpka skilning sinn á sviðinu. „Við erum stolt af nemendunum okkar sem lokið hafa námi hjá okkur í gegnum árin og allra skemmtilegast er að hitta útskrifaða nemendur í skapandi og skemmtilegum stjórnunarstörfum út um allan bæ,“ segir Njörður.Almenningsbókasöfn eru menningarstofnanir með stóru emmi, afar mikilvægt almannarými í samfélögum nútímans, segir Pálína Magnúsdóttir, borgarbókavörður Reykjavíkurborgar.Mynd/Dagur GunnarssonNámið nýtist í daglegum störfumPálína Magnúsdóttir, borgarbókavörður Reykjavíkurborgar, lauk meistaranámi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2008. Pálína, sem er með BA í bókasafns- og upplýsingafræði fyrir og starfaði á almenningsbókasafni frá útskrift, segir námið hafa nýst sér mjög vel. „Námið hefur sérstaklega nýst vel við stefnumótunarvinnu og framtíðarsýn fyrir Borgarbókasafnið, sem er stór hluti af starfi mínu sem borgarbókavörður. Mannauðshluti námsins, þ.e. það sem snýr að stjórnun mannauðs, hefur einnig verið afar gagnlegur og viðskiptatengingin sem var þá og er mjög sterk í náminu hefur nýst feikivel. Í heild hefur námið nýst mér á margvíslegan hátt í daglegum störfum sem stjórnandi stærstu og mest sóttu menningarstofnunar Reykjavíkurborgar,“ segir Pálína.Dvöl á Bifröst dásamleg upplifun „Ég valdi meistaranám í menningarstjórnun því það hentaði vel inn í það starf sem ég hef gegnt frá því ég var 28 ára, að vera forstöðumaður bókasafns. Ég taldi ekki að framhaldsnám í mínu fagi hentaði mér sem stjórnanda og tók því ákvörðun um að sækja um þetta nám þegar ég sá það auglýst. Valið stóð um að fara í opinbera stjórnsýslu eða þetta og ég valdi menningarstjórnunina kannski vegna þess að mér fannst og finnst enn menningarfræðin afar spennandi. Námið sjálft reyndist það líka enda hitti ég fyrir á Bifröst ólíkan hóp fólks sem lagði stund á þetta nám og kynntist ótrúlega skemmtilegu fólki sem ég er svo að hitta fyrir á ný í gegnum starf mitt sem borgarbókavörður,“ segir Pálína. Aðspurð um upplifun sína af náminu segir Pálína fyrirlestrana almennt hafa verið afar fræðandi og skemmtilega og að fimm vikna dvöl á Bifröst tvö sumur í röð hafi verið dásamleg upplifun sem staðið hafi algerlega undir væntingum. „Hópavinna hentar mér mjög vel og virkaði ágætlega í náminu og vinnuhelgarnar að vetri sömuleiðis,“ segir Pálína.Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir.Deildarforseti nemur við hinn virta Oxford-háskólaDr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, forseti félagsvísindadeildar við Háskólann á Bifröst, hlaut styrk til eins árs rannsóknarstarfa við Oxford-háskóla skólaárið 2016-2017. Um er að ræða styrk (individual fellowship) úr Marie Sklodowska-Curie áætlun Evrópusambandsins og starfar Sigrún Lilja við tónlistardeildháskólans. Rannsóknarverkefni hennar snýr aðallega að tónlistarhefð og tónlistarstarfi innan veggja háskólans með sérstakri áherslu á sögu, hefðir og menningarpólitísk álitamál. „Þrátt fyrir aukinn sýnileika kvenna hafa þær enn þann dag í dag ekki sömu tækifæri og karlmenn hvað varðar aðgengi að tónlistarþjálfun og tækifærum til að syngja opinberlega við messur og athafnir. Jafnframt er ansi margt sem gefur til kynna að nemendahópur sá sem hefur kost á því að fá svokallaða kórstyrki (choral scholarships) sé ansi einsleitur hópur nemenda úr einkaskólum,“ segir Sigrún Lilja Einarsdóttir um helstu niðurstöður rannsóknar sinnar hingað til.Agnar Jón Egilsson, MA í menningarstjórnun, leikari og leikstjóriUmsagnir nemenda „Þó að hluti af mínu námi hafi verið í fjarnámi þá upplifði ég mig aldrei sem kennnitölu heldur alltaf sem einstakling sem var að takast á við námsefnið. Það var mér mjög mikilvægt og skapaði traust sem gerði það m.a. að verkum að maður lærði að vinna í hóp þar sem allir eru á jafnaðargrundvelli.“Agnar Jón Egilsson, MA í menningarstjórnun, leikari og leikstjóri Anna Leif Elídóttir, MA í menningarstjórnun, listakona og verkefnastjóri„Námið í menningarstjórnun nýtist vel í alls konar verkefni bæði hvað varðar t.a.m. markaðssetningu og í ýmis konar samstarfi. Upplifun af náminu var sú að það var mjög vel skipulagt og gaman að kynnast fólki sem kom úr ólíkum greinum atvinnulífsins og gat miðlað þaðan sinni reynslu og kennt öðrum.“Anna Leif Elídóttir, MA í menningarstjórnun, listakona og verkefnastjóriGreinin birtist fyrst í sérblaði um Meistaranám á Bifröst þann 4. maí 2017.
Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira