Fengu góðar fréttir eftir draumabrúðkaupið: „Æxlin í lungunum hafa ekkert stækkað“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 10:15 Fimm ár eru síðan Bjarki greindist með krabbamein. Erling Ó Aðalsteinsson Ástrós Rut Sigurðardóttir og Bjarki Már Sigvaldason hafa þurft að berjast mikið síðustu fimm ár síðan hann greindist fyrst með krabbamein. Ástrós hefur áður opnað sig um erfiðleikana og baráttu þeirra við kerfið en hún er nú orðin formaður Krafts, Stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Parið gifti sig í sumar og fengu þau nýlega jákvæðar fréttir tengdar veikindum Bjarka. „Bjarki hefur verið veikur í fimm ár. Það að hann sé á lífi í dag er kraftaverk. Maður sem greinist með 4stigs ristilkrabbamein lifir vanalega í um það bil tvö ár. Bjarki er bara ekki sammála því og hans lífsvilji sýnir og sannar hvað hægt er að gera. Við höfum reynt allt og það hefur borið árangur. Í dag er hann í lyfjameðferð og gengur hún mjög vel. Við tökum eitt skref í einu og er áætluð aðgerð á lungum í vetur þar sem nokkur æxli verða skorin burt. Svo bara sjáum við hvað lífið færir okkur,“ segir Ástrós í samtali við Vísi.Ástrós og Bjarki nýgiftÁstrós RutÁstrós segir að það gangi vel að vera formaður Krafts þökk sé vel valinni stjórn og góðu starfsfólki. „Maraþonið er okkur efst í huga þessa dagana enda nýtur Kraftur engra opinberra styrkja og byggir afkomu sína alfarið á velvilja almennings og fyrirtækja. Því er þessi söfnun okkur mjög mikilvæg svo við getum haldið áfram að styðja við ungt krabbameinsveikt fólk og þeirra aðstandendur. Við sinnum einnig mjög öflugri hagsmunagæslu fyrir félagsmenn sem og höldum úti stuðningsneti. Ég er einstaklega þakklát fyrir að vera partur af þessu félagi og hjálpa því að vaxa og dafna. Það hjálpar mér að geta hjálpað öðrum og sé ég meira og meira hvað Kraftur er einstaklega mikilvægt og þarft félag í samfélaginu.“ Magnaðar niðurstöður Ástrós og Bjarki giftu sig fyrr í sumar og fóru í kjölfarið í brúðkaupsferð til Dúbaí og Maldíveyja. „Bjarki vildi fara á afskekkta eyju og liggja á ströndinni og gera ekkert. Það var draumurinn hans og vildum við láta hann rætast. Það tókst. Við vorum í Dúbaí í nokkra daga og fórum svo til Maldíveyja sem er það fallegasta sem ég hef séð. Við nutum okkar í botn og enduðum svo ferðina á Mílanó. Fullkomin ferð í alla staði.“ Þau eru nú komin heim og fengu frábærar fréttir í síðustu læknisheimsókn. „Bjarki tók sér lyfjapásu á meðan við vorum í brúðkaupsferð. Þetta voru um það bil fimm vikur sem hann tók engin lyf og vorum við frekar stressuð þegar við fengum að vita niðurstöður úr myndatöku á heila og lungum. Við trúðum varla okkar eigin eyrum þegar við fengum að vita að heilinn er alveg hreinn og æxlin í lungunum hafa ekkert stækkað síðan á síðustu myndum. Þetta þýðir að lyfið virkar mjög vel og gefur okkur enn meiri von.“ Ástrós segir að þessar niðurstöður séu alveg magnaðar.Í brúðkaupsferðinniÁstrós RutFékk nýrnasteina fyrir brúðkaupið Ástrós byrjaði að undirbúa brúðkaupið ári fyrir stóra daginn. Hún verslaði mikið á netinu, þar á meðal brúðkaupskjólinn. Hún ætlar að hjálpa öðrum brúðhjónum að skipuleggja veisluna sína á sanngjörnu verði. „Mér fannst þetta svo gaman að ég ætla að opna brúðkaupsleigu í vetur þar sem ég mun leigja út ýmislegt fyrir veislur. Mér finnst vanta að geta leigt hluti á viðráðanlegu verði hér á landi og því ákvað ég að gera þetta bara sjálf. Brúðhjón eiga að geta haldið veislu án þess að fara á hausinn eða þurfa að kaupa allt og selja svo aftur eða leigja hluti á of háu verði.“ Þremur dögum fyrir brúðkaupið fékk Ástrós nýrnasteina sem hafði töluverð áhrif á undirbúninginn. „Það er eiginlega bara mjög slæmt því ég var rúmliggjandi alveg fram að brúðkaupi og gat ekkert gert. Vinkonur mínar og fjölskylda hjálpuðu mér að skreyta salinn, ég man ekki einu sinni eftir því, verkjalyfin voru svo sterk, og allir lögðust á eitt við að láta þetta ganga upp. Ég var svo á sjálfan brúðkaupsdaginn aðeins of sein í athöfnina. Brúðurin þurfti aðeins að láta bíða eftir sér, kannski óþarflega mikið, en eina manneskjan í kirkjunni sem var ekkert stressuð var Bjarki.“ Fullkominn brúðkaupsdagur Ástrós segir að brúðkaupsdagurinn hafi verið fullkominn. Hún byrjaði daginn með vinkonum sínum og drukku þær mímósur, borðuðu brunch og fengu greiðslu og förðun. Faðir Ástrósar sótti hana svo á hvítum hvítum 69´ Mustang og keyrði hana í kirkjuna.Erling Ó Aðalsteinsson „Athöfnin var gríðarlega falleg og skemmtileg. Vinkona mín og mamma hennar, séra Jóna Hrönn Bolladóttir, gáfu okkur saman og var það alveg einstaklega skemmtilegt. Aníta vinkona mín og bróðir hennar, Aron Hannes, sungu í athöfninni og Guðrún Gunnars líka. Þetta var allt svo fallegt að ég var fegin að ég tók með mér tissjú.“ Eftir athöfnina fóru brúðhjónin í myndatöku áður en haldið var í HK salinn til þess að skála með gestunum. „Ég átti ekki til orð þegar ég labbaði inn, allt var svo fallegt,“ segir Ástrós. „Þessi fallegi dagur var sá yndislegasti og skemmtilegasti dagur sem ég hef upplifað. Fólk skemmti sér virkilega vel.“ Ástrós segir að það þurfi að huga að mörgu í svona stórri veislu, bæði eiga þau stórar fjölskyldur og svo buðu þau líka mörgum vinum til þess að fagna ástinni með. „Þetta hefði þó aldrei tekist nema með hjálp góðra vina og fjölskyldu. Einnig gáfu ansi margir vinnuna sína og enn aðrir styrktu okkur til að láta þennan dag rætast. Ég verð þeim ávallt þakklát. Þetta gekk allt saman ótrúlega vel, auðvitað gleymist eitthvað en það skiptir bara engu máli.“Bensínlaus á Miklubraut Ástrós segir að ýmislegt hafi farið úrskeiðis, eins og þegar brúðarbíllinn varð bensínlaus á Miklubrautinni á leiðinni úr kirkjunni eftir athöfn. „Þetta var alveg einstaklega fyndið atvik enda vorum við á mjög fjölförnum vegi. Þetta reddaðist þó eftir stutta stund, pabbi var með auka brúsa í bílnum. Það var líka ýmislegt sem við náðum ekki að klára vegna veikinda hjá mér, við náðum ekki að klára sætaröðun þannig að gestir fengu bara að velja sér sæti og heppnaðist það vel. Ég gleymdi að kaupa hina og þessa hluti í Bónus þannig að tengdamamma reddaði því á síðustu mínútu og gestabókin var ekkert skreytt, en það skipti engu máli. Hún verður bara skreytt seinna. Þessir hlutir skipta engu máli og eru bara fyndin atvik í minningunni okkar í dag.“ Maturinn og stemningin var samt það sem stóð upp úr eftir stóra daginn. Sóli Hólm var veislustjóri og Frikki Dór og Stefanía Svavars komu bæði fram í lok kvöldsins. „Það var alltaf stutt í húmorinn og fólk skemmti sér vel. Mér er sérstaklega minnistætt þegar uppáhalds lagið okkar Bjarka, I want to know what love is með The Foreigners var sungið af Stefaníu Svavars og allir enduðu úti á gólfi í kossaflensi, líka brúðhjónin. Þetta var svo fallegt og ástin skein svo skært þetta kvöld. Þessu augnabliki gleymi ég aldrei.