Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights greina frá því að loftárásin hafi átt sér stað í gær. Fangelsið sem um ræðir er í borginni Mayadeen í héraðinu Deir al-Zour sem er undir stjórn vígasveita ISIS.
Að sögn SOHR létu 57 manns lífið í árásinni, þar af 42 fangar og fimmtán ISIS-liðar. Bandamenn gerðu sjö loftárásir á mánudaginn, meðal annars gegn einum af höfuðstöðvum ISIS og birgðageymslu fyrir sprengiefni, auk fangelsisins.
Bandamenn hafa enn ekki tjáð sig um árásina, nema að verið sé að kanna sannleiksgildi fréttanna um mannfallið.
Mayadeen er í Efrat-dalnum, um 45 kílómetrum suðaustur af borginni Deir al-Zour.
Bandarísk leyniþjónusta telur að stór hluti háttsettra ISIS-manna hafist nú við í Mayadeen eftir að írakskar öryggissveitir náðu stórum hlutum Mosúl aftur á sitt vald.