Munu styðja minnihlutastjórn May Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. júní 2017 20:31 Staða May og Íhaldsflokksins er talin veikari nú en fyrir kosningar. Vísir/EPA Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn breska íhaldsflokksins. Það er því ljóst að Theresa May verður áfram forsætisráðherra Bretlands.Í frétt á vef BBC segir að smáatriði samkomulagsins verði rædd á ríkisstjórnarfundi á mánudag. Breski Íhaldsflokkurinn tapaði meirihluta sínum á þinginu. Flokkurinn missti tólf þingsæti og er nú með 318 þingsæti, en 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn bætti aftur á móti við sig hátt í þrjátíu sætum og er nú með 261 þingsæti. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn hlaut 10 sæti. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa talað um niðurstöðu kosninganna sem „niðurlægingu“ og „martröð“ fyrir Íhaldsflokkinn og May sem verið hefur forsætisráðherra frá því í júlí í fyrra en hún tók við keflinu af David Cameron sem sagði af sér í kjölfar Brexit-kosninganna. May boðaði til kosninganna með stuttum fyrirvara og þremur árum áður en þær áttu að fara fram til að efla meirihluta Íhaldsflokksins á þingi. Sú áætlun mistókst hins vegar og hafa kosningarnar frekar veikt stöðu May en bætt hana. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir afsögn May í kjölfar niðurstöðunnar. Nokkur atriði eru talin hafa haft áhrif á niðurstöðu kosninganna. Í fyrsta lagi var Corbyn talinn ná að heilla kjósendur á kosningaviðburðum síðustu vikna en sama má ekki segja um May. Einnig hlaut stefna Íhaldsflokksins er varðar heilbrigðismál mikla gagnrýni. Þá benda fyrstu tölur til þess að allt að 72 prósent ungra Breta hafi kosið í kosningunum en ungir kjósendur eru líklegri til að kjósa Verkamannaflokkinn. Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59 Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP skyndilega kominn í valdastöðu Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. 9. júní 2017 11:32 Theresa May myndar ríkisstjórn með stuðningi DUP Theresa May, forsætisráðherra Bretland og formaður Íhaldsflokksins, er komin af fundi Elísabetar II Englandsdrottningar en þangað fór hún klukkan 11.30 að íslenskum tíma til að fá umboð til að mynda ríkisstjórn. 9. júní 2017 12:06 May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn breska íhaldsflokksins. Það er því ljóst að Theresa May verður áfram forsætisráðherra Bretlands.Í frétt á vef BBC segir að smáatriði samkomulagsins verði rædd á ríkisstjórnarfundi á mánudag. Breski Íhaldsflokkurinn tapaði meirihluta sínum á þinginu. Flokkurinn missti tólf þingsæti og er nú með 318 þingsæti, en 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn bætti aftur á móti við sig hátt í þrjátíu sætum og er nú með 261 þingsæti. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn hlaut 10 sæti. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa talað um niðurstöðu kosninganna sem „niðurlægingu“ og „martröð“ fyrir Íhaldsflokkinn og May sem verið hefur forsætisráðherra frá því í júlí í fyrra en hún tók við keflinu af David Cameron sem sagði af sér í kjölfar Brexit-kosninganna. May boðaði til kosninganna með stuttum fyrirvara og þremur árum áður en þær áttu að fara fram til að efla meirihluta Íhaldsflokksins á þingi. Sú áætlun mistókst hins vegar og hafa kosningarnar frekar veikt stöðu May en bætt hana. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir afsögn May í kjölfar niðurstöðunnar. Nokkur atriði eru talin hafa haft áhrif á niðurstöðu kosninganna. Í fyrsta lagi var Corbyn talinn ná að heilla kjósendur á kosningaviðburðum síðustu vikna en sama má ekki segja um May. Einnig hlaut stefna Íhaldsflokksins er varðar heilbrigðismál mikla gagnrýni. Þá benda fyrstu tölur til þess að allt að 72 prósent ungra Breta hafi kosið í kosningunum en ungir kjósendur eru líklegri til að kjósa Verkamannaflokkinn.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59 Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP skyndilega kominn í valdastöðu Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. 9. júní 2017 11:32 Theresa May myndar ríkisstjórn með stuðningi DUP Theresa May, forsætisráðherra Bretland og formaður Íhaldsflokksins, er komin af fundi Elísabetar II Englandsdrottningar en þangað fór hún klukkan 11.30 að íslenskum tíma til að fá umboð til að mynda ríkisstjórn. 9. júní 2017 12:06 May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP skyndilega kominn í valdastöðu Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. 9. júní 2017 11:32
Theresa May myndar ríkisstjórn með stuðningi DUP Theresa May, forsætisráðherra Bretland og formaður Íhaldsflokksins, er komin af fundi Elísabetar II Englandsdrottningar en þangað fór hún klukkan 11.30 að íslenskum tíma til að fá umboð til að mynda ríkisstjórn. 9. júní 2017 12:06
May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54