Umfjöllun: Tékkland - Ísland 27-24 | Strákarnir sjálfum sér verstir í Tékklandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. júní 2017 18:00 Aron Pálmarsson á ferðinni í fyrri leik liðanna í Höllinni. vísir/ernir EM-draumur strákanna okkar er svo gott sem dáinn eftir grátlegt tap gegn Tékkum ytra. Ísland átti möguleika að fá að minnsta kosti stig úr leiknum en fór hrikalega illa að ráði sínu. Það er lítið annað um fyrri hálfleik að segja en að hann hafi verið hreinasta hörmung. Íslenska liðið var ömurlega lélegt. Sóknarleikurinn klaufalegur og hægur. Skotin léleg og enginn virtist vita hvað hann ætlaði sér að gera. Pínlegt að horfa á þetta. Dómgæslan var léleg en sóknarleikur Íslands var lélegri. Ekki bætti úr skák að Íslandsbaninn Martin Galia hélt uppteknum þeim óþolandi hætti að verja eins og berserkur gegn okkur. Hann varði um tíu skot í hálfleiknum. Varnarleikurinn var upp og ofan en Björgvin Páll gat ekki klukkað tuðruna í markinu. Aron Rafn kom allt of seint af bekknum. Ef hann hefði ekki komið inn hefði vond staða verið skelfileg í hálfleik. Aron Rafn bjargaði því sem hægt var að bjarga á lokamínútunum. Engu að síður leiddu Tékkar með fimm marka mun í hálfleik, 14-9. Lengi framan af síðari hálfleik gekk ekkert hjá strákunum að saxa á forskotið þó svo bæði vörn- og sóknarleikur væri mun betri en í fyrri hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum hrökk íslenska liðið aftur á móti í gang. Er fimm mínútur voru eftir af leiknum var munurinn aðeins eitt mark, 23-22, og Tékkar að fara á taugum á meðan okkar menn voru í stuði. Tékkar fengu að hanga lengi á boltanum og skoruðu órúlega dýrmætt mark er þrjár mínútur voru eftir. 25-23. Aron lét svo verja frá sér og vonin dó endanlega er Tékkar skoruðu í kjölfarið. Þetta þýðir að vonin um að komast á EM er lítil. Íslenska liðið átti einfaldlega ekki góðan leik í dag. Aron Pálmarsson er stjarna liðsins og á að draga vagninn. Hann var heillum horfinn í þessum leik og munar um minna. Ólafur Guðmundsson hafði ekkert fram að færa, Rúnar Kárason gat ekkert í fyrri hálfleik og fór á bekkinn og sat þar til enda. Kári slakur á línunni og grátlegt að geta ekki fengið meira út úr línusendingum Arons. Guðjón Valur skilaði sínu allan leikinn og innkoma Janusar Daða í síðari hálfleik var vítamínið sem liðið þurfti. Hann var frábær. Stal boltum í vörninni, eins og Alexander Petersson, og var beittur í sókninni. Ómar Ingi lék af skynsemi en skoraði aðeins eitt mark. Aron Rafn varði ágætlega. Leikurinn var of kaflaskiptur og liðið nýtti færin sín hrikalega illa. Í raun var liðið sjálfu sér verst. Strákarnir köstuðu frá sér þeim tækifærum sem gáfust í leiknum. Andlegi styrkurinn virðist ekki vera nógu mikill. Þetta lið er einfaldlega ekki orðið nógu gott eins og þetta tap gegn Tékklandi sannaði. Frammistaða liðsins í undankeppninni hefur valdið vonbrigðum. Það eru leikmenn í liðinu sem geta mun betur en það er ekki nóg að tala um það. Það verður að sýna og sanna. Það gengur illa. Hér að neðan má sjá leiklýsinguna.Tékkland - Ísland:
EM-draumur strákanna okkar er svo gott sem dáinn eftir grátlegt tap gegn Tékkum ytra. Ísland átti möguleika að fá að minnsta kosti stig úr leiknum en fór hrikalega illa að ráði sínu. Það er lítið annað um fyrri hálfleik að segja en að hann hafi verið hreinasta hörmung. Íslenska liðið var ömurlega lélegt. Sóknarleikurinn klaufalegur og hægur. Skotin léleg og enginn virtist vita hvað hann ætlaði sér að gera. Pínlegt að horfa á þetta. Dómgæslan var léleg en sóknarleikur Íslands var lélegri. Ekki bætti úr skák að Íslandsbaninn Martin Galia hélt uppteknum þeim óþolandi hætti að verja eins og berserkur gegn okkur. Hann varði um tíu skot í hálfleiknum. Varnarleikurinn var upp og ofan en Björgvin Páll gat ekki klukkað tuðruna í markinu. Aron Rafn kom allt of seint af bekknum. Ef hann hefði ekki komið inn hefði vond staða verið skelfileg í hálfleik. Aron Rafn bjargaði því sem hægt var að bjarga á lokamínútunum. Engu að síður leiddu Tékkar með fimm marka mun í hálfleik, 14-9. Lengi framan af síðari hálfleik gekk ekkert hjá strákunum að saxa á forskotið þó svo bæði vörn- og sóknarleikur væri mun betri en í fyrri hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum hrökk íslenska liðið aftur á móti í gang. Er fimm mínútur voru eftir af leiknum var munurinn aðeins eitt mark, 23-22, og Tékkar að fara á taugum á meðan okkar menn voru í stuði. Tékkar fengu að hanga lengi á boltanum og skoruðu órúlega dýrmætt mark er þrjár mínútur voru eftir. 25-23. Aron lét svo verja frá sér og vonin dó endanlega er Tékkar skoruðu í kjölfarið. Þetta þýðir að vonin um að komast á EM er lítil. Íslenska liðið átti einfaldlega ekki góðan leik í dag. Aron Pálmarsson er stjarna liðsins og á að draga vagninn. Hann var heillum horfinn í þessum leik og munar um minna. Ólafur Guðmundsson hafði ekkert fram að færa, Rúnar Kárason gat ekkert í fyrri hálfleik og fór á bekkinn og sat þar til enda. Kári slakur á línunni og grátlegt að geta ekki fengið meira út úr línusendingum Arons. Guðjón Valur skilaði sínu allan leikinn og innkoma Janusar Daða í síðari hálfleik var vítamínið sem liðið þurfti. Hann var frábær. Stal boltum í vörninni, eins og Alexander Petersson, og var beittur í sókninni. Ómar Ingi lék af skynsemi en skoraði aðeins eitt mark. Aron Rafn varði ágætlega. Leikurinn var of kaflaskiptur og liðið nýtti færin sín hrikalega illa. Í raun var liðið sjálfu sér verst. Strákarnir köstuðu frá sér þeim tækifærum sem gáfust í leiknum. Andlegi styrkurinn virðist ekki vera nógu mikill. Þetta lið er einfaldlega ekki orðið nógu gott eins og þetta tap gegn Tékklandi sannaði. Frammistaða liðsins í undankeppninni hefur valdið vonbrigðum. Það eru leikmenn í liðinu sem geta mun betur en það er ekki nóg að tala um það. Það verður að sýna og sanna. Það gengur illa. Hér að neðan má sjá leiklýsinguna.Tékkland - Ísland:
EM 2018 í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira