Sean Spicer sagður eiga von á nýrri stöðu innan Hvíta hússins Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2017 21:25 Sean Spicer á blaðamannafundi í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði. Vísir/AFP Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, mun taka við nýrri stöðu í Bandaríkjastjórn innan skamms. Fréttastofan Fox News segir þetta hafa komið fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu í dag. Spicer mun því líklega ekki sjá mikið lengur um daglega fjölmiðlafundi Hvíta hússins. Hann er þess í stað sagður munu hafa yfirumsjón með samskiptum fyrir ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Í nýja starfinu, sem Fox News segir stöðuhækkun, myndi Spicer því stjórna fjölmiðlaskrifstofu Hvíta hússins auk annarra útibúa samskiptadeildarinnar. Eftirmaður Spicer hefur enn ekki verið ráðinn en talið er líklegt að Sarah Huckabee Sanders, sem starfað hefur sem staðgengill fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, hreppi stöðuna. Sean Spicer starfaði áður sem talsmaður og ráðgjafi stjórnar Repúblikanaflokksins (RNC). Hann hefur verið umdeildur í starfi sínu sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins en í apríl síðastliðnum sagði hann á blaðamannafundi að Adolf Hitler væri þrátt fyrir allt skárri en Bashar al-Assad, sýrlenski einræðisherrann, vegna þess að hann hefði ekki notað efnavopn. Þá er hann einnig þekktur fyrir að neyta tyggigúmmís í stórum stíl en í viðtali við Washington Post sagðist hann jafnan klára tvo og hálfan pakka fyrir hádegi. Donald Trump Tengdar fréttir Skipaði blaðamanni að hætta að hrista höfuðið Spurningar um vandamál Hvíta hússins með tengingar við Rússland fóru fyrir brjóstið á Sean Spicer á blaðamannafundi í dag. Hann skipaði blaðakonu meðal annars að hætta að hrista höfuðið yfir svörum sínum. 28. mars 2017 19:34 Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, virðist hafa gleymt dauða þeirra milljóna gyðinga, sem létust af hendi efnavopna gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2017 19:58 Melissa McCarthy skildi ekki af hverju hún átti að leika Sean Spicer Melissa McCarthy mætti til Ellen og ræddi hlutverk sitt sem blaðamannafulltrúi Hvíta hússins. 25. mars 2017 10:47 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, mun taka við nýrri stöðu í Bandaríkjastjórn innan skamms. Fréttastofan Fox News segir þetta hafa komið fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu í dag. Spicer mun því líklega ekki sjá mikið lengur um daglega fjölmiðlafundi Hvíta hússins. Hann er þess í stað sagður munu hafa yfirumsjón með samskiptum fyrir ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Í nýja starfinu, sem Fox News segir stöðuhækkun, myndi Spicer því stjórna fjölmiðlaskrifstofu Hvíta hússins auk annarra útibúa samskiptadeildarinnar. Eftirmaður Spicer hefur enn ekki verið ráðinn en talið er líklegt að Sarah Huckabee Sanders, sem starfað hefur sem staðgengill fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, hreppi stöðuna. Sean Spicer starfaði áður sem talsmaður og ráðgjafi stjórnar Repúblikanaflokksins (RNC). Hann hefur verið umdeildur í starfi sínu sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins en í apríl síðastliðnum sagði hann á blaðamannafundi að Adolf Hitler væri þrátt fyrir allt skárri en Bashar al-Assad, sýrlenski einræðisherrann, vegna þess að hann hefði ekki notað efnavopn. Þá er hann einnig þekktur fyrir að neyta tyggigúmmís í stórum stíl en í viðtali við Washington Post sagðist hann jafnan klára tvo og hálfan pakka fyrir hádegi.
Donald Trump Tengdar fréttir Skipaði blaðamanni að hætta að hrista höfuðið Spurningar um vandamál Hvíta hússins með tengingar við Rússland fóru fyrir brjóstið á Sean Spicer á blaðamannafundi í dag. Hann skipaði blaðakonu meðal annars að hætta að hrista höfuðið yfir svörum sínum. 28. mars 2017 19:34 Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, virðist hafa gleymt dauða þeirra milljóna gyðinga, sem létust af hendi efnavopna gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2017 19:58 Melissa McCarthy skildi ekki af hverju hún átti að leika Sean Spicer Melissa McCarthy mætti til Ellen og ræddi hlutverk sitt sem blaðamannafulltrúi Hvíta hússins. 25. mars 2017 10:47 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Skipaði blaðamanni að hætta að hrista höfuðið Spurningar um vandamál Hvíta hússins með tengingar við Rússland fóru fyrir brjóstið á Sean Spicer á blaðamannafundi í dag. Hann skipaði blaðakonu meðal annars að hætta að hrista höfuðið yfir svörum sínum. 28. mars 2017 19:34
Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, virðist hafa gleymt dauða þeirra milljóna gyðinga, sem létust af hendi efnavopna gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2017 19:58
Melissa McCarthy skildi ekki af hverju hún átti að leika Sean Spicer Melissa McCarthy mætti til Ellen og ræddi hlutverk sitt sem blaðamannafulltrúi Hvíta hússins. 25. mars 2017 10:47