Þurfum að nýta heimavöllinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2017 06:00 Kári Kristján Kristjánsson og Aron Pálmarsson liðka sig á æfingunni í Laugardalshöllinni í gær. vísir/anton Þrátt fyrir slæmt tap fyrir Tékkum á miðvikudaginn er staða Íslendinga í undankeppni EM 2018 ekki verri en svo að sigur á Úkraínumönnum í Laugardalshöllinni annað kvöld fleytir liðinu inn í lokakeppnina í Króatíu. Ísland hefur tekið þátt í öllum Evrópumótum frá því í Króatíu árið 2000 og strákarnir okkar hafa væntanlega engan áhuga á að breyta út af þeim vana. „Uppleggið er alltaf það sama, þetta gengur út á að vinna. Það er mikilvægt að við komum tilbúnir til leiks. Við erum að spila á heimavelli og þurfum að nýta okkur það og vonandi fáum við fulla höll og góða stemningu. Við gefum allt í verkefnið,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið í gær.Enn möguleiki á 2. sætinu Vinni Ísland leikinn á morgun fer það áfram sem það lið sem er með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni. Möguleikinn á að ná 2. sætinu í riðlinum er líka enn til staðar. Til að það gangi eftir þarf Ísland að sjálfsögðu að vinna og treysta á að Tékkland vinni Makedóníu í Skopje á sama tíma. Líkurnar eru íslenska liðinu þó ekki í hag því Makedóníumenn eru afar erfiðir heim að sækja og þá hefur ekki enn unnist útisigur í riðlinum. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu ytra, 27-25. Þótt úkraínska liðið sé ekki beint stjörnum prýtt er það sýnd veiði en ekki gefin. „Úrslitin í riðlinum tala sínu máli. Fyrirfram voru þeir taldir veikasta liðið í riðlinum en eins og komið hefur í ljós er það langt því frá,“ sagði Geir um Úkraínumenn sem spila frekar gamaldags handbolta. „Sumir myndu segja að þeir spili ekki nútíma handbolta en hver getur leyft sér að segja hvað það er ef það virkar. Þetta er gamli rússneski skólinn og hann var heldur betur góður hérna áður fyrr og margt sem virkar enn í dag. Þeir eru með öflugan markvörð og þeir eru stórir og þungir og þetta er mjög líkamlega krefjandi verkefni.“ Eftir að hafa spilað góðan sóknarleik í sigrinum á Makedóníu, 30-29, á heimavelli í byrjun maí var íslenska sóknin í tómu tjóni lengst af gegn Tékklandi. Íslendingar voru reyndar ekki með marga tapaða bolta en flæðið í leik liðsins var lítið framan af og þá fór það illa með dauðafærin.Þurfa að fjölda sendingunum „Við þurfum að fjölga sendingum,“ sagði Geir um hvað þyrfti að bæta í sóknarleik Íslands. „Við tókum of mörg 50-50 tækifæri. Við vorum að skoða leikinn áðan og í hvert skipti sem við fjölguðum sendingum endaði það yfirleitt með góðu færi eða marki. Svo þurfum við smá hraðabreytingu þegar við setjum okkar aðgerðir í gang.“Gengið vel að vinna með 5-1 Varnarleikur íslenska liðsins hefur að mestu verið góður í undankeppninni. Í síðustu tveimur leikjum, gegn Makedóníu og Tékklandi, hefur Geir skipt yfir í 5-1 vörn sem hefur gefið góða raun. En kemur til greina að byrja leikinn á morgun með þá vörn? „Það gæti alveg verið pæling. Við getum allavega verið fljótir að breyta yfir í hana. Það hefur gengið vel að vinna með hana. Við erum með þrista, Bjarki [Má Gunnarsson] og Ólaf [Guðmundsson], sem ná vel saman og bakverðirnir hafa komið vel inn í þetta,“ sagði Geir. Þjálfarinn kallaði línumanninn Atla Ævar Ingólfsson og markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson inn í æfingahópinn fyrir leikinn á morgun. Alls tóku 19 leikmenn þátt á æfingunni í gær. Geir segist ekki vera búinn að ákveða hvaða 16 leikmenn verði á skýrslu annað kvöld. „Ég get ekki svarað því á þessari stundu. Við tókum Atla inn vegna meiðslanna sem Arnar Freyr [Arnarsson] lenti í. Við tókum Ágúst inn á æfingar og vorum pínulítið að verðlauna hann fyrir góða frammistöðu á Noregsmótinu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Geir