Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2017 09:14 Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru agndofa yfir gífuryrðum Scaramucci. Vísir/AFP Anthony Scaramucci, nýr samskiptastjóri Hvíta hússins, hélt klúran reiðilestur yfir blaðamanni New Yorker um aðalráðgjafa Donalds Trump forseta og sagði starfsmannastjóra Hvíta hússins brátt verða rekinn í mögnuðu símtali sem greint var frá í gær. Eftir að Ryan Lizza, blaðamaður New Yorker, tísti um að Scaramucci snæddi kvöldverð með Trump forseta, forsetafrúnni og tveimur núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Fox News-sjónvarpsstöðvarinnar á miðvikudagskvöld hringdi samskiptastjórinn í blaðamanninn og krafðist þess að fá að vita hver heimildamaður hans væri. Lizza greindi frá símtalinu í grein á New Yorker í gær en Scaramucci tók aldrei fram að blaðamaðurinn mætti ekki hafa neitt eftir sér.Hótaði að reka allt starfslið sittSvo virðist sem að Scaramucci hafi verið sannfærður um að Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefði lekið upplýsingum um kvöldverðinn en þeir eru sagðir hafa eldað grátt silfur saman. Priebus er meðal annars sagður hafa komið í veg fyrir að Scaramucci væri skipaður í embætti í ríkisstjórn Trump í janúar. Hótaði Scaramucci meðal annars að reka allt starfslið samskiptasviðs Hvíta hússins ef Lizza gæfi ekki upp heimildamann sinn. Trump og Scaramucci hafa barist hatrammlega gegn þeim sem leka upplýsingum innan úr ríkisstjórninni. „Reince Priebus, ef þú vilt leka einhverju, hann verður beðinn um að segja af sér mjög bráðlega,“ sagði Scaramucci við Lizza meðal annars.„Sjáum til hvort ég geti ekki reðurteppt þetta fólk“Scaramucci var þó hvergi nærri runnin reiðin. Gaf hann í skyn að Priebus hefði lekið upplýsingum um kvöldverðinn vegna þess að honum hefði ekki verið boðið. „Reince er andskotans ofsóknaróður geðsjúklingur,“ sagði Scaramucci áður en hann byrjaði að herma eftir starfsmannastjóranum. „Leyfðu mér að leka þessu fjandans máli og sjáum til hvort ég geti ekki reðurteppt (e. cock-block) þetta fólk eins og ég reðurteppti Scaramucci í sex mánuði,“ sagði Scaramucci þegar hann hermdi eftir Priebus.Reince Priebus er sagður hafa komið í veg fyrir að Scaramucci fengi starf í ríkisstjórn Trump í janúar.Vísir/AFP„Ég vil drepa alla helvítis lekarana“Scaramucci var einnig argur Priebus vegna þess að hann taldi hann standa að baki þess að greint hefði verið frá fjárhagsupplýsingum um hann í dagblaðinu Politico. Sú frétt byggðist hins vegar á opinberum gögnum frá Export-Import-bankanum sem Scaramucci starfaði við. „Það sem ég vil gera er að drepa alla helvítis lekarana og ég vil koma stefnumálum forsetans aftur á beinu brautina svo við getum náð árangri fyrir bandarísku þjóðina,“ sagði Scaramucci.„Ég er ekki að reyna að sjúga á mér eigin lim“Samskiptastjórinn hafði einnig nokkur vel valin orð um Stephen Bannon, aðalráðgjafa Trump forseta. Ólíkt öðrum háttsettum embættismönnum sagðist Scaramucci ekki hafa nokkurn áhuga á athygli fjölmiðla. „Ég er ekki Steve Bannon. Ég er ekki að reyna að sjúga á mér eigin lim. Ég er ekki að reyna að byggja upp mitt eigið vörumerki í gegnum helvítis styrkleika forsetans. Ég er hér til að þjóna landi mínu,“ hreitti Scaramucci út úr sér. Hvorki Priebus né Bannon vildu tjá sig um ummæli Scaramucci.Stephen Bannon er liðugri en meðalmaðurinn ef marka má orð Scaramucci.Vísir/AFPSkömmu eftir að símtalinu lauk tísti Scaramucci um það sem hann taldi ólöglegan leka á fjárhagsupplýsingunum um sig. Margir skildu það tíst sem svo að hann vildi að alríkislögreglan FBI rannsakaði Priebus vegna leka. Sjá einnig:Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Scaramucci eyddi tístinu síðar og sagðist aðeins hafa nefnt Priebus í tístinu því það væri hans að afhjúpa þá sem leka upplýsingum í Hvíta húsinu. Í viðtali við CNN í gærmorgun virtist Scaramucci þó enn saka Priebus um lekann.Kennir blaðamanninum umEftir að New Yorker birti frásögn Lizza af símtalinu við Scaramucci tísti samskiptastjórinn að hann notaði stundum „litríkt orðalag“. Hann myndi í framtíðinni sitja á strák sínum hvað það varðaði en halda áfram ástríðufullri vörn fyrir stefnumál Trump. Í nótt virtist Scaramucci hafa hugsað sig betur um og ákvað að kenna blaðamanninum um að gífuryrði hans hafi orðið opinber. „Ég gerði mistök með því að treysta blaðamanni. Það kemur ekki fyrir aftur,“ tísti hann.I made a mistake in trusting in a reporter. It won't happen again.