Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2017 10:15 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Vísir/Pjetur Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. Strætó hvetur alla sem ætla sér að eyða deginum eða kvöldinu í miðbæ Reykjavíkur að nýta sér almenningssamgöngur. Símaver Reykjavíkurborgar verður vel mannað á laugardeginum og þá sem vantar frekari upplýsingar um hátíðina geta hringt í síma 411-1111. Opið er í símaveri Reykjavíkurborgar frá klukkan 08:00-23:00.Skutluþjónusta Strætó Strætó verður með skutluþjónustu sem ekur frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og þaðan beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Skutluþjónustan er góður valkostur fyrir þá sem ætla á bílnum í miðbæinn, en ökumenn eru hvattir til að leggja kringum Borgartún eða Laugardalshöll og nýta sér strætóskutluna í miðbæinn. Strætóskutlurnar munu keyra frá klukkan 07:30 til klukkan 01:00 um nóttina og frítt er fyrir alla farþega.Leið Strætóskutlunnar má skoða hér.Hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið klukkan 22:30 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Klukkan 22:30 verður hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið og sérstöku leiðakerfi verður komið á klukkan 23:00 sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Hver leið verður merkt bókstaf og munu þær keyra frá Hlemm eða BSÍ á mismunandi áfangastaði innan höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega 70 strætisvagnar verða sendir eftir þörfum til þess að taka þátt í tæmingu miðbæjarins.Hægt er að skoða sérstaka leiðakerfið á korti hér.Leiðakerfi Strætó kl. 23:00 - 01:00 á Menningarnótt Brottfarir frá Hlemmi og BSÍ.Leið A: Bústaðavegur – Austurbær Akstursleið: Teigar – Sund – Vogar – Gerði – Bústaðavegur – HáaleitiLeið B: Breiðholt Akstursleið: Sæbraut - Mjódd – Bakkar – Hólar – Berg – Fell – SeljahverfiLeið G: Grafarvogur Akstursleið: Ártún – Gullinbrú – Foldir – Hús – Rimar – Borgir – Víkur – StaðirLeið H: Garðabær – Hafnarfjörður Akstursleið: Hamraborg – Ásgarður – Reykjavíkurvegur – Fjörður – Hringbraut – VellirLeið K: Kópavogur Akstursleið: Hamraborg – Digranes – Hjallar – Lindir – Salir – Kórar – VatnsendiLeið M: Grafarholt – Mosfellsbær* Akstursleið: Vesturlandsvegur – Grafarholt – Úlfarsárdalur – Mosfellsbær *(Ferð verður farin frá Háholti út á Kjalarnes kl. 00:30 )Leið N: Árbær – Norðlingaholt Akstursleið: Suðurlandsbraut - Ártún – Rofabær – Selásbraut – NorðlingaholtLeið V: Vesturbær – Seltjarnarnes Akstursleið: Þorragata – Hagar – Nesvegur – Seltjarnarnes – GrandarYfirlit yfir hátíðarsvæðið og götulokanir.Menningarnott.isGÖTULOKANIR Á Menningarnótt er miðborgin ein allsherjar göngugata og verður því lokuð fyrir bílaumferð frá kl. 7 að morgni til 2 eftir miðnætti. Það er gert til þess að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfaranda á þessum fjölsóttasta hátíðardegi ársins. Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að komast á hátíðarsvæðið. Þeir sem þurfa að koma á einkabíl er bent á að nota bílastæði við Borgartún og í Laugardalnum þar sem ókeypis strætóskutlur aka fólki til og frá hátíðarsvæðinu frá kl. 7.30-1.00. Eins og lög gera ráð fyrir verður sektað fyrir ólöglegar bílastöður og þeir bílar sem hindra aðgengi lögreglu, sjúkrabíla og slökkviliðs verða dregnir í burtu svo unnt sé að tryggja aðgengi þessara öryggisaðila ef óhapp ber að. Hægt er að nálgast kort yfir götulokanir á vefsíðu Menningarnætur eða fá upplýsingar í símaveri Reykjavíkurborgar frá kl. 8-23 á Menningarnótt, s.411-1111. Menningarnótt Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Sjá meira
Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. Strætó hvetur alla sem ætla sér að eyða deginum eða kvöldinu í miðbæ Reykjavíkur að nýta sér almenningssamgöngur. Símaver Reykjavíkurborgar verður vel mannað á laugardeginum og þá sem vantar frekari upplýsingar um hátíðina geta hringt í síma 411-1111. Opið er í símaveri Reykjavíkurborgar frá klukkan 08:00-23:00.Skutluþjónusta Strætó Strætó verður með skutluþjónustu sem ekur frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og þaðan beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Skutluþjónustan er góður valkostur fyrir þá sem ætla á bílnum í miðbæinn, en ökumenn eru hvattir til að leggja kringum Borgartún eða Laugardalshöll og nýta sér strætóskutluna í miðbæinn. Strætóskutlurnar munu keyra frá klukkan 07:30 til klukkan 01:00 um nóttina og frítt er fyrir alla farþega.Leið Strætóskutlunnar má skoða hér.Hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið klukkan 22:30 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Klukkan 22:30 verður hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið og sérstöku leiðakerfi verður komið á klukkan 23:00 sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Hver leið verður merkt bókstaf og munu þær keyra frá Hlemm eða BSÍ á mismunandi áfangastaði innan höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega 70 strætisvagnar verða sendir eftir þörfum til þess að taka þátt í tæmingu miðbæjarins.Hægt er að skoða sérstaka leiðakerfið á korti hér.Leiðakerfi Strætó kl. 23:00 - 01:00 á Menningarnótt Brottfarir frá Hlemmi og BSÍ.Leið A: Bústaðavegur – Austurbær Akstursleið: Teigar – Sund – Vogar – Gerði – Bústaðavegur – HáaleitiLeið B: Breiðholt Akstursleið: Sæbraut - Mjódd – Bakkar – Hólar – Berg – Fell – SeljahverfiLeið G: Grafarvogur Akstursleið: Ártún – Gullinbrú – Foldir – Hús – Rimar – Borgir – Víkur – StaðirLeið H: Garðabær – Hafnarfjörður Akstursleið: Hamraborg – Ásgarður – Reykjavíkurvegur – Fjörður – Hringbraut – VellirLeið K: Kópavogur Akstursleið: Hamraborg – Digranes – Hjallar – Lindir – Salir – Kórar – VatnsendiLeið M: Grafarholt – Mosfellsbær* Akstursleið: Vesturlandsvegur – Grafarholt – Úlfarsárdalur – Mosfellsbær *(Ferð verður farin frá Háholti út á Kjalarnes kl. 00:30 )Leið N: Árbær – Norðlingaholt Akstursleið: Suðurlandsbraut - Ártún – Rofabær – Selásbraut – NorðlingaholtLeið V: Vesturbær – Seltjarnarnes Akstursleið: Þorragata – Hagar – Nesvegur – Seltjarnarnes – GrandarYfirlit yfir hátíðarsvæðið og götulokanir.Menningarnott.isGÖTULOKANIR Á Menningarnótt er miðborgin ein allsherjar göngugata og verður því lokuð fyrir bílaumferð frá kl. 7 að morgni til 2 eftir miðnætti. Það er gert til þess að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfaranda á þessum fjölsóttasta hátíðardegi ársins. Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að komast á hátíðarsvæðið. Þeir sem þurfa að koma á einkabíl er bent á að nota bílastæði við Borgartún og í Laugardalnum þar sem ókeypis strætóskutlur aka fólki til og frá hátíðarsvæðinu frá kl. 7.30-1.00. Eins og lög gera ráð fyrir verður sektað fyrir ólöglegar bílastöður og þeir bílar sem hindra aðgengi lögreglu, sjúkrabíla og slökkviliðs verða dregnir í burtu svo unnt sé að tryggja aðgengi þessara öryggisaðila ef óhapp ber að. Hægt er að nálgast kort yfir götulokanir á vefsíðu Menningarnætur eða fá upplýsingar í símaveri Reykjavíkurborgar frá kl. 8-23 á Menningarnótt, s.411-1111.
Menningarnótt Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Sjá meira