Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2017 13:36 Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson um ákvörðun Flugfélags Íslands. Vísir „Mér finnst þetta frekar hallærislegt,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, um ákvörðun Flugfélags Íslands að skipta um nafn á fyrirtækinu. Hafði félagið bæði notast við Air Iceland og Flugfélag Íslands en hefur nú ákveðið að hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. Ástæður fyrir nafnbreytingunni eru nokkrar að því er segir í tilkynningu frá flugfélaginu. Aukin umsvif á erlendum mörkuðum, fjölgun erlendra ferðamanna sem nýta sér þjónustu flugfélagsins og aukið samstarf við Icelandair. Eiríkur segist hafa skilið á sínum tíma þegar Flugleiðir breyttu nafni sínu í Icelandair vegna markaðssetningar erlendis.„Mér finnst öðru máli skipta um innanlands flugfélag,“ segir Eiríkur og vill meina að það sé ákveðin uppgjöf gagnvart íslenskunni að hætta að notast við nafnið Flugfélag Íslands. „Mér finnst það. Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins. Það getur vel verið að það sé aukakostnaður og flækjur að hafa íslenskuna með. En það hefur alltaf legið fyrir að það kostar eitthvað að vera með sérstakt tungumál fyrir 330 þúsund manns, eins og það kostar að hafa sérstakan gjaldmiðil. Þetta er bara spurning hvað við viljum leggja á okkur.“ Eiríkur er meðvitaður um það að vissulega sé þetta að einhverju leyti smáatriði, eins og þegar hann kvartaði undan sýningunni Amazing Home Show, vöru- og þjónustusýningu sem var haldin í Laugardalshöll um liðna helgi. „Þetta eru smáatriði í sjálfu sér en leiðir til að við verðum ónæmari fyrir enskunni og hún síast meira og meira í umhverfið og það veikir ónæmiskerfi íslenskunnar. Hún verður veikari fyrir og við hættum að kippa okkur upp við þetta og á endanum verðum við komin með ensku alls staðar og þá er íslenskan sjálfdauð í raun og veru.“Í kjölfar ákvörðunar Flugfélags Íslands grínaðist Eiríkur með það að skipta hreinlega sjálfur um nafn: Fréttir af flugi Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Flugfélag Íslands skiptir um nafn Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn, Air Iceland Connect. Mun flugfélagið, sem hefur hingað til heitið Air Iceland á ensku, hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. 24. maí 2017 10:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Mér finnst þetta frekar hallærislegt,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, um ákvörðun Flugfélags Íslands að skipta um nafn á fyrirtækinu. Hafði félagið bæði notast við Air Iceland og Flugfélag Íslands en hefur nú ákveðið að hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. Ástæður fyrir nafnbreytingunni eru nokkrar að því er segir í tilkynningu frá flugfélaginu. Aukin umsvif á erlendum mörkuðum, fjölgun erlendra ferðamanna sem nýta sér þjónustu flugfélagsins og aukið samstarf við Icelandair. Eiríkur segist hafa skilið á sínum tíma þegar Flugleiðir breyttu nafni sínu í Icelandair vegna markaðssetningar erlendis.„Mér finnst öðru máli skipta um innanlands flugfélag,“ segir Eiríkur og vill meina að það sé ákveðin uppgjöf gagnvart íslenskunni að hætta að notast við nafnið Flugfélag Íslands. „Mér finnst það. Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins. Það getur vel verið að það sé aukakostnaður og flækjur að hafa íslenskuna með. En það hefur alltaf legið fyrir að það kostar eitthvað að vera með sérstakt tungumál fyrir 330 þúsund manns, eins og það kostar að hafa sérstakan gjaldmiðil. Þetta er bara spurning hvað við viljum leggja á okkur.“ Eiríkur er meðvitaður um það að vissulega sé þetta að einhverju leyti smáatriði, eins og þegar hann kvartaði undan sýningunni Amazing Home Show, vöru- og þjónustusýningu sem var haldin í Laugardalshöll um liðna helgi. „Þetta eru smáatriði í sjálfu sér en leiðir til að við verðum ónæmari fyrir enskunni og hún síast meira og meira í umhverfið og það veikir ónæmiskerfi íslenskunnar. Hún verður veikari fyrir og við hættum að kippa okkur upp við þetta og á endanum verðum við komin með ensku alls staðar og þá er íslenskan sjálfdauð í raun og veru.“Í kjölfar ákvörðunar Flugfélags Íslands grínaðist Eiríkur með það að skipta hreinlega sjálfur um nafn:
Fréttir af flugi Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Flugfélag Íslands skiptir um nafn Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn, Air Iceland Connect. Mun flugfélagið, sem hefur hingað til heitið Air Iceland á ensku, hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. 24. maí 2017 10:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Flugfélag Íslands skiptir um nafn Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn, Air Iceland Connect. Mun flugfélagið, sem hefur hingað til heitið Air Iceland á ensku, hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. 24. maí 2017 10:15