Trump segir soninn opinn og saklausan 13. júlí 2017 06:00 Donald Trump yngri hefur orðið fyrir barðinu á miklum nornaveiðum að sögn föður hans. vísir/afp Rannsókn á og umfjöllun um tengsl rússneska ríkisins við forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögu Bandaríkjanna. Þessu tísti forsetinn í gær. Donald Trump yngri er mikið til umfjöllunar í Bandaríkjunum, sem og víðar, vegna fundar sem hann sótti í júní á síðasta ári með lögfræðingi er hefur tengsl við rússnesku ríkisstjórnina. Var boðað til fundarins á þeim forsendum að lögfræðingurinn byggi yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps eldri. The New York Times upplýsti Trump yngri um að blaðið ætlaði að birta tölvupóstsamskipti hans við Rob Goldstone, upplýsingafulltrúann sem kom fundinum á. Birti Trump yngri tölvupóstana sjálfur á Twitter. Í þeim sagði forsetasonurinn að hann yrði hæstánægður með að fá téðar upplýsingar. Jafnframt upplýsti Goldstone Trump yngri um að upplýsingarnar væru „liður í stuðningi Rússlands og ríkisstjórnar þess við framboð Donalds Trump“. Fyrrnefnt tíst Bandaríkjaforseta var sent út í kjölfar viðtals sonarins á sjónvarpsstöðinni Fox News. „Sonur minn, Donald, stóð sig vel í gærkvöldi. Hann var opinskár, gagnsær og saklaus. Þetta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögunni. Sorglegt!“ tísti forseti Bandaríkjanna. „Af hverju eru Demókratar ekki meðhöndlaðir á sama hátt? Sjáið hvað Hillary Clinton virðist hafa komist upp með. Skammarlegt!“ tísti Trump síðar um daginn.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.vísir/afpSagði sonurinn í viðtalinu, sem Sean Hannity tók, að hann hefði aldrei sagt föður sínum frá fundinum. „Þetta var svo mikið ekkert. Það var ekkert að segja. Ég meina, ég hefði ekki munað eftir þessu áður en fjölmiðlar fóru að garfa í málinu. Þetta var bara tuttugu mínútna tímasóun, sem er synd.“ Trump yngri sagði jafnframt að hann myndi standa á annan hátt að hlutunum, fengi hann einhverju um það ráðið. „Einhver sendi mér tölvupóst. Ég ræð ekki hvað einhver sendir mér. Ég les það og sendi viðeigandi svar,“ sagði Trump yngri. Dmítrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, hefur sjálfur neitað tengslum ríkisstjórnarinnar við lögfræðinginn sem sótti fundinn og það hefur lögfræðingurinn sjálfur einnig gert. Demókratar taka þessum nýju upplýsingum ekki af léttúð. Þannig hafa allnokkrir þeirra bendlað forsetasoninn við landráð. Meðal annars öldungadeildarþingmaðurinn Tim Kaine, sem var varaforsetaefni Clinton. „Það er ekkert sannað enn. En þetta er orðið meira en bara spurningin um að hindra framgang réttvísinnar. Þetta fer að nálgast meinsæri og jafnvel landráð,“ sagði Kaine. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Seth Moulton tók í sama streng. „Ef þetta eru ekki landráð veit ég ekki hvað.“ Enn sem komið er hafa Repúblikanar lítið viljað tjá sig um málið og vísa samkvæmt The Wall Street Journal frekar á þá er fara með rannsókn á áhrifum Rússa á forsetakosningarnar. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Rannsókn á og umfjöllun um tengsl rússneska ríkisins við forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögu Bandaríkjanna. Þessu tísti forsetinn í gær. Donald Trump yngri er mikið til umfjöllunar í Bandaríkjunum, sem og víðar, vegna fundar sem hann sótti í júní á síðasta ári með lögfræðingi er hefur tengsl við rússnesku ríkisstjórnina. Var boðað til fundarins á þeim forsendum að lögfræðingurinn byggi yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps eldri. The New York Times upplýsti Trump yngri um að blaðið ætlaði að birta tölvupóstsamskipti hans við Rob Goldstone, upplýsingafulltrúann sem kom fundinum á. Birti Trump yngri tölvupóstana sjálfur á Twitter. Í þeim sagði forsetasonurinn að hann yrði hæstánægður með að fá téðar upplýsingar. Jafnframt upplýsti Goldstone Trump yngri um að upplýsingarnar væru „liður í stuðningi Rússlands og ríkisstjórnar þess við framboð Donalds Trump“. Fyrrnefnt tíst Bandaríkjaforseta var sent út í kjölfar viðtals sonarins á sjónvarpsstöðinni Fox News. „Sonur minn, Donald, stóð sig vel í gærkvöldi. Hann var opinskár, gagnsær og saklaus. Þetta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögunni. Sorglegt!“ tísti forseti Bandaríkjanna. „Af hverju eru Demókratar ekki meðhöndlaðir á sama hátt? Sjáið hvað Hillary Clinton virðist hafa komist upp með. Skammarlegt!“ tísti Trump síðar um daginn.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.vísir/afpSagði sonurinn í viðtalinu, sem Sean Hannity tók, að hann hefði aldrei sagt föður sínum frá fundinum. „Þetta var svo mikið ekkert. Það var ekkert að segja. Ég meina, ég hefði ekki munað eftir þessu áður en fjölmiðlar fóru að garfa í málinu. Þetta var bara tuttugu mínútna tímasóun, sem er synd.“ Trump yngri sagði jafnframt að hann myndi standa á annan hátt að hlutunum, fengi hann einhverju um það ráðið. „Einhver sendi mér tölvupóst. Ég ræð ekki hvað einhver sendir mér. Ég les það og sendi viðeigandi svar,“ sagði Trump yngri. Dmítrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, hefur sjálfur neitað tengslum ríkisstjórnarinnar við lögfræðinginn sem sótti fundinn og það hefur lögfræðingurinn sjálfur einnig gert. Demókratar taka þessum nýju upplýsingum ekki af léttúð. Þannig hafa allnokkrir þeirra bendlað forsetasoninn við landráð. Meðal annars öldungadeildarþingmaðurinn Tim Kaine, sem var varaforsetaefni Clinton. „Það er ekkert sannað enn. En þetta er orðið meira en bara spurningin um að hindra framgang réttvísinnar. Þetta fer að nálgast meinsæri og jafnvel landráð,“ sagði Kaine. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Seth Moulton tók í sama streng. „Ef þetta eru ekki landráð veit ég ekki hvað.“ Enn sem komið er hafa Repúblikanar lítið viljað tjá sig um málið og vísa samkvæmt The Wall Street Journal frekar á þá er fara með rannsókn á áhrifum Rússa á forsetakosningarnar.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45