Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2017 21:50 Robert Mueller er farinn að spýta í lófana í rannsókninni á Rússum og forsetaframboði Trump. Vísir/AFP Kviðdómur hefur verið skráður í tengslum við rannsókn bandarískra yfirvalda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins er nú sagður rannsaka mögulega fjármálaglæpi bandamanna Donalds Trump.Reuters-fréttastofan og Wall Street Journal greindu frá því í kvöld að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefði valið kviðdómendur og er það talið til marks um að aukinn þungi sé að færast í rannsókn hans. Gefnar hafa verið út stefnur vegna hluta rannsóknarinnar. Kviðdómur (e. grand jury) af þessu tagi leggur mat á hvort að saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur. Í samantekt breska ríkisútvarpsins BBC segir að stefnurnar sem hafa verið gefnar út varði fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni í júní í fyrra. Jared Kushner, tengdasonur Trump, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri hans, voru einnig viðstaddir fundinn. Þeim hafði verið lofað skaðlegum gögnum um Hillary Clinton sem áttu að vera liður í herferð rússneskra stjórnvalda til að hjálpa forsetaframboði Trump.Rannsaka mögulega fjármálaglæpiÁ sama tíma segir CNN-fréttastöðin frá því að Mueller og samstarfsmenn hans elti nú peningaslóðina í rannsókn sinni á hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna og embættistöku Trump. Fjárhagsleg tengsl bandamanna forsetans séu frjór jarðvegur fryir rannsakendur. Heimildir CNN herma að rannsakendurnir hafi fært út kvíarnar undanfarið og kanni nú mögulega fjármálaglæpi. Trump varaði Mueller við að rannsaka fjármál sín í nýlegu viðtali. Taldi hann það línu sem rannsakandinn mætti ekki stíga yfir. Hann hefur ekki útilokað að reka Mueller. Ty Cobb, sérstakur lögmaður Hvíta hússins vegna rannsóknarinnar, sagði í dag ekkert benda til þess að forsetinn sé sjálfur til rannsóknar. Fagnaði hann því að aukinn hraði færist í rannsóknina og sagði Hvíta húsið munu vinna með rannsakendum að fullu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segir rannsakanda ekki hlutlausan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær efasemdum sínum um hlutleysi Roberts Mueller sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningum vestra og möguleg tengsl þeirra við framboð Trumps. 24. júní 2017 07:00 Trump segist vera til rannsóknar fyrir að hafa rekið Comey Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter fyrr í dag og staðfesti það að hann væri til rannsóknar vegna brottvikningar James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, úr embætti. 16. júní 2017 17:51 Kushner sver af sér samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump segist ekki hafa haft neitt samráð við rússneska embættismenn í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra og segist ekki kunnugt um að neinn annar sem starfaði við framboðið hafi gert það. Hann ber vitni um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar fyrir luktum dyrum þingnefnda í dag og á morgun. 24. júlí 2017 13:02 Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Kviðdómur hefur verið skráður í tengslum við rannsókn bandarískra yfirvalda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins er nú sagður rannsaka mögulega fjármálaglæpi bandamanna Donalds Trump.Reuters-fréttastofan og Wall Street Journal greindu frá því í kvöld að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefði valið kviðdómendur og er það talið til marks um að aukinn þungi sé að færast í rannsókn hans. Gefnar hafa verið út stefnur vegna hluta rannsóknarinnar. Kviðdómur (e. grand jury) af þessu tagi leggur mat á hvort að saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur. Í samantekt breska ríkisútvarpsins BBC segir að stefnurnar sem hafa verið gefnar út varði fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni í júní í fyrra. Jared Kushner, tengdasonur Trump, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri hans, voru einnig viðstaddir fundinn. Þeim hafði verið lofað skaðlegum gögnum um Hillary Clinton sem áttu að vera liður í herferð rússneskra stjórnvalda til að hjálpa forsetaframboði Trump.Rannsaka mögulega fjármálaglæpiÁ sama tíma segir CNN-fréttastöðin frá því að Mueller og samstarfsmenn hans elti nú peningaslóðina í rannsókn sinni á hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna og embættistöku Trump. Fjárhagsleg tengsl bandamanna forsetans séu frjór jarðvegur fryir rannsakendur. Heimildir CNN herma að rannsakendurnir hafi fært út kvíarnar undanfarið og kanni nú mögulega fjármálaglæpi. Trump varaði Mueller við að rannsaka fjármál sín í nýlegu viðtali. Taldi hann það línu sem rannsakandinn mætti ekki stíga yfir. Hann hefur ekki útilokað að reka Mueller. Ty Cobb, sérstakur lögmaður Hvíta hússins vegna rannsóknarinnar, sagði í dag ekkert benda til þess að forsetinn sé sjálfur til rannsóknar. Fagnaði hann því að aukinn hraði færist í rannsóknina og sagði Hvíta húsið munu vinna með rannsakendum að fullu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segir rannsakanda ekki hlutlausan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær efasemdum sínum um hlutleysi Roberts Mueller sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningum vestra og möguleg tengsl þeirra við framboð Trumps. 24. júní 2017 07:00 Trump segist vera til rannsóknar fyrir að hafa rekið Comey Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter fyrr í dag og staðfesti það að hann væri til rannsóknar vegna brottvikningar James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, úr embætti. 16. júní 2017 17:51 Kushner sver af sér samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump segist ekki hafa haft neitt samráð við rússneska embættismenn í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra og segist ekki kunnugt um að neinn annar sem starfaði við framboðið hafi gert það. Hann ber vitni um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar fyrir luktum dyrum þingnefnda í dag og á morgun. 24. júlí 2017 13:02 Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Trump segir rannsakanda ekki hlutlausan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær efasemdum sínum um hlutleysi Roberts Mueller sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningum vestra og möguleg tengsl þeirra við framboð Trumps. 24. júní 2017 07:00
Trump segist vera til rannsóknar fyrir að hafa rekið Comey Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter fyrr í dag og staðfesti það að hann væri til rannsóknar vegna brottvikningar James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, úr embætti. 16. júní 2017 17:51
Kushner sver af sér samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump segist ekki hafa haft neitt samráð við rússneska embættismenn í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra og segist ekki kunnugt um að neinn annar sem starfaði við framboðið hafi gert það. Hann ber vitni um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar fyrir luktum dyrum þingnefnda í dag og á morgun. 24. júlí 2017 13:02
Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01
Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38
Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46
Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31