“Erling Ó AðalsteinssonLangar að eignast barn Nú eru Ástrós og Bjarki að leita sér að íbúð til að leigja þar sem íbúðin sem þau fluttu í á síðasta ári var aðeins í boði í skamman tíma. „Kópavogur er alltaf í fyrsta sæti hjá Bjarka en annars erum við mjög opin fyrir öllu. Laugardalurinn er í miklu uppáhaldi hjá mér enda eyddi ég æskurárunum þar í mikilli ró.“ Í mars á þessu ári lét parið frysta fósturvísa. Framundan hjá þeim eru einstaklega spennandi tímar enda eru þau ákveðin í að láta alla sína drauma rætast og langar að verða foreldrar. „Bjarki er í lyfjameðferð og því get ég ekki orðið barnshafandi á venjulegan hátt. Ég fór í eggheimtu í byrjun árs og létum við frysta tvo fósturvísa. Einn var settur upp í vor en hann náði ekki að festa sig og því tókst uppsetningin ekki. Við ætlum að reyna aftur í vetur, við eigum einn fósturvísi eftir og bind ég vonir við að þetta takist.“ Ástrós segir að ef þetta gangi ekki muni hún fara aftur í gegnum hormónameðferð og eggheimtu. „Lífið er nefnilega núna og okkur langar að eignast barn saman.“ Tengdar fréttir Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Myndband Ástrósar Rutar Sigurðardóttur hefur vakið mikla athygli í kvöld 30. mars 2017 19:30 Þjóðin í áfalli eftir ákall Ástrósar: „Ógeðslegt samfélag sem níðist á sínum minnstu bræðrum“ Ástrós Rut Sigurðardóttir vakti gríðarlega athygli í íslenskum miðlum og á Facebook í gær en hún birti myndband sem snerti greinilega við landanum. 31. mars 2017 10:45 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Ástrós Rut Sigurðardóttir og Bjarki Már Sigvaldason hafa þurft að berjast mikið síðustu fimm ár síðan hann greindist fyrst með krabbamein. Ástrós hefur áður opnað sig um erfiðleikana og baráttu þeirra við kerfið en hún er nú orðin formaður Krafts, Stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Parið gifti sig í sumar og fengu þau nýlega jákvæðar fréttir tengdar veikindum Bjarka. „Bjarki hefur verið veikur í fimm ár. Það að hann sé á lífi í dag er kraftaverk. Maður sem greinist með 4stigs ristilkrabbamein lifir vanalega í um það bil tvö ár. Bjarki er bara ekki sammála því og hans lífsvilji sýnir og sannar hvað hægt er að gera. Við höfum reynt allt og það hefur borið árangur. Í dag er hann í lyfjameðferð og gengur hún mjög vel. Við tökum eitt skref í einu og er áætluð aðgerð á lungum í vetur þar sem nokkur æxli verða skorin burt. Svo bara sjáum við hvað lífið færir okkur,“ segir Ástrós í samtali við Vísi.Ástrós og Bjarki nýgiftÁstrós RutÁstrós segir að það gangi vel að vera formaður Krafts þökk sé vel valinni stjórn og góðu starfsfólki. „Maraþonið er okkur efst í huga þessa dagana enda nýtur Kraftur engra opinberra styrkja og byggir afkomu sína alfarið á velvilja almennings og fyrirtækja. Því er þessi söfnun okkur mjög mikilvæg svo við getum haldið áfram að styðja við ungt krabbameinsveikt fólk og þeirra aðstandendur. Við sinnum einnig mjög öflugri hagsmunagæslu fyrir félagsmenn sem og höldum úti stuðningsneti. Ég er einstaklega þakklát fyrir að vera partur af þessu félagi og hjálpa því að vaxa og dafna. Það hjálpar mér að geta hjálpað öðrum og sé ég meira og meira hvað Kraftur er einstaklega mikilvægt og þarft félag í samfélaginu.