að lokum. EM 2018 í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Þrátt fyrir slæmt tap fyrir Tékkum á miðvikudaginn er staða Íslendinga í undankeppni EM 2018 ekki verri en svo að sigur á Úkraínumönnum í Laugardalshöllinni annað kvöld fleytir liðinu inn í lokakeppnina í Króatíu. Ísland hefur tekið þátt í öllum Evrópumótum frá því í Króatíu árið 2000 og strákarnir okkar hafa væntanlega engan áhuga á að breyta út af þeim vana. „Uppleggið er alltaf það sama, þetta gengur út á að vinna. Það er mikilvægt að við komum tilbúnir til leiks. Við erum að spila á heimavelli og þurfum að nýta okkur það og vonandi fáum við fulla höll og góða stemningu. Við gefum allt í verkefnið,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið í gær.Enn möguleiki á 2. sætinu Vinni Ísland leikinn á morgun fer það áfram sem það lið sem er með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni. Möguleikinn á að ná 2. sætinu í riðlinum er líka enn til staðar. Til að það gangi eftir þarf Ísland að sjálfsögðu að vinna og treysta á að Tékkland vinni Makedóníu í Skopje á sama tíma. Líkurnar eru íslenska liðinu þó ekki í hag því Makedóníumenn eru afar erfiðir heim að sækja og þá hefur ekki enn unnist útisigur í riðlinum. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu ytra, 27-25. Þótt úkraínska liðið sé ekki beint stjörnum prýtt er það sýnd veiði en ekki gefin. „Úrslitin í riðlinum tala sínu máli. Fyrirfram voru þeir taldir veikasta liðið í riðlinum en eins og komið hefur í ljós er það langt því frá,“ sagði Geir um Úkraínumenn sem spila frekar gamaldags handbolta. „Sumir myndu segja að þeir spili ekki nútíma handbolta en hver getur leyft sér að segja hvað það er ef það virkar. Þetta er gamli rússneski skólinn og hann var heldur betur góður hérna áður fyrr og margt sem virkar enn í dag. Þeir eru með öflugan markvörð og þeir eru stórir og þungir og þetta er mjög líkamlega krefjandi verkefni.“ Eftir að hafa spilað góðan sóknarleik í sigrinum á Makedóníu, 30-29, á heimavelli í byrjun maí var íslenska sóknin í tómu tjóni lengst af gegn Tékklandi. Íslendingar voru reyndar ekki með marga tapaða bolta en flæðið í leik liðsins var lítið framan af og þá fór það illa með dauðafærin.Þurfa að fjölda sendingunum „Við þurfum að fjölga sendingum,“ sagði Geir um hvað þyrfti að bæta í sóknarleik Íslands. „Við tókum of mörg 50-50 tækifæri. Við vorum að skoða leikinn áðan og í hvert skipti sem við fjölguðum sendingum endaði það yfirleitt með góðu færi eða marki. Svo þurfum við smá hraðabreytingu þegar við setjum okkar aðgerðir í gang.“Gengið vel að vinna með 5-1 Varnarleikur íslenska liðsins hefur að mestu verið góður í undankeppninni. Í síðustu tveimur leikjum, gegn Makedóníu og Tékklandi, hefur Geir skipt yfir í 5-1 vörn sem hefur gefið góða raun. En kemur til greina að byrja leikinn á morgun með þá vörn? „Það gæti alveg verið pæling. Við getum allavega verið fljótir að breyta yfir í hana. Það hefur gengið vel að vinna með hana. Við erum með þrista, Bjarki [Má Gunnarsson] og Ólaf [Guðmundsson], sem ná vel saman og bakverðirnir hafa komið vel inn í þetta,“ sagði Geir. Þjálfarinn kallaði línumanninn Atla Ævar Ingólfsson og markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson inn í æfingahópinn fyrir leikinn á morgun. Alls tóku 19 leikmenn þátt á æfingunni í gær. Geir segist ekki vera búinn að ákveða hvaða 16 leikmenn verði á skýrslu annað kvöld. „Ég get ekki svarað því á þessari stundu. Við tókum Atla inn vegna meiðslanna sem Arnar Freyr [Arnarsson] lenti í. Við tókum Ágúst inn á æfingar og vorum pínulítið að verðlauna hann fyrir góða frammistöðu á Noregsmótinu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Geir að lokum.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira