Sara Óskarsson varaþingmaður segir Fokk the Glock Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2017 13:14 Sara er lengst til vinstri á myndinni en Jæja-hópurinn hefur staðið fyrir margvíslegum mannmörgum mótmælum á undanförnum árum. visir/ernir „Við elskum lögregluna,“ segir Sara Óskarsson varaþingmaður og meðlimur í Jæja-hópnum – sem hefur verið virkur í ýmsum mótmælastöðum á undanförnum árum. Jæja-hópurinn hefur boðað til mótmæla vegna vopnaburðar sérsveitar lögreglunnar á fjöldasamkomum. Mótmælin, sem eru undir yfirskriftinni Fokk the Glock, verða á Austurvelli nú á laugardag og hefjast klukkan 11. Sérstök síða hefur verið stofnuð á Facebook til að halda utan um mótmælin og þar er þeim fylgt úr hlaði með þessum orðum: „Hvers virði er lýðræðið, sjálfstæðið, frelsið sjálft á bak við hlaðnar Glock 17 á 17. júní? Við segjum: „Fokk The Glock!“ Við tökum ekki í mál að friðsælu landi okkar, lífi og lýðveldishátíð sé ógnað með þessum hætti, að vígbúa íslensku lögregluna á degi lýðveldisins.Söru finnst spurningin: Hvers vegna hatið þið lögregluna, hláleg.Við mótmælum harðlega vopnaburði íslensku lögreglunnar og sérsveitarmanna á almannafæri, á 17. júní 2017 sem og alltaf! Það er aðeins í fasistaríki sem lögregla getur ákveðið að vopnast og hvert umfang þess vopnaburðar eigi að vera. Fjölmennum, FOKK THE GLOCK.“Bráðræði að fara út í þessar aðgerðir Vísir spurði Söru einfaldlega hvers vegna verið væri að mótmæla?„Vegna þess að við erum mótfallin vopnaburði, það er byssum, lögreglunnar á almannafæri á mannfögnuðum á Íslandi, og okkur finnst stinga mikið í stúf við anda og yfirbragð lýðveldishátíð þjóðarinnar að lögreglan sé allt í einu mætt með Glock 17 fyrir allra augum,“ segir Sara og bendir á að Ísland sé friðsælt land. Þannig hafi það alltaf verið og þeim sé í mun að svo megi verða áfram. „Ísland er heimsþekkt fyrir frið og er Peace Tower, minnismerki Yoko Ono um John Lennon til dæmis til marks um það. Það er órökrétt og ekki uppbyggilegt fyrir land og þjóð að í kjölfar einstakra, afmarkaðra hryllilegra atburða erlendis hlaupi löggæslan upp til handa og fóta með svona bráðræði þvert á anda, orðspor og líklegast vilja þjóðarinnar.“Að hatast við lögregluna Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, er meðal fjölmargra sem gagnrýnt hefur þessar ráðstafanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hún vakti athygli á því á sinni Facebooksíðu að í Morgunblaðinu sé henni borið á brýn að hatast við lögregluna. Þessu er reyndar haldið fram víða á samfélagsmiðlum og því ekki úr vegi að spyrja Söru einfaldlega: Hvers vegna hatið þið lögregluna.Fullyrt var fullum fetum, í pistlaskrifum Morgunblaðsins, að Líf hataðist við lögregluna. Hún svarar fullum hálsi á Facebooksíðu sinni.„Við elskum lögregluna, og höfum alltaf haft gríðarlega góð samskipti við hana. Góða samvinnu og skilning á hlutverkum hvers annars. Við lítum svo á að þarna sé líklegast um ákvörðun eins manns eða örfárra manna að ræða.“ Sara segir lögregluna njóta stuðnings hennar og þeirra í Jæja-hópnum. „Og við gerum okkur vel grein fyrir því að starfsfólk lögreglunnar framfylgir eðlilega og samviskusamlega tilskipunum yfirmanna sinna, og setjum við síður en svo alla undir sama hatt í þessum efnum. Við krefjumst þó gagnsæis hvað svona ákvarðanir varðar og förum fram á greinagóðan rökstuðning á því hvers vegna tekin var ákvörðun um að vopnvæða lögregluþjóna með Glock 17 byssum á þjóðhátíðardegi Íslendinga án samráðs við þjóð eða þing.“ Skotvopn lögreglu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Við elskum lögregluna,“ segir Sara Óskarsson varaþingmaður og meðlimur í Jæja-hópnum – sem hefur verið virkur í ýmsum mótmælastöðum á undanförnum árum. Jæja-hópurinn hefur boðað til mótmæla vegna vopnaburðar sérsveitar lögreglunnar á fjöldasamkomum. Mótmælin, sem eru undir yfirskriftinni Fokk the Glock, verða á Austurvelli nú á laugardag og hefjast klukkan 11. Sérstök síða hefur verið stofnuð á Facebook til að halda utan um mótmælin og þar er þeim fylgt úr hlaði með þessum orðum: „Hvers virði er lýðræðið, sjálfstæðið, frelsið sjálft á bak við hlaðnar Glock 17 á 17. júní? Við segjum: „Fokk The Glock!“ Við tökum ekki í mál að friðsælu landi okkar, lífi og lýðveldishátíð sé ógnað með þessum hætti, að vígbúa íslensku lögregluna á degi lýðveldisins.Söru finnst spurningin: Hvers vegna hatið þið lögregluna, hláleg.Við mótmælum harðlega vopnaburði íslensku lögreglunnar og sérsveitarmanna á almannafæri, á 17. júní 2017 sem og alltaf! Það er aðeins í fasistaríki sem lögregla getur ákveðið að vopnast og hvert umfang þess vopnaburðar eigi að vera. Fjölmennum, FOKK THE GLOCK.“Bráðræði að fara út í þessar aðgerðir Vísir spurði Söru einfaldlega hvers vegna verið væri að mótmæla?„Vegna þess að við erum mótfallin vopnaburði, það er byssum, lögreglunnar á almannafæri á mannfögnuðum á Íslandi, og okkur finnst stinga mikið í stúf við anda og yfirbragð lýðveldishátíð þjóðarinnar að lögreglan sé allt í einu mætt með Glock 17 fyrir allra augum,“ segir Sara og bendir á að Ísland sé friðsælt land. Þannig hafi það alltaf verið og þeim sé í mun að svo megi verða áfram. „Ísland er heimsþekkt fyrir frið og er Peace Tower, minnismerki Yoko Ono um John Lennon til dæmis til marks um það. Það er órökrétt og ekki uppbyggilegt fyrir land og þjóð að í kjölfar einstakra, afmarkaðra hryllilegra atburða erlendis hlaupi löggæslan upp til handa og fóta með svona bráðræði þvert á anda, orðspor og líklegast vilja þjóðarinnar.“Að hatast við lögregluna Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, er meðal fjölmargra sem gagnrýnt hefur þessar ráðstafanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hún vakti athygli á því á sinni Facebooksíðu að í Morgunblaðinu sé henni borið á brýn að hatast við lögregluna. Þessu er reyndar haldið fram víða á samfélagsmiðlum og því ekki úr vegi að spyrja Söru einfaldlega: Hvers vegna hatið þið lögregluna.Fullyrt var fullum fetum, í pistlaskrifum Morgunblaðsins, að Líf hataðist við lögregluna. Hún svarar fullum hálsi á Facebooksíðu sinni.„Við elskum lögregluna, og höfum alltaf haft gríðarlega góð samskipti við hana. Góða samvinnu og skilning á hlutverkum hvers annars. Við lítum svo á að þarna sé líklegast um ákvörðun eins manns eða örfárra manna að ræða.“ Sara segir lögregluna njóta stuðnings hennar og þeirra í Jæja-hópnum. „Og við gerum okkur vel grein fyrir því að starfsfólk lögreglunnar framfylgir eðlilega og samviskusamlega tilskipunum yfirmanna sinna, og setjum við síður en svo alla undir sama hatt í þessum efnum. Við krefjumst þó gagnsæis hvað svona ákvarðanir varðar og förum fram á greinagóðan rökstuðning á því hvers vegna tekin var ákvörðun um að vopnvæða lögregluþjóna með Glock 17 byssum á þjóðhátíðardegi Íslendinga án samráðs við þjóð eða þing.“
Skotvopn lögreglu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira