Rennibrautir vígðar í milljóna framúrkeyrslu Haraldur Guðmundsson skrifar 13. júlí 2017 06:00 Sundlaug Akureyrar státar nú af lengstu rennibraut landsins sem er 86 metrar að lengd. Hún kostaði aftur á móti sitt. vísir/auðunn Nýju rennibrautirnar þrjár í Sundlaug Akureyrar verða vígðar í dag og stendur heildarkostnaður við endurbætur þar nú í um 405 milljónum króna. Líklegt er að sú tala hækki en upphaflega áttu framkvæmdir á svæðinu að kosta 270 milljónir.Ingibjörg Ólöf Ísaksen„Verkefnið hefur breyst mikið á þessum tíma og um mikið uppsafnað viðhald til margra ára að ræða. Við erum búin að setja rennibrautirnar þrjár upp, sem áttu upphaflega einungis að vera tvær, skipta um yfirborðsefni á öllum bökkum laugarinnar og erum komin með nýja lendingarlaug. Þá eru einnig ný leiktæki, skipt var um yfirborðsefni í vaðlaug og á bökkum og steyptur kaldur pottur,“ segir Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar. „Við biðum aftur á móti með nýjan heitan pott og svo á eftir að ganga frá garðinum og sólbaðsaðstöðunni þar. Það verður gert með haustinu og auk þess ætlum við að taka í notkun fjölnotaklefa fyrir fatlaða og aðra hópa með sérþarfir. Svo grófum við upp garðinn og ætlum að hafa allt svæðið í svipaðri hæð og auka þannig aðgengi allra. Sundlaugargarðurinn er enn í hönnun og því getum við ekki gefið nákvæma tölu yfir heildarkostnað verkefnisins.“ Framkvæmdir við sundlaugina hófust í október í fyrra eða einu ári eftir að bæjaryfirvöld höfðu kynnt að áætlaður kostnaður væri 270 milljónir króna. Kom þá fram að þær væru vissulega dýrar en hins vegar nauðsynlegt aðdráttarafl fyrir íbúa og ferðamenn. Gengið var frá fyrsta samningi vegna kaupa á nýrri rennibraut árið 2013 og í árslok 2016 stóð framkvæmdakostnaðurinn í 297 milljónum. „Athöfnin í dag verður stór áfangi og margir búnir að bíða eftir þessu og þetta verður frábært,“ segir Ingibjörg Ólöf. Rennibrautirnar verða vígðar klukkan 14.00 og þá tilkynnt um sigurvegara í samkeppni um nöfn á nýju brautirnar. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Sundlaugar Tengdar fréttir Nýju rennibrautirnar við Sundlaug Akureyrar að smella saman Reiknað er með að Akureyringar, sem og aðrir gestir sundlaugarinnar, geti byrjað að renna sér í nýju rennibrautunum um mánaðarmót júní og júlí. 4. maí 2017 15:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Nýju rennibrautirnar þrjár í Sundlaug Akureyrar verða vígðar í dag og stendur heildarkostnaður við endurbætur þar nú í um 405 milljónum króna. Líklegt er að sú tala hækki en upphaflega áttu framkvæmdir á svæðinu að kosta 270 milljónir.Ingibjörg Ólöf Ísaksen„Verkefnið hefur breyst mikið á þessum tíma og um mikið uppsafnað viðhald til margra ára að ræða. Við erum búin að setja rennibrautirnar þrjár upp, sem áttu upphaflega einungis að vera tvær, skipta um yfirborðsefni á öllum bökkum laugarinnar og erum komin með nýja lendingarlaug. Þá eru einnig ný leiktæki, skipt var um yfirborðsefni í vaðlaug og á bökkum og steyptur kaldur pottur,“ segir Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar. „Við biðum aftur á móti með nýjan heitan pott og svo á eftir að ganga frá garðinum og sólbaðsaðstöðunni þar. Það verður gert með haustinu og auk þess ætlum við að taka í notkun fjölnotaklefa fyrir fatlaða og aðra hópa með sérþarfir. Svo grófum við upp garðinn og ætlum að hafa allt svæðið í svipaðri hæð og auka þannig aðgengi allra. Sundlaugargarðurinn er enn í hönnun og því getum við ekki gefið nákvæma tölu yfir heildarkostnað verkefnisins.“ Framkvæmdir við sundlaugina hófust í október í fyrra eða einu ári eftir að bæjaryfirvöld höfðu kynnt að áætlaður kostnaður væri 270 milljónir króna. Kom þá fram að þær væru vissulega dýrar en hins vegar nauðsynlegt aðdráttarafl fyrir íbúa og ferðamenn. Gengið var frá fyrsta samningi vegna kaupa á nýrri rennibraut árið 2013 og í árslok 2016 stóð framkvæmdakostnaðurinn í 297 milljónum. „Athöfnin í dag verður stór áfangi og margir búnir að bíða eftir þessu og þetta verður frábært,“ segir Ingibjörg Ólöf. Rennibrautirnar verða vígðar klukkan 14.00 og þá tilkynnt um sigurvegara í samkeppni um nöfn á nýju brautirnar.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Sundlaugar Tengdar fréttir Nýju rennibrautirnar við Sundlaug Akureyrar að smella saman Reiknað er með að Akureyringar, sem og aðrir gestir sundlaugarinnar, geti byrjað að renna sér í nýju rennibrautunum um mánaðarmót júní og júlí. 4. maí 2017 15:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Nýju rennibrautirnar við Sundlaug Akureyrar að smella saman Reiknað er með að Akureyringar, sem og aðrir gestir sundlaugarinnar, geti byrjað að renna sér í nýju rennibrautunum um mánaðarmót júní og júlí. 4. maí 2017 15:30