“ Magnaðar niðurstöður Ástrós og Bjarki giftu sig fyrr í sumar og fóru í kjölfarið í brúðkaupsferð til Dúbaí og Maldíveyja. „Bjarki vildi fara á afskekkta eyju og liggja á ströndinni og gera ekkert. Það var draumurinn hans og vildum við láta hann rætast. Það tókst. Við vorum í Dúbaí í nokkra daga og fórum svo til Maldíveyja sem er það fallegasta sem ég hef séð. Við nutum okkar í botn og enduðum svo ferðina á Mílanó. Fullkomin ferð í alla staði.“ Þau eru nú komin heim og fengu frábærar fréttir í síðustu læknisheimsókn. „Bjarki tók sér lyfjapásu á meðan við vorum í brúðkaupsferð. Þetta voru um það bil fimm vikur sem hann tók engin lyf og vorum við frekar stressuð þegar við fengum að vita niðurstöður úr myndatöku á heila og lungum. Við trúðum varla okkar eigin eyrum þegar við fengum að vita að heilinn er alveg hreinn og æxlin í lungunum hafa ekkert stækkað síðan á síðustu myndum. Þetta þýðir að lyfið virkar mjög vel og gefur okkur enn meiri von.“ Ástrós segir að þessar niðurstöður séu alveg magnaðar.Í brúðkaupsferðinniÁstrós RutFékk nýrnasteina fyrir brúðkaupið Ástrós byrjaði að undirbúa brúðkaupið ári fyrir stóra daginn. Hún verslaði mikið á netinu, þar á meðal brúðkaupskjólinn. Hún ætlar að hjálpa öðrum brúðhjónum að skipuleggja veisluna sína á sanngjörnu verði. „Mér fannst þetta svo gaman að ég ætla að opna brúðkaupsleigu í vetur þar sem ég mun leigja út ýmislegt fyrir veislur. Mér finnst vanta að geta leigt hluti á viðráðanlegu verði hér á landi og því ákvað ég að gera þetta bara sjálf. Brúðhjón eiga að geta haldið veislu án þess að fara á hausinn eða þurfa að kaupa allt og selja svo aftur eða leigja hluti á of háu verði.“ Þremur dögum fyrir brúðkaupið fékk Ástrós nýrnasteina sem hafði töluverð áhrif á undirbúninginn. „Það er eiginlega bara mjög slæmt því ég var rúmliggjandi alveg fram að brúðkaupi og gat ekkert gert. Vinkonur mínar og fjölskylda hjálpuðu mér að skreyta salinn, ég man ekki einu sinni eftir því, verkjalyfin voru svo sterk, og allir lögðust á eitt við að láta þetta ganga upp. Ég var svo á sjálfan brúðkaupsdaginn aðeins of sein í athöfnina. Brúðurin þurfti aðeins að láta bíða eftir sér, kannski óþarflega mikið, en eina manneskjan í kirkjunni sem var ekkert stressuð var Bjarki.“ Fullkominn brúðkaupsdagur Ástrós segir að brúðkaupsdagurinn hafi verið fullkominn. Hún byrjaði daginn með vinkonum sínum og drukku þær mímósur, borðuðu brunch og fengu greiðslu og förðun. Faðir Ástrósar sótti hana svo á hvítum hvítum 69´ Mustang og keyrði hana í kirkjuna.Erling Ó Aðalsteinsson „Athöfnin var gríðarlega falleg og skemmtileg. Vinkona mín og mamma hennar, séra Jóna Hrönn Bolladóttir, gáfu okkur saman og var það alveg einstaklega skemmtilegt. Aníta vinkona mín og bróðir hennar, Aron Hannes, sungu í athöfninni og Guðrún Gunnars líka. Þetta var allt svo fallegt að ég var fegin að ég tók með mér tissjú.“ Eftir athöfnina fóru brúðhjónin í myndatöku áður en haldið var í HK salinn til þess að skála með gestunum. „Ég átti ekki til orð þegar ég labbaði inn, allt var svo fallegt,“ segir Ástrós. „Þessi fallegi dagur var sá yndislegasti og skemmtilegasti dagur sem ég hef upplifað. Fólk skemmti sér virkilega vel.“ Ástrós segir að það þurfi að huga að mörgu í svona stórri veislu, bæði eiga þau stórar fjölskyldur og svo buðu þau líka mörgum vinum til þess að fagna ástinni með. „Þetta hefði þó aldrei tekist nema með hjálp góðra vina og fjölskyldu. Einnig gáfu ansi margir vinnuna sína og enn aðrir styrktu okkur til að láta þennan dag rætast. Ég verð þeim ávallt þakklát. Þetta gekk allt saman ótrúlega vel, auðvitað gleymist eitthvað en það skiptir bara engu máli.