Mun meiri síld fyrir austan en sést hefur undanfarin ár Svavar Hávarðsson skrifar 29. maí 2017 09:00 Ekkert ber á makríl enn þá – segir ekkert um göngur hans sýnir reynslan. Fréttablaðið/Óskar Bráðabirgðaniðurstöður frá íslenska hluta fjölþjóðlegs rannsóknarleiðangurs sýna mun meiri útbreiðslu og magn af norsk-íslenskri síld innan landhelginnar austur af Íslandi en verið hefur undanfarin vor. Síldin er því fyrr á ferðinni en áður og er gengin vestar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun, en í síðustu viku lauk tæplega þriggja vikna löngum leiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar sem hafði það meginmarkmið að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og kolmunna austur og norðaustur af landinu. Þessi árlegi leiðangur í norðaustanvert Atlantshaf í maí var nú farinn 23. árið í röð og taka þátt í honum, auk Íslendinga, rannsóknaskip frá Noregi, Færeyjum, Danmörku og Rússlandi. Niðurstöður hans eru meðal annars nýttar við stofnmat á norsk-íslenskri síld innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og við vöktun á langtímabreytingum vistkerfisins og ástandi hafsins. Sameiginleg úrvinnsla á leiðangursgögnum skipanna fimm mun fara fram á næstu vikum og verða niðurstöður kynntar og notaðar á fundi ICES í lok ágúst þar sem vinna við stofnstærðarmat og ráðgjöf þessara uppsjávarfiskistofna fer fram. Í íslenska hluta leiðangursins fannst nær eingöngu eldri hluti stofnsins, einkum 12 og 13 ára gömul síld, sem hefur verið uppistaðan í veiði undanfarinna ára. Austar í hafinu, undan ströndum Noregs, hafa önnur rannsóknarskip fundið yngri síld. Á Íslands-Færeyjahryggnum varð vart við kolmunna svo og í hlýsjónum suðaustur af Jan Mayen. Þéttleikinn var að öllu jöfnu lítill. Nær ekkert varð vart við makríl í leiðangrinum í ár en á undanförnum árum hafa einungis fáeinir fiskar fengist í einstaka togum milli Íslands og Færeyja. Þessar niðurstöður gefa því ekki tilefni til að álykta eitthvað um makrílgengd inn á íslensk hafsvæði í sumar, segir í tilkynningunni. Sjávarútvegur Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Bráðabirgðaniðurstöður frá íslenska hluta fjölþjóðlegs rannsóknarleiðangurs sýna mun meiri útbreiðslu og magn af norsk-íslenskri síld innan landhelginnar austur af Íslandi en verið hefur undanfarin vor. Síldin er því fyrr á ferðinni en áður og er gengin vestar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun, en í síðustu viku lauk tæplega þriggja vikna löngum leiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar sem hafði það meginmarkmið að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og kolmunna austur og norðaustur af landinu. Þessi árlegi leiðangur í norðaustanvert Atlantshaf í maí var nú farinn 23. árið í röð og taka þátt í honum, auk Íslendinga, rannsóknaskip frá Noregi, Færeyjum, Danmörku og Rússlandi. Niðurstöður hans eru meðal annars nýttar við stofnmat á norsk-íslenskri síld innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og við vöktun á langtímabreytingum vistkerfisins og ástandi hafsins. Sameiginleg úrvinnsla á leiðangursgögnum skipanna fimm mun fara fram á næstu vikum og verða niðurstöður kynntar og notaðar á fundi ICES í lok ágúst þar sem vinna við stofnstærðarmat og ráðgjöf þessara uppsjávarfiskistofna fer fram. Í íslenska hluta leiðangursins fannst nær eingöngu eldri hluti stofnsins, einkum 12 og 13 ára gömul síld, sem hefur verið uppistaðan í veiði undanfarinna ára. Austar í hafinu, undan ströndum Noregs, hafa önnur rannsóknarskip fundið yngri síld. Á Íslands-Færeyjahryggnum varð vart við kolmunna svo og í hlýsjónum suðaustur af Jan Mayen. Þéttleikinn var að öllu jöfnu lítill. Nær ekkert varð vart við makríl í leiðangrinum í ár en á undanförnum árum hafa einungis fáeinir fiskar fengist í einstaka togum milli Íslands og Færeyja. Þessar niðurstöður gefa því ekki tilefni til að álykta eitthvað um makrílgengd inn á íslensk hafsvæði í sumar, segir í tilkynningunni.
Sjávarútvegur Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira