Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2017 00:00 Linda Björk og Margrét María voru á tónleikunum í kvöld. Vísir/Facebook/AFP Linda Hafþórsdóttir var stödd á tónleikum Ariönu Grande í Manchester nú í kvöld, ásamt Margréti Maríu, 11 ára dóttur sinni. Þær eru búsettar í Edinborg en gerðu sér ferð til Manchester til þess að vera á tónleikum Ariönu Grande. Eins og fram hefur komið eru nítján látnir og að minnsta kosti fimmtíu særðir eftir sprengjuárás við tónleikahöllina eftir tónleikana.Setti Íslandsmet í spretthlaupiÍ samtali við Vísi segir Linda að hún hafi hins vegar verið ein af þeim fáu sem ákvað að yfirgefa höllina sjálfa áður en að lokalagið kláraðist. „Við vorum að labba út úr tónleikasalnum og vorum komnar þar sem miðasalan er og útgönguleiðin til Victoria station er.“ „Fyrr um daginn höfðum við komið inn í gegn um Victoria station og dóttir mín segir við mig hvort að við ættum ekki að fara aftur sömu leið. En það var eitthvað sem að sagði mér að það væri ekki sniðugt. Í því sem við snúum við kemur sprengingin. Ég hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell. Mig sundlaði og hausinn á mér var að springa. Það kom reykur og það eina sem ég hugsaði um var að grípa í höndina á henni og ég sver að ég setti Íslandsmet í spretthlaupi þarna. “ Hún segist prísa sig sæla yfir því að hafa yfirgefið tónleikahöllina áður en að tónleikarnir kláruðust en þannig sluppu þær mæðgur við mesta troðninginn.Sögðust hafa heyrt byssuskotLinda segir að hún hafi hlaupið með dóttur sína á nærliggjandi krá, þar sem þær mæðgur hringdu á leigubíl. „Tónleikarnir bara rétt voru að klárast, en það var alveg slatti af fólki. Ég dró dóttur mína yfir stigahandrið og ég leit aldrei til baka. Ég bara hljóp af augum þangað til ég fann einhvern ógeðslegan pöbb og lét hringja á leigubíl.“ „Af því að við vorum svo snöggar vorum við örugglega með þeim síðustu sem gátu yfirgefið svæðið í bíl, þar sem að nú er búið að loka öllu.“ Linda segir að þegar þær hafi beðið eftir leigubílnum hafi aðrir tónleikagestir hlaupið fram hjá þeim og sagt þeim að þeir hefðu séð blóðuga tónleikagesti og heyrt byssuskot. „Þess vegna hlupum við aftur inn á pöbbinn og biðum. Dóttir mín grét og grét og sagðist ekki vilja fara aftur heim til Edinborgar heldur heim til Íslands.“„Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman“Linda segir að líðanin núna sé hræðileg. Hún geti ekki hætt að skjálfa. „Það sem átti að vera gleðiferð okkar saman hefur breyst í það að við ætlum að vera upp á hótelherbergi á morgun þangað til lestarnar fara að ganga, annars verður bara maðurinn að keyra frá Edinborg og koma að sækja okkur.“ „Sú stutta róaðist loksins þegar við komum heim. Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman, sem hún gerir aldrei. Svo gafst hún bara upp og lognaðist út í fanginu á mér, enda algjörlega búin á því.“ „Þetta er eitthvað sem maður hugsar um að maður lendi aldrei í sjálfur, enda frá Íslandi. Þessir tónleikar voru enda stútfullir af börnum, enda gífurlega vinsæl tónlist.“ Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Sjá meira
Linda Hafþórsdóttir var stödd á tónleikum Ariönu Grande í Manchester nú í kvöld, ásamt Margréti Maríu, 11 ára dóttur sinni. Þær eru búsettar í Edinborg en gerðu sér ferð til Manchester til þess að vera á tónleikum Ariönu Grande. Eins og fram hefur komið eru nítján látnir og að minnsta kosti fimmtíu særðir eftir sprengjuárás við tónleikahöllina eftir tónleikana.Setti Íslandsmet í spretthlaupiÍ samtali við Vísi segir Linda að hún hafi hins vegar verið ein af þeim fáu sem ákvað að yfirgefa höllina sjálfa áður en að lokalagið kláraðist. „Við vorum að labba út úr tónleikasalnum og vorum komnar þar sem miðasalan er og útgönguleiðin til Victoria station er.“ „Fyrr um daginn höfðum við komið inn í gegn um Victoria station og dóttir mín segir við mig hvort að við ættum ekki að fara aftur sömu leið. En það var eitthvað sem að sagði mér að það væri ekki sniðugt. Í því sem við snúum við kemur sprengingin. Ég hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell. Mig sundlaði og hausinn á mér var að springa. Það kom reykur og það eina sem ég hugsaði um var að grípa í höndina á henni og ég sver að ég setti Íslandsmet í spretthlaupi þarna. “ Hún segist prísa sig sæla yfir því að hafa yfirgefið tónleikahöllina áður en að tónleikarnir kláruðust en þannig sluppu þær mæðgur við mesta troðninginn.Sögðust hafa heyrt byssuskotLinda segir að hún hafi hlaupið með dóttur sína á nærliggjandi krá, þar sem þær mæðgur hringdu á leigubíl. „Tónleikarnir bara rétt voru að klárast, en það var alveg slatti af fólki. Ég dró dóttur mína yfir stigahandrið og ég leit aldrei til baka. Ég bara hljóp af augum þangað til ég fann einhvern ógeðslegan pöbb og lét hringja á leigubíl.“ „Af því að við vorum svo snöggar vorum við örugglega með þeim síðustu sem gátu yfirgefið svæðið í bíl, þar sem að nú er búið að loka öllu.“ Linda segir að þegar þær hafi beðið eftir leigubílnum hafi aðrir tónleikagestir hlaupið fram hjá þeim og sagt þeim að þeir hefðu séð blóðuga tónleikagesti og heyrt byssuskot. „Þess vegna hlupum við aftur inn á pöbbinn og biðum. Dóttir mín grét og grét og sagðist ekki vilja fara aftur heim til Edinborgar heldur heim til Íslands.“„Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman“Linda segir að líðanin núna sé hræðileg. Hún geti ekki hætt að skjálfa. „Það sem átti að vera gleðiferð okkar saman hefur breyst í það að við ætlum að vera upp á hótelherbergi á morgun þangað til lestarnar fara að ganga, annars verður bara maðurinn að keyra frá Edinborg og koma að sækja okkur.“ „Sú stutta róaðist loksins þegar við komum heim. Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman, sem hún gerir aldrei. Svo gafst hún bara upp og lognaðist út í fanginu á mér, enda algjörlega búin á því.“ „Þetta er eitthvað sem maður hugsar um að maður lendi aldrei í sjálfur, enda frá Íslandi. Þessir tónleikar voru enda stútfullir af börnum, enda gífurlega vinsæl tónlist.“
Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Sjá meira