Stormasamur gærdagur fyrir leiðtoga Verkamannaflokksins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. maí 2017 07:00 Jeremy Corbyn er hann svaraði spurningum blaðamanna í gær. Nordicphotos/AFP Uppkast að stefnuskrá Verkamannaflokksins í Bretlandi fyrir þingkosningar júnímánaðar lak á netið í gær. Á meðal stefnumála flokksins er að þjóðnýta lestakerfi landsins og endurnýja kjarnorkuvopnabúrið. Í viðtölum við blaðamenn í gær neitaði formaður flokksins, Jeremy Corbyn, að svara spurningum um stefnumál flokksins. Sagði hann að það yrði að bíða þangað til stefnuskráin yrði formlega birt. „Við höfum nýlega samþykkt innihald stefnuskrárinnar einróma,“ sagði Corbyn þó og bætti við: „Ég trúi því að stefnumálin séu eitthvað sem meirihluti Breta er sammála um. Við munum bjóða valkost sem mun breyta lífi margra í samfélaginu.“ Corbyn tilkynnti enn fremur að flokkurinn myndi nú rannsaka hvernig stefnuskránni hafi verið lekið. Þeirri rannsókn myndi þó ekki ljúka fyrr en að kosningum loknum. Um áttatíu háttsettir meðlimir flokksins funduðu í gær til að leggja lokahönd á stefnuskrána eftir að henni var lekið. Sagði þingfréttamaður BBC að samkvæmt hennar heimildum hefðu litlar breytingar verið gerðar á fundinum. Á meðal stefnumála flokksins fyrir kosningarnar er að auka áhrif verkalýðsfélaga í landinu, hækka skatta á þá tekjuhæstu til að fá meira fjármagn inn í heilbrigðiskerfið, byggja 100.000 félagslegar íbúðir á ári hið minnsta og þjóðnýta bæði póst- og lestakerfi landsins. Því er einnig lofað að enginn þurfi að greiða meira en þúsund pund á ári fyrir rafmagn og hita, að lækka kosningaaldur í sextán ár og að endurnýja kjarnorkuvopnabúr landsins. Sjálfur hefur Corbyn þó sagst andvígur slíkum vopnum. Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, nýtti tækifærið í gær og skaut á höfuðandstæðinginn. Sagði May að lekinn sýndi hvers lags óreiða væri í vændum ef Verkamannaflokkurinn væri í ríkisstjórn. „Ef þú lítur á stefnuskrá þeirra í heild þá sérðu að flokkurinn er að lofa því að færa Bretland aftur til fortíðar. Ég hef hins vegar áhuga á því að takast á við þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir og leiða okkur inn í betri framtíð,“ sagði May. Þá var Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, einnig harðorður í garð Verkamannaflokksins. „Það skiptir engu máli hvort henni var lekið eða ekki. Stefnuskráin hætti að skipta máli þegar Corbyn tók höndum saman við UKIP og Theresu May og greiddi atkvæði með því að virkja fimmtugustu grein Lissabonsáttmálans,“ sagði Farron og vísaði til væntanlegrar útgöngu úr ESB. Leki stefnuskrárinnar var þó ekki eina áfallið sem Corbyn lenti í í gær. Bílstjóri hans lenti nefnilega í því óhappi að aka yfir fót Giles Wooltorton, myndatökumanns BBC. Wooltorton meiddist lítillega við yfirkeyrsluna. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Uppkast að stefnuskrá Verkamannaflokksins í Bretlandi fyrir þingkosningar júnímánaðar lak á netið í gær. Á meðal stefnumála flokksins er að þjóðnýta lestakerfi landsins og endurnýja kjarnorkuvopnabúrið. Í viðtölum við blaðamenn í gær neitaði formaður flokksins, Jeremy Corbyn, að svara spurningum um stefnumál flokksins. Sagði hann að það yrði að bíða þangað til stefnuskráin yrði formlega birt. „Við höfum nýlega samþykkt innihald stefnuskrárinnar einróma,“ sagði Corbyn þó og bætti við: „Ég trúi því að stefnumálin séu eitthvað sem meirihluti Breta er sammála um. Við munum bjóða valkost sem mun breyta lífi margra í samfélaginu.“ Corbyn tilkynnti enn fremur að flokkurinn myndi nú rannsaka hvernig stefnuskránni hafi verið lekið. Þeirri rannsókn myndi þó ekki ljúka fyrr en að kosningum loknum. Um áttatíu háttsettir meðlimir flokksins funduðu í gær til að leggja lokahönd á stefnuskrána eftir að henni var lekið. Sagði þingfréttamaður BBC að samkvæmt hennar heimildum hefðu litlar breytingar verið gerðar á fundinum. Á meðal stefnumála flokksins fyrir kosningarnar er að auka áhrif verkalýðsfélaga í landinu, hækka skatta á þá tekjuhæstu til að fá meira fjármagn inn í heilbrigðiskerfið, byggja 100.000 félagslegar íbúðir á ári hið minnsta og þjóðnýta bæði póst- og lestakerfi landsins. Því er einnig lofað að enginn þurfi að greiða meira en þúsund pund á ári fyrir rafmagn og hita, að lækka kosningaaldur í sextán ár og að endurnýja kjarnorkuvopnabúr landsins. Sjálfur hefur Corbyn þó sagst andvígur slíkum vopnum. Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, nýtti tækifærið í gær og skaut á höfuðandstæðinginn. Sagði May að lekinn sýndi hvers lags óreiða væri í vændum ef Verkamannaflokkurinn væri í ríkisstjórn. „Ef þú lítur á stefnuskrá þeirra í heild þá sérðu að flokkurinn er að lofa því að færa Bretland aftur til fortíðar. Ég hef hins vegar áhuga á því að takast á við þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir og leiða okkur inn í betri framtíð,“ sagði May. Þá var Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, einnig harðorður í garð Verkamannaflokksins. „Það skiptir engu máli hvort henni var lekið eða ekki. Stefnuskráin hætti að skipta máli þegar Corbyn tók höndum saman við UKIP og Theresu May og greiddi atkvæði með því að virkja fimmtugustu grein Lissabonsáttmálans,“ sagði Farron og vísaði til væntanlegrar útgöngu úr ESB. Leki stefnuskrárinnar var þó ekki eina áfallið sem Corbyn lenti í í gær. Bílstjóri hans lenti nefnilega í því óhappi að aka yfir fót Giles Wooltorton, myndatökumanns BBC. Wooltorton meiddist lítillega við yfirkeyrsluna.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira