Nánast búnir að Tékka sig út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2017 06:00 Janus Daði Smárason hnoðaði lífi í íslenska liðið í gær. vísir/getty „Við komum hingað til að vinna og ná okkur í tvö stig. Næsta var að ná í eitt stig og að síðustu að tapa í mesta lagi með einu marki og skora 25 mörk þannig að við værum með betri árangur í innbyrðis viðureignunum gegn Tékkum. En ekkert af þessu gekk upp og það eru vonbrigði,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið eftir tapið fyrir Tékkum í undankeppni EM 2018 í Brno í gær. Íslendingar grófu sína eigin gröf með slökum fyrri hálfleik. Það var ekki heil brú í leik íslenska liðsins fyrstu 30 mínúturnar. Sóknarleikurinn var í molum en eftir 16 mínútur voru aðeins þrjú íslensk mörk komin á töfluna. Sex núll vörnin gekk illa og Björgvin Páll Gústavsson átti erfitt uppdráttar. Aron Rafn Eðvarðsson átti góða innkomu í markið undir lok fyrri hálfleiks en þrátt fyrir það var Ísland fimm mörkum undir í hálfleik, 14-9. Tékkar héldu áfram þar sem frá var horfið í upphafi seinni hálfleiks og náðu mest sex marka forystu. Um miðjan seinni hálfleikinn var Janusi Daða Smárasyni farið að leiðast þófið og hann dró íslenska liðið nánast einn síns liðs inn í leikinn. Selfyssingurinn skoraði þrjú mörk í röð og stal auk þess þremur boltum. „Janus kom frábærlega inn og eftir á að hyggja er það klárt að maður hefði átt að setja hann fyrr inn á. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á,“ sagði Geir um Janus Daða. Varnarleikur Íslands styrktist líka eftir því sem leið á seinni hálfleikinn. Geir breytti yfir í 5-1 vörn undir lok fyrri hálfleiks og líkt og í sigrinum á Makedóníu í maí gaf hún góða raun. „Okkur hefur gengið vel að þróa hana og þeir stóðu sig einstaklega vel í þristunum, Bjarki [Már Gunnarsson] og Ólafur [Guðmundsson],“ sagði Geir um 5-1 vörnina. Ísland breytti stöðunni úr 22-16 í 23-22 en nær komust íslensku strákarnir ekki. Tékkland komst upp með að spila langar sóknir undir lokin og þær enduðu oftast með marki. Að sögn Geirs var sóknarleikur íslenska liðsins í leiknum í gær ekki alslæmur en dauðafærin sem það klúðraði hafi reynst dýrkeypt. „Sóknarleikurinn var kannski ekki svo slæmur. Við vorum ekki með „nema“ 7-8 tæknimistök og það er mjög gott í leik sem þessum. Við sköpuðum okkur færi og skoruðum 24 mörk sem er alveg viðunandi í svona hörðum leik. En það sem er ekki viðunandi eru tækifærin sem við klúðruðum,“ sagði Geir en Martin Galia, hinn síungi markvörður Tékka, varði alltof mörg dauðafæri frá íslensku strákunum í leiknum í gær. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu í gær með níu mörk. Næstir komu Janus Daði og Aron Pálmarsson með þrjú mörk hvor. Sá síðarnefndi átti þó ekki merkilegan leik. Aron er einn besti handboltamaður í heimi en sýndi það ekki í gær. Rúnar Kárason og Ólafur hófu leikinn í skyttustöðunum en fundu engan takt. Rúnar byrjaði illa, bæði í vörn og sókn, spilaði ekkert í seinni hálfleik. Ólafur náði ekki að fylgja eftir frábærum leik gegn Makedóníu og fór aftur inn í skelina sína. Þá getur landslið sem ætlar að láta taka sig alvarlega árið 2017 ekki verið með Kára Kristján Kristjánsson inni á línunni. Tankurinn á þeim bænum virðist einfaldlega vera orðinn tómur. Arnar Freyr Arnarsson fékk þungt högg á augað skömmu eftir að hann kom inn á í fyrri hálfleik og gat ekki spilað meira í framhaldinu. Það var skarð fyrir skildi. Eftir úrslitin í gær eru strákarnir okkar ekki lengur með örlögin í eigin hendi. Þeir eiga þó enn möguleika á að komast í lokakeppnina í Króatíu. Ísland þarf að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á sunnudaginn og treysta á úrslit í öðrum leikjum. „Sunnudagurinn gengur bara út á að vinna, ná sér í tvö stig og gera það eins vel og mögulegt er. Svo verðum við bara að sjá hvort það skilar okkur einhverju,“ sagði Geir að lokum. EM 2018 í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
„Við komum hingað til að vinna og ná okkur í tvö stig. Næsta var að ná í eitt stig og að síðustu að tapa í mesta lagi með einu marki og skora 25 mörk þannig að við værum með betri árangur í innbyrðis viðureignunum gegn Tékkum. En ekkert af þessu gekk upp og það eru vonbrigði,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið eftir tapið fyrir Tékkum í undankeppni EM 2018 í Brno í gær. Íslendingar grófu sína eigin gröf með slökum fyrri hálfleik. Það var ekki heil brú í leik íslenska liðsins fyrstu 30 mínúturnar. Sóknarleikurinn var í molum en eftir 16 mínútur voru aðeins þrjú íslensk mörk komin á töfluna. Sex núll vörnin gekk illa og Björgvin Páll Gústavsson átti erfitt uppdráttar. Aron Rafn Eðvarðsson átti góða innkomu í markið undir lok fyrri hálfleiks en þrátt fyrir það var Ísland fimm mörkum undir í hálfleik, 14-9. Tékkar héldu áfram þar sem frá var horfið í upphafi seinni hálfleiks og náðu mest sex marka forystu. Um miðjan seinni hálfleikinn var Janusi Daða Smárasyni farið að leiðast þófið og hann dró íslenska liðið nánast einn síns liðs inn í leikinn. Selfyssingurinn skoraði þrjú mörk í röð og stal auk þess þremur boltum. „Janus kom frábærlega inn og eftir á að hyggja er það klárt að maður hefði átt að setja hann fyrr inn á. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á,“ sagði Geir um Janus Daða. Varnarleikur Íslands styrktist líka eftir því sem leið á seinni hálfleikinn. Geir breytti yfir í 5-1 vörn undir lok fyrri hálfleiks og líkt og í sigrinum á Makedóníu í maí gaf hún góða raun. „Okkur hefur gengið vel að þróa hana og þeir stóðu sig einstaklega vel í þristunum, Bjarki [Már Gunnarsson] og Ólafur [Guðmundsson],“ sagði Geir um 5-1 vörnina. Ísland breytti stöðunni úr 22-16 í 23-22 en nær komust íslensku strákarnir ekki. Tékkland komst upp með að spila langar sóknir undir lokin og þær enduðu oftast með marki. Að sögn Geirs var sóknarleikur íslenska liðsins í leiknum í gær ekki alslæmur en dauðafærin sem það klúðraði hafi reynst dýrkeypt. „Sóknarleikurinn var kannski ekki svo slæmur. Við vorum ekki með „nema“ 7-8 tæknimistök og það er mjög gott í leik sem þessum. Við sköpuðum okkur færi og skoruðum 24 mörk sem er alveg viðunandi í svona hörðum leik. En það sem er ekki viðunandi eru tækifærin sem við klúðruðum,“ sagði Geir en Martin Galia, hinn síungi markvörður Tékka, varði alltof mörg dauðafæri frá íslensku strákunum í leiknum í gær. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu í gær með níu mörk. Næstir komu Janus Daði og Aron Pálmarsson með þrjú mörk hvor. Sá síðarnefndi átti þó ekki merkilegan leik. Aron er einn besti handboltamaður í heimi en sýndi það ekki í gær. Rúnar Kárason og Ólafur hófu leikinn í skyttustöðunum en fundu engan takt. Rúnar byrjaði illa, bæði í vörn og sókn, spilaði ekkert í seinni hálfleik. Ólafur náði ekki að fylgja eftir frábærum leik gegn Makedóníu og fór aftur inn í skelina sína. Þá getur landslið sem ætlar að láta taka sig alvarlega árið 2017 ekki verið með Kára Kristján Kristjánsson inni á línunni. Tankurinn á þeim bænum virðist einfaldlega vera orðinn tómur. Arnar Freyr Arnarsson fékk þungt högg á augað skömmu eftir að hann kom inn á í fyrri hálfleik og gat ekki spilað meira í framhaldinu. Það var skarð fyrir skildi. Eftir úrslitin í gær eru strákarnir okkar ekki lengur með örlögin í eigin hendi. Þeir eiga þó enn möguleika á að komast í lokakeppnina í Króatíu. Ísland þarf að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á sunnudaginn og treysta á úrslit í öðrum leikjum. „Sunnudagurinn gengur bara út á að vinna, ná sér í tvö stig og gera það eins vel og mögulegt er. Svo verðum við bara að sjá hvort það skilar okkur einhverju,“ sagði Geir að lokum.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira