Í bréfinu eru kennararnir hvattir til að kynna nemendur í upphafi annar fyrir tilvist vefgáttarinnar málið.is. Þar er að finna ýmsan fróðleik um íslenskt tungumál, réttritun, merkingu, orðsifjar og beygingar orða.
Málið.is er öllum opið endurgjaldslaust og er aðlagað snjalltækjum sem og borðtölvum. Þar er nú að finna gögn úr Stafsetningarorðabók, Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, Íslenskri orðsifjabók, Íslenskri nútímamálsorðabók, Íðorðabankanum og Málfarsbankanum. Á næstu misserum mun vefgáttin vaxa enn frekar og fleiri gagnasöfn bætast í hópinn á vefnum.
Kynningarmyndband fyrir Málið.is má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.