Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2017 20:48 Starfsmaður rússnesks fasteignafyrirtækis var viðstaddur fund Donalds Trump yngri og rússnesks lögfræðings í Trump-turni í júní á síðasta ári. Starfsmaðurinn, sem starfaði í Bandaríkjunum, er sá áttundi í röð fundargesta sem hafa verið nafngreindir. Starfsmaðurinn heitir Ike Kaveladze en Scott Balber staðfesti að Kaveladze hefði verið á fundinum samkvæmt frétt Washington Post. Barber er lögfræðingur feðganna Emin og Aras Agalarov, fyrrverandi viðskiptafélaga Bandaríkjaforseta. Balber sagði Kaveladze starfa hjá fyrirtæki Agalarov-feðganna og að hann hefði mætt á fundinn sem fulltrúi þeirra. Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. Mueller var skipaður í maí síðastliðnum til að rannsaka meint tengsl starfsmanna forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Beiðnin er fyrsta opinbera vísbendingin um að teymi Muellers hafi fundinn í Trump-turni til rannsóknar. Donald Trump yngri mætti til fundar við rússneskan lögfræðing í júní á síðasta ári gegn því að hann fengi þar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður síns. Hann birti sjálfur tölvupósta þess efnis á dögunum en sagði enn fremur ekkert marktækt hafa komið út úr fundinum. Enn hafa ekki allir sem voru viðstaddir fundinn verið nafngreindir en í för með Trump yngri var mágur hans og ráðgjafi Bandaríkjaforseta, Jared Kushner. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58 Seth Meyers kafaði í fund Trump yngri „Ekkert er of heimskulegt til að vera satt.“ 18. júlí 2017 10:05 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Starfsmaður rússnesks fasteignafyrirtækis var viðstaddur fund Donalds Trump yngri og rússnesks lögfræðings í Trump-turni í júní á síðasta ári. Starfsmaðurinn, sem starfaði í Bandaríkjunum, er sá áttundi í röð fundargesta sem hafa verið nafngreindir. Starfsmaðurinn heitir Ike Kaveladze en Scott Balber staðfesti að Kaveladze hefði verið á fundinum samkvæmt frétt Washington Post. Barber er lögfræðingur feðganna Emin og Aras Agalarov, fyrrverandi viðskiptafélaga Bandaríkjaforseta. Balber sagði Kaveladze starfa hjá fyrirtæki Agalarov-feðganna og að hann hefði mætt á fundinn sem fulltrúi þeirra. Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. Mueller var skipaður í maí síðastliðnum til að rannsaka meint tengsl starfsmanna forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Beiðnin er fyrsta opinbera vísbendingin um að teymi Muellers hafi fundinn í Trump-turni til rannsóknar. Donald Trump yngri mætti til fundar við rússneskan lögfræðing í júní á síðasta ári gegn því að hann fengi þar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður síns. Hann birti sjálfur tölvupósta þess efnis á dögunum en sagði enn fremur ekkert marktækt hafa komið út úr fundinum. Enn hafa ekki allir sem voru viðstaddir fundinn verið nafngreindir en í för með Trump yngri var mágur hans og ráðgjafi Bandaríkjaforseta, Jared Kushner.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58 Seth Meyers kafaði í fund Trump yngri „Ekkert er of heimskulegt til að vera satt.“ 18. júlí 2017 10:05 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58
Seth Meyers kafaði í fund Trump yngri „Ekkert er of heimskulegt til að vera satt.“ 18. júlí 2017 10:05
Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00