“Bensínlaus á Miklubraut Ástrós segir að ýmislegt hafi farið úrskeiðis, eins og þegar brúðarbíllinn varð bensínlaus á Miklubrautinni á leiðinni úr kirkjunni eftir athöfn. „Þetta var alveg einstaklega fyndið atvik enda vorum við á mjög fjölförnum vegi. Þetta reddaðist þó eftir stutta stund, pabbi var með auka brúsa í bílnum. Það var líka ýmislegt sem við náðum ekki að klára vegna veikinda hjá mér, við náðum ekki að klára sætaröðun þannig að gestir fengu bara að velja sér sæti og heppnaðist það vel. Ég gleymdi að kaupa hina og þessa hluti í Bónus þannig að tengdamamma reddaði því á síðustu mínútu og gestabókin var ekkert skreytt, en það skipti engu máli. Hún verður bara skreytt seinna. Þessir hlutir skipta engu máli og eru bara fyndin atvik í minningunni okkar í dag.“ Maturinn og stemningin var samt það sem stóð upp úr eftir stóra daginn. Sóli Hólm var veislustjóri og Frikki Dór og Stefanía Svavars komu bæði fram í lok kvöldsins. „Það var alltaf stutt í húmorinn og fólk skemmti sér vel. Mér er sérstaklega minnistætt þegar uppáhalds lagið okkar Bjarka, I want to know what love is með The Foreigners var sungið af Stefaníu Svavars og allir enduðu úti á gólfi í kossaflensi, líka brúðhjónin. Þetta var svo fallegt og ástin skein svo skært þetta kvöld. Þessu augnabliki gleymi ég aldrei.“Erling Ó AðalsteinssonLangar að eignast barn Nú eru Ástrós og Bjarki að leita sér að íbúð til að leigja þar sem íbúðin sem þau fluttu í á síðasta ári var aðeins í boði í skamman tíma. „Kópavogur er alltaf í fyrsta sæti hjá Bjarka en annars erum við mjög opin fyrir öllu. Laugardalurinn er í miklu uppáhaldi hjá mér enda eyddi ég æskurárunum þar í mikilli ró.“ Í mars á þessu ári lét parið frysta fósturvísa. Framundan hjá þeim eru einstaklega spennandi tímar enda eru þau ákveðin í að láta alla sína drauma rætast og langar að verða foreldrar. „Bjarki er í lyfjameðferð og því get ég ekki orðið barnshafandi á venjulegan hátt. Ég fór í eggheimtu í byrjun árs og létum við frysta tvo fósturvísa. Einn var settur upp í vor en hann náði ekki að festa sig og því tókst uppsetningin ekki. Við ætlum að reyna aftur í vetur, við eigum einn fósturvísi eftir og bind ég vonir við að þetta takist.“ Ástrós segir að ef þetta gangi ekki muni hún fara aftur í gegnum hormónameðferð og eggheimtu. „Lífið er nefnilega núna og okkur langar að eignast barn saman.“
Tengdar fréttir Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Myndband Ástrósar Rutar Sigurðardóttur hefur vakið mikla athygli í kvöld 30. mars 2017 19:30 Þjóðin í áfalli eftir ákall Ástrósar: „Ógeðslegt samfélag sem níðist á sínum minnstu bræðrum“ Ástrós Rut Sigurðardóttir vakti gríðarlega athygli í íslenskum miðlum og á Facebook í gær en hún birti myndband sem snerti greinilega við landanum. 31. mars 2017 10:45 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Myndband Ástrósar Rutar Sigurðardóttur hefur vakið mikla athygli í kvöld 30. mars 2017 19:30
Þjóðin í áfalli eftir ákall Ástrósar: „Ógeðslegt samfélag sem níðist á sínum minnstu bræðrum“ Ástrós Rut Sigurðardóttir vakti gríðarlega athygli í íslenskum miðlum og á Facebook í gær en hún birti myndband sem snerti greinilega við landanum. 31. mars 2017 10:45