Börn hans sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem segir að Moore hafi dáið í Sviss eftir skamma en hugrakka baráttu við krabbamein.
Samkvæmt IMDB mun Moore hafa leikið í 92 kvikmyndum, þáttum og fleiru allt frá 1945 til ársins 2016. Hann lék James Bond alls sjö sinnum á árunum 1973 til 1985.
„Þakka þér pabbi fyrir að vera þú, og að vera svo mörgum mikilvægur,“ segja börnin hans í tilkynningunni sem sjá má hér að neðan.
With the heaviest of hearts, we must share the awful news that our father, Sir Roger Moore, passed away today. We are all devastated. pic.twitter.com/6dhiA6dnVg
— Sir Roger Moore (@sirrogermoore) May 23, 2017