— Anthony Scaramucci (@Scaramucci) July 28, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Anthony Scaramucci, nýr samskiptastjóri Hvíta hússins, hélt klúran reiðilestur yfir blaðamanni New Yorker um aðalráðgjafa Donalds Trump forseta og sagði starfsmannastjóra Hvíta hússins brátt verða rekinn í mögnuðu símtali sem greint var frá í gær. Eftir að Ryan Lizza, blaðamaður New Yorker, tísti um að Scaramucci snæddi kvöldverð með Trump forseta, forsetafrúnni og tveimur núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Fox News-sjónvarpsstöðvarinnar á miðvikudagskvöld hringdi samskiptastjórinn í blaðamanninn og krafðist þess að fá að vita hver heimildamaður hans væri. Lizza greindi frá símtalinu í grein á New Yorker í gær en Scaramucci tók aldrei fram að blaðamaðurinn mætti ekki hafa neitt eftir sér.Hótaði að reka allt starfslið sittSvo virðist sem að Scaramucci hafi verið sannfærður um að Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefði lekið upplýsingum um kvöldverðinn en þeir eru sagðir hafa eldað grátt silfur saman. Priebus er meðal annars sagður hafa komið í veg fyrir að Scaramucci væri skipaður í embætti í ríkisstjórn Trump í janúar. Hótaði Scaramucci meðal annars að reka allt starfslið samskiptasviðs Hvíta hússins ef Lizza gæfi ekki upp heimildamann sinn. Trump og Scaramucci hafa barist hatrammlega gegn þeim sem leka upplýsingum innan úr ríkisstjórninni. „Reince Priebus, ef þú vilt leka einhverju, hann verður beðinn um að segja af sér mjög bráðlega,“ sagði Scaramucci við Lizza meðal annars.„Sjáum til hvort ég geti ekki reðurteppt þetta fólk“Scaramucci var þó hvergi nærri runnin reiðin. Gaf hann í skyn að Priebus hefði lekið upplýsingum um kvöldverðinn vegna þess að honum hefði ekki verið boðið. „Reince er andskotans ofsóknaróður geðsjúklingur,“ sagði Scaramucci áður en hann byrjaði að herma eftir starfsmannastjóranum. „Leyfðu mér að leka þessu fjandans máli og sjáum til hvort ég geti ekki reðurteppt (e. cock-block) þetta fólk eins og ég reðurteppti Scaramucci í sex mánuði,“ sagði Scaramucci þegar hann hermdi eftir Priebus.Reince Priebus er sagður hafa komið í veg fyrir að Scaramucci fengi starf í ríkisstjórn Trump í janúar.Vísir/AFP„Ég vil drepa alla helvítis lekarana“Scaramucci var einnig argur Priebus vegna þess að hann taldi hann standa að baki þess að greint hefði verið frá fjárhagsupplýsingum um hann í dagblaðinu Politico. Sú frétt byggðist hins vegar á opinberum gögnum frá Export-Import-bankanum sem Scaramucci starfaði við. „Það sem ég vil gera er að drepa alla helvítis lekarana og ég vil koma stefnumálum forsetans aftur á beinu brautina svo við getum náð árangri fyrir bandarísku þjóðina,“ sagði Scaramucci.„Ég er ekki að reyna að sjúga á mér eigin lim“Samskiptastjórinn hafði einnig nokkur vel valin orð um Stephen Bannon, aðalráðgjafa Trump forseta. Ólíkt öðrum háttsettum embættismönnum sagðist Scaramucci ekki hafa nokkurn áhuga á athygli fjölmiðla. „Ég er ekki Steve Bannon. Ég er ekki að reyna að sjúga á mér eigin lim. Ég er ekki að reyna að byggja upp mitt eigið vörumerki í gegnum helvítis styrkleika forsetans. Ég er hér til að þjóna landi mínu,“ hreitti Scaramucci út úr sér. Hvorki Priebus né Bannon vildu tjá sig um ummæli Scaramucci.Stephen Bannon er liðugri en meðalmaðurinn ef marka má orð Scaramucci.Vísir/AFPSkömmu eftir að símtalinu lauk tísti Scaramucci um það sem hann taldi ólöglegan leka á fjárhagsupplýsingunum um sig. Margir skildu það tíst sem svo að hann vildi að alríkislögreglan FBI rannsakaði Priebus vegna leka. Sjá einnig:Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Scaramucci eyddi tístinu síðar og sagðist aðeins hafa nefnt Priebus í tístinu því það væri hans að afhjúpa þá sem leka upplýsingum í Hvíta húsinu. Í viðtali við CNN í gærmorgun virtist Scaramucci þó enn saka Priebus um lekann.Kennir blaðamanninum umEftir að New Yorker birti frásögn Lizza af símtalinu við Scaramucci tísti samskiptastjórinn að hann notaði stundum „litríkt orðalag“. Hann myndi í framtíðinni sitja á strák sínum hvað það varðaði en halda áfram ástríðufullri vörn fyrir stefnumál Trump. Í nótt virtist Scaramucci hafa hugsað sig betur um og ákvað að kenna blaðamanninum um að gífuryrði hans hafi orðið opinber. „Ég gerði mistök með því að treysta blaðamanni. Það kemur ekki fyrir aftur,“ tísti hann.I made a mistake in trusting in a reporter. It won't happen again.— Anthony Scaramucci (@Scaramucci) July 28, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07
Nýr samskiptastjóri Hvíta hússins eyðir gömlum tístum þar sem hann gagnrýndi Trump Þá segir hann einnig að stjórnmál með það að markmiði að ná sér niður á einhverjum séu ekki líðandi. 22. júlí 2017 23:43