Hvað er Borgarlína? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 30. maí 2017 07:00 Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. Með því móti skapast tækifæri til að veita betri þjónustu og almenningssamgöngur verða samkeppnishæfari við einkabílinn. Borgarlínan gæti verið á teinum sem léttlést (LRT) en einnig á hjólum eins og hefðbundinn strætisvagn (BRT). Sjálf hallast ég að því að síðarnefnda lausnin sé raunhæfari enda kostnaður mun minni við slíka uppbyggingu og ólíklegt að farþegagrunnur okkar verði það mikill á næsta áratug að ástæða sé til að ráðast í léttlest. Öflugar almenningssamgöngur eru hornsteinn nýsamþykkts svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Búast má við að fram til ársins 2040 muni íbúum á svæðinu fjölga um 70.000, það samsvarar íbúafjölda Hafnarfjarðar, Kópavogs og Mosfellsbæjar í dag. Ef tekið væri á móti slíkum fjölda íbúa með sama hætti og gert var á árunum 1985 til 2012 þegar íbúum svæðisins fjölgaði um hátt í 70.000 væri byggðin að þenjast enn meira út á við og þannig myndu vegalengdir milli staða aukast mikið, sem aftur kallar á mikla fjárfestingu í stofnvegum og öðrum samgöngumannvirkjum. Þrátt fyrir að farið yrði í slíkar fjárfestingar myndu umferðartafir samt sem áður aukast umtalsvert og ferðatími íbúa aukast um 25 prósent, samkvæmt greiningum umferðarsérfræðinga.Af hverju Borgarlínu? Vegna þess að við viljum bjóða upp á meiri lífsgæði en svo að íbúar þurfi að sitja fastir í umferðarteppu og við viljum að íbúar hafi raunhæfan valkost um ferðamáta, einkabíl, almenningssamgöngur, hjólreiðar eða að ganga. Einnig viljum við draga úr mengun og dýrum fjárfestingum í stofnvegum. Umferðarspár benda til þess að ómögulegt er að uppfylla ferðaþarfir fólks til framtíðar eingöngu með uppbyggingu hefðbundinna umferðarmannvirkja. Það sýna rannsóknir og reynslan bæði hérlendis og erlendis. Staðan er einfaldlega sú að óbreytt byggðamynstur og ferðavenjur eru slæmur valkostur. Sérfræðingar voru fengnir til þess að meta kostnað og hagkvæmni mismunandi leiða. Byggt var á niðurstöðum úr umferðarspám og áætlaður var stofn- og rekstrarkostnaður stofnkerfa bílaumferðar og almenningssamganga. Niðurstöðurnar voru afgerandi, skipulagsyfirvöld eiga að leggja áherslu á skynsamlega landnýtingu og eflingu almenningssamgangna. Þessar niðurstöður komu í raun ekki á óvart miðað við það sem við þekkjum erlendis frá, en alls staðar eru borgar- og bæjaryfirvöld að stuðla að skynsamlegri nýtingu lands og breyttum ferðavenjum í þágu fjölbreyttari valkosta og minni umferðartafa. Í svæðisskipulaginu var sett það markmið að fólksfjölgun skyldi mætt án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. Þá má spyrja sig: er ekki bara hægt að bæta núverandi strætókerfi og sleppa við þessa miklu fjárfestingu sem Borgarlínan er. Svarið við því er að núverandi kerfi er komið að þolmörkum á helstu álagssvæðum og álagstímum, það hefur einfaldlega lítið upp á sig að auka tíðni vagna ef þeir sitja svo allir fastir í sömu umferðahnútunum. Til þess að almenningssamgöngur verði betur samkeppnishæfar við einkabílinn þurfa vagnarnir að komast greiðar á milli staða, þess vegna þarf öflugri innviði, það er sér akreinar og stærri vagna. Kostnaðar- og ábatagreining sem unnin var 2013 sýnir fram á það með óyggjandi hætti að það er þjóðhagslega hagkvæmt að setja fjármuni í Borgarlínu. Það dregur úr fjárfestingaþörf í önnur dýr samgöngumannvirki s.s. mislæg gatnamót og göng, sem munu ekki ná sama árangri. Það er umhverfisvænna, það stuðlar að lýðheilsu og betra borgarskipulagi með greiðari samgöngum fyrir alla.Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Bryndís Haraldsdóttir Samgöngur Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. Með því móti skapast tækifæri til að veita betri þjónustu og almenningssamgöngur verða samkeppnishæfari við einkabílinn. Borgarlínan gæti verið á teinum sem léttlést (LRT) en einnig á hjólum eins og hefðbundinn strætisvagn (BRT). Sjálf hallast ég að því að síðarnefnda lausnin sé raunhæfari enda kostnaður mun minni við slíka uppbyggingu og ólíklegt að farþegagrunnur okkar verði það mikill á næsta áratug að ástæða sé til að ráðast í léttlest. Öflugar almenningssamgöngur eru hornsteinn nýsamþykkts svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Búast má við að fram til ársins 2040 muni íbúum á svæðinu fjölga um 70.000, það samsvarar íbúafjölda Hafnarfjarðar, Kópavogs og Mosfellsbæjar í dag. Ef tekið væri á móti slíkum fjölda íbúa með sama hætti og gert var á árunum 1985 til 2012 þegar íbúum svæðisins fjölgaði um hátt í 70.000 væri byggðin að þenjast enn meira út á við og þannig myndu vegalengdir milli staða aukast mikið, sem aftur kallar á mikla fjárfestingu í stofnvegum og öðrum samgöngumannvirkjum. Þrátt fyrir að farið yrði í slíkar fjárfestingar myndu umferðartafir samt sem áður aukast umtalsvert og ferðatími íbúa aukast um 25 prósent, samkvæmt greiningum umferðarsérfræðinga.Af hverju Borgarlínu? Vegna þess að við viljum bjóða upp á meiri lífsgæði en svo að íbúar þurfi að sitja fastir í umferðarteppu og við viljum að íbúar hafi raunhæfan valkost um ferðamáta, einkabíl, almenningssamgöngur, hjólreiðar eða að ganga. Einnig viljum við draga úr mengun og dýrum fjárfestingum í stofnvegum. Umferðarspár benda til þess að ómögulegt er að uppfylla ferðaþarfir fólks til framtíðar eingöngu með uppbyggingu hefðbundinna umferðarmannvirkja. Það sýna rannsóknir og reynslan bæði hérlendis og erlendis. Staðan er einfaldlega sú að óbreytt byggðamynstur og ferðavenjur eru slæmur valkostur. Sérfræðingar voru fengnir til þess að meta kostnað og hagkvæmni mismunandi leiða. Byggt var á niðurstöðum úr umferðarspám og áætlaður var stofn- og rekstrarkostnaður stofnkerfa bílaumferðar og almenningssamganga. Niðurstöðurnar voru afgerandi, skipulagsyfirvöld eiga að leggja áherslu á skynsamlega landnýtingu og eflingu almenningssamgangna. Þessar niðurstöður komu í raun ekki á óvart miðað við það sem við þekkjum erlendis frá, en alls staðar eru borgar- og bæjaryfirvöld að stuðla að skynsamlegri nýtingu lands og breyttum ferðavenjum í þágu fjölbreyttari valkosta og minni umferðartafa. Í svæðisskipulaginu var sett það markmið að fólksfjölgun skyldi mætt án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. Þá má spyrja sig: er ekki bara hægt að bæta núverandi strætókerfi og sleppa við þessa miklu fjárfestingu sem Borgarlínan er. Svarið við því er að núverandi kerfi er komið að þolmörkum á helstu álagssvæðum og álagstímum, það hefur einfaldlega lítið upp á sig að auka tíðni vagna ef þeir sitja svo allir fastir í sömu umferðahnútunum. Til þess að almenningssamgöngur verði betur samkeppnishæfar við einkabílinn þurfa vagnarnir að komast greiðar á milli staða, þess vegna þarf öflugri innviði, það er sér akreinar og stærri vagna. Kostnaðar- og ábatagreining sem unnin var 2013 sýnir fram á það með óyggjandi hætti að það er þjóðhagslega hagkvæmt að setja fjármuni í Borgarlínu. Það dregur úr fjárfestingaþörf í önnur dýr samgöngumannvirki s.s. mislæg gatnamót og göng, sem munu ekki ná sama árangri. Það er umhverfisvænna, það stuðlar að lýðheilsu og betra borgarskipulagi með greiðari samgöngum fyrir alla.Höfundur er þingmaður.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun