Fólk eigi að fara afsíðis til að veipa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 12:00 Meistaranemar í hjúkrunarfræði segja að skýrar reglur skorti um notkun rafretta. vísir/getty Skýra löggjöf um hvar megi nota „veip“ eða rafrettur skortir hér á landi, sem og reglur um hverjir megi kaupa slíkan búnað og hvar. Þetta er niðurstaða Önnu Margrétar Magnúsdóttur og Bjargar Eyþórsdóttur, meistaranema í heilbrigðisvísindum hjá Háskólanum á Akureyri. Rætt var við Önnu og Björg í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær, en þær unnu verkefni um málið. Þær unnu lokaverkefni um málið við HA og áttu þar að velja sér markhóp og setja af stað forvarnarverkefni. „Við höfum töluverðar áhyggjur af þessu því okkur finnst fólk taka þessu svolítið léttvægt og þá sérstaklega börn og unglingar. Þetta var svolítið okkar markhópur. Börn og unglingar sem byrja að nota þennan búnað án þess að vera háð nikótíni, eins og búnaðurinn er ætlaður í upphafi,“ segir Björg. Aðspurð segist Anna Margrét hafa tekið eftir því að fólk reyki rafrettur víðar en venjulegar sígarettur. „Já og verður sífellt algengara. Kollegi okkar sagði okkur einmitt frá því að hún sat leiksýningu í Borgarleikhúsinu í vetur og svo skyndilega dró eitthvað fyrir sólu hjá henni. Þá var karlmaður á bekknum fyrir framan hana sem einmitt var að sjúga svona að sér og svo stóð skýið þarna yfir nærstadda. Hún sagði að fólk hefði orðið dálítið vandræðalegt en að enginn sagði neitt,“ segir hún.Vitum meira en fyrir 50 árum Hún segir að samfélagið sé í betri stöðu gagnvart rafrettum nú en sígarettum fyrir fimmtíu árum síðan vegna þeirrar þekkingar sem nú er til staðar um reykingar. „Það er ljóst að við vitum nógu mikið til að taka þessu alvarlega og við eigum að nýta okkur þetta og við eigum að fræða fólk betur. Hins vegar, það sem náttúrulega er erfitt að við vitum ekki langtímaáhrifin. Þetta er tiltölulega nýtt,“ segir Anna. Fyrir 50 árum stóðum við svolítið í þessum sporum. Þá vissum við ekki um skaðsemi reykinganna. Nú vitum við að þær eru mjög heilsuspillandi. En við erum ekki í sömu sporum því við höfum þá vitneskju og við eigum að nýta okkur hana. Við vitum nógu mikið núna til að taka þessu alvarlega."Ungt fólk markhópurinn Hún segir aðgengi að rafrettum vera of mikið og sé þeirrar skoðunar að stja eigi sömu lög og reglur á slík tæki eins og gildi um tóbak hér á landi. „Vissulega hefur það komið fram í rannsóknum að þetta er betra fyrir reykingamanninn sem er að reyna að hætta. Vissulega á einhverjum sviðum skaðar þetta minna. En eins og Björg sagði áðan, við erum uggandi yfir aukningunni og ég tala nú ekki um fólkið sem aldrei hefur reykt og aldrei hefur notað aðra nikótíngjafa sem byrjar á þessu. Nikótín er náttúrulega mjög ávanabindandi.“Er ungt fólk markhópur þeirra sem framleiða þessi tæki? „Þegar maður skoðar úrvalið og framsetningin og myndir af þessu. Þetta er allt gert svona svolítið litríkt og spennandi, þannig maður hugsar allavega til hvers er verið að höfða? Er það reykingamaður til þrjátíu ára sem ætlar allt í einu að fara að kaupa sér skittles bragð í rafrettuna sína?“ segir Björg. Er það ykkar skoðun að það eigi að setja þetta í sama flokk og sígarettureykingar? Eigu við að umgangast þetta eins? „Já í rauninni. Á meðan við vitum ekki meira en við vitum. Óbeinar reykingar og til dæmis astmasjúklingar, þeir finna fyrir sömu einkennum í lungunum þegar þeir anda þessu óbeinu að sér og þegar þau anda að sér sígarettureyk. Lungun eru ekki gerð fyrir neitt annað en súrefni þannig að já, algjörlega.“ Björg segir jafnframt að fólk ætti að fara á sömu staði og reykingarfólk til að veipa, í þar til gerð skýli eða rými. „Það er allavega mín skoðun, að fólk ætti að fara afsíðis til að gera þetta eins og að reykja.“Dæmi um börn í fimmta bekk með rafrettur Þær segja mikið liggja á því að frumvarp um rafrettur verði samþykkt á Alþingi. Lagt var frumvarp um rafrettur á síðasta þingi en það komst ekki í gegnum þingið. Það var mjög umdeilt en með því var ætlunin að setja skýrar reglur um heimildir til sölu, markaðssetningar og notkunar á rafsígarettum og áfyllingarílátum. „Á meðan það eru ekki reglur þá er aðgengi auðvelt og auðvelt fyrir börn og unglinga að nálgast þetta. Við erum að horfa á mjög hraða aukningu. Árið 2015 höfðu 10 prósent barna í tíunda bekk reykt rafrettur og það var komið upp í 26% ári seinna, árið 2016. Það eru náttúrulega ekki komnar tölur fyrir 2017 en við sjáum það, við sem vinnum í þessu umhverfi að það er stöðug aukning og þetta er bara áhyggjuefni. Við vitum ekkert afleiðingarnar. Þau eru kannski að nota rafrettur án nikótíns en við vitum ekki með merkingar og þar fram eftir götunum. Við vitum ekki hvað sé og verður, hvort þetta eykur líkurnar á því að þau fari út í sígarettur eða einhverja vímugjafa,“ segir Björg. „Og þetta er að færast sífellt neðar, ég hef heyrt dæmi þess. Mér brá nú dálítið mikið og ég veit ekki hvort ég eigi að hafa það eftir, en að barn í fimmta bekk hafi til dæmis verið að nota þennan búnað. Ég sal það ekki dýrara en ég keypti það en maður er samt að heyra svona já, af og til.“ Þær segjast hafa tekið eftir því að fólk sem noti rafrettur fari í vörn ef upp kemur umræða um takmörkun á aðgengi að slíkum vörum. „Þetta er heitt málefni og flestir, ef maður fer að tala um þetta, taka því flestir eins og maður sé algjörlega á móti þessum búnaði. Það er ekki þannig, þetta er gott fyrir þá sem þurfa á þessu að halda og nota þetta rétt en þetta er náttúrulega ekki gott ef fólk er að nota þetta á rangan hátt,“ segir Björg.Hægt er að hlusta á viðtalið við þær Önnu Margréti og Björg í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Rafrettur Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Skýra löggjöf um hvar megi nota „veip“ eða rafrettur skortir hér á landi, sem og reglur um hverjir megi kaupa slíkan búnað og hvar. Þetta er niðurstaða Önnu Margrétar Magnúsdóttur og Bjargar Eyþórsdóttur, meistaranema í heilbrigðisvísindum hjá Háskólanum á Akureyri. Rætt var við Önnu og Björg í þættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær, en þær unnu verkefni um málið. Þær unnu lokaverkefni um málið við HA og áttu þar að velja sér markhóp og setja af stað forvarnarverkefni. „Við höfum töluverðar áhyggjur af þessu því okkur finnst fólk taka þessu svolítið léttvægt og þá sérstaklega börn og unglingar. Þetta var svolítið okkar markhópur. Börn og unglingar sem byrja að nota þennan búnað án þess að vera háð nikótíni, eins og búnaðurinn er ætlaður í upphafi,“ segir Björg. Aðspurð segist Anna Margrét hafa tekið eftir því að fólk reyki rafrettur víðar en venjulegar sígarettur. „Já og verður sífellt algengara. Kollegi okkar sagði okkur einmitt frá því að hún sat leiksýningu í Borgarleikhúsinu í vetur og svo skyndilega dró eitthvað fyrir sólu hjá henni. Þá var karlmaður á bekknum fyrir framan hana sem einmitt var að sjúga svona að sér og svo stóð skýið þarna yfir nærstadda. Hún sagði að fólk hefði orðið dálítið vandræðalegt en að enginn sagði neitt,“ segir hún.Vitum meira en fyrir 50 árum Hún segir að samfélagið sé í betri stöðu gagnvart rafrettum nú en sígarettum fyrir fimmtíu árum síðan vegna þeirrar þekkingar sem nú er til staðar um reykingar. „Það er ljóst að við vitum nógu mikið til að taka þessu alvarlega og við eigum að nýta okkur þetta og við eigum að fræða fólk betur. Hins vegar, það sem náttúrulega er erfitt að við vitum ekki langtímaáhrifin. Þetta er tiltölulega nýtt,“ segir Anna. Fyrir 50 árum stóðum við svolítið í þessum sporum. Þá vissum við ekki um skaðsemi reykinganna. Nú vitum við að þær eru mjög heilsuspillandi. En við erum ekki í sömu sporum því við höfum þá vitneskju og við eigum að nýta okkur hana. Við vitum nógu mikið núna til að taka þessu alvarlega."Ungt fólk markhópurinn Hún segir aðgengi að rafrettum vera of mikið og sé þeirrar skoðunar að stja eigi sömu lög og reglur á slík tæki eins og gildi um tóbak hér á landi. „Vissulega hefur það komið fram í rannsóknum að þetta er betra fyrir reykingamanninn sem er að reyna að hætta. Vissulega á einhverjum sviðum skaðar þetta minna. En eins og Björg sagði áðan, við erum uggandi yfir aukningunni og ég tala nú ekki um fólkið sem aldrei hefur reykt og aldrei hefur notað aðra nikótíngjafa sem byrjar á þessu. Nikótín er náttúrulega mjög ávanabindandi.“Er ungt fólk markhópur þeirra sem framleiða þessi tæki? „Þegar maður skoðar úrvalið og framsetningin og myndir af þessu. Þetta er allt gert svona svolítið litríkt og spennandi, þannig maður hugsar allavega til hvers er verið að höfða? Er það reykingamaður til þrjátíu ára sem ætlar allt í einu að fara að kaupa sér skittles bragð í rafrettuna sína?“ segir Björg. Er það ykkar skoðun að það eigi að setja þetta í sama flokk og sígarettureykingar? Eigu við að umgangast þetta eins? „Já í rauninni. Á meðan við vitum ekki meira en við vitum. Óbeinar reykingar og til dæmis astmasjúklingar, þeir finna fyrir sömu einkennum í lungunum þegar þeir anda þessu óbeinu að sér og þegar þau anda að sér sígarettureyk. Lungun eru ekki gerð fyrir neitt annað en súrefni þannig að já, algjörlega.“ Björg segir jafnframt að fólk ætti að fara á sömu staði og reykingarfólk til að veipa, í þar til gerð skýli eða rými. „Það er allavega mín skoðun, að fólk ætti að fara afsíðis til að gera þetta eins og að reykja.“Dæmi um börn í fimmta bekk með rafrettur Þær segja mikið liggja á því að frumvarp um rafrettur verði samþykkt á Alþingi. Lagt var frumvarp um rafrettur á síðasta þingi en það komst ekki í gegnum þingið. Það var mjög umdeilt en með því var ætlunin að setja skýrar reglur um heimildir til sölu, markaðssetningar og notkunar á rafsígarettum og áfyllingarílátum. „Á meðan það eru ekki reglur þá er aðgengi auðvelt og auðvelt fyrir börn og unglinga að nálgast þetta. Við erum að horfa á mjög hraða aukningu. Árið 2015 höfðu 10 prósent barna í tíunda bekk reykt rafrettur og það var komið upp í 26% ári seinna, árið 2016. Það eru náttúrulega ekki komnar tölur fyrir 2017 en við sjáum það, við sem vinnum í þessu umhverfi að það er stöðug aukning og þetta er bara áhyggjuefni. Við vitum ekkert afleiðingarnar. Þau eru kannski að nota rafrettur án nikótíns en við vitum ekki með merkingar og þar fram eftir götunum. Við vitum ekki hvað sé og verður, hvort þetta eykur líkurnar á því að þau fari út í sígarettur eða einhverja vímugjafa,“ segir Björg. „Og þetta er að færast sífellt neðar, ég hef heyrt dæmi þess. Mér brá nú dálítið mikið og ég veit ekki hvort ég eigi að hafa það eftir, en að barn í fimmta bekk hafi til dæmis verið að nota þennan búnað. Ég sal það ekki dýrara en ég keypti það en maður er samt að heyra svona já, af og til.“ Þær segjast hafa tekið eftir því að fólk sem noti rafrettur fari í vörn ef upp kemur umræða um takmörkun á aðgengi að slíkum vörum. „Þetta er heitt málefni og flestir, ef maður fer að tala um þetta, taka því flestir eins og maður sé algjörlega á móti þessum búnaði. Það er ekki þannig, þetta er gott fyrir þá sem þurfa á þessu að halda og nota þetta rétt en þetta er náttúrulega ekki gott ef fólk er að nota þetta á rangan hátt,“ segir Björg.Hægt er að hlusta á viðtalið við þær Önnu Margréti og Björg í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Rafrettur Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira