Þessi tónlist valdi mig en ekki ég hana Magnús Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2017 12:00 Svanur Vilbergsson, gítarleikari ætlar að taka við keflinu á tónleikaröðinni Reykjavík Classics á mánudaginn. Tónleikaröðin Reykjavík Classics er óvenjuleg nýjung inn í tónleikalandslagið á Íslandi enda tengdari menningarlegri ferðaþjónustu en gengur og gerist. Tónleikararnir eru þó auðvitað ekkert síður fyrir Íslendinga því þar gefst tækifæri til þess að kynnast klassískri tónlist á aðgengilegum tónleikum í sjálfum Eldborgarsal Hörpu en betri hljómburð er erfitt að finna á landinu. Margir af okkar þekktustu tónlistarmönnum hafa leikið þekkta kammertónlist á tónleikaröðinni í sumar og á mánudaginn ætlar Svanur Vilbersson gítarleikari að taka við keflinu. Tónleikarnir fara fram tvisvar á dag, kl. 12.30 og 15.30, og Svanur ætlar að vera að í þrjá daga. Hann segir að þessir tónleikar séu skemmtilegt tækifæri fyrir fólk sem er á ferðinni til að upplifa Eldborgarsalinn sem sé vissulega einstakur. „Það er í raun sjaldan sem gefst færi á því að upplifa kammer- og einleikstónlist í þessum sal og það er líka frábært tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn að flytja sína tónlist þarna við þessar aðstæður.“ Svanur ætlar að sitja einn á stóra sviði Eldborgarsalarins með sinn gítar en hvað skyldi hann ætla að spila? „Ég ætla að spila svona frekar þekkt verk fyrir klassískan gítar. Byrja á því að spila úr Lútusvítu eftir Bach og síðan soldið af spænskum verkum eftir Granados, Albeniz og Tárreca en þetta eru með þekktari verkum fyrir gítar. Frekar rómantískt og aðgengilegt þannig að það þarf ekki að vera ýkja reyndur hlustandi til þess að koma á tónleikana og njóta þeirra til fulls.“ Svanur segir að hann hafi lært að mestu erlendis og verið kominn til Englands í nám aðeins sautján ára gamall. „Ég byrjaði þar en er líka búinn að vera á Spáni og svo mest í Hollandi þaðan sem ég hef mína háskólamenntun.“ En hvað er það við klassíska gítarinn sem heillar? Hvers vegna skyldi Svanur ekki hafa farið í rokk og ról? „Ég byrjaði á því að fara í rokk og ról en svo þróaðist þetta bara svona. Þessi tónlist togaði í mig og fljótlega varð þetta ekki spurning um neitt annað. Það var þessi tónlist sem valdi mig en ekki ég hana. Er það ekki klassískt svar við þessu?“ segir Svanur léttur. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Tónleikaröðin Reykjavík Classics er óvenjuleg nýjung inn í tónleikalandslagið á Íslandi enda tengdari menningarlegri ferðaþjónustu en gengur og gerist. Tónleikararnir eru þó auðvitað ekkert síður fyrir Íslendinga því þar gefst tækifæri til þess að kynnast klassískri tónlist á aðgengilegum tónleikum í sjálfum Eldborgarsal Hörpu en betri hljómburð er erfitt að finna á landinu. Margir af okkar þekktustu tónlistarmönnum hafa leikið þekkta kammertónlist á tónleikaröðinni í sumar og á mánudaginn ætlar Svanur Vilbersson gítarleikari að taka við keflinu. Tónleikarnir fara fram tvisvar á dag, kl. 12.30 og 15.30, og Svanur ætlar að vera að í þrjá daga. Hann segir að þessir tónleikar séu skemmtilegt tækifæri fyrir fólk sem er á ferðinni til að upplifa Eldborgarsalinn sem sé vissulega einstakur. „Það er í raun sjaldan sem gefst færi á því að upplifa kammer- og einleikstónlist í þessum sal og það er líka frábært tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn að flytja sína tónlist þarna við þessar aðstæður.“ Svanur ætlar að sitja einn á stóra sviði Eldborgarsalarins með sinn gítar en hvað skyldi hann ætla að spila? „Ég ætla að spila svona frekar þekkt verk fyrir klassískan gítar. Byrja á því að spila úr Lútusvítu eftir Bach og síðan soldið af spænskum verkum eftir Granados, Albeniz og Tárreca en þetta eru með þekktari verkum fyrir gítar. Frekar rómantískt og aðgengilegt þannig að það þarf ekki að vera ýkja reyndur hlustandi til þess að koma á tónleikana og njóta þeirra til fulls.“ Svanur segir að hann hafi lært að mestu erlendis og verið kominn til Englands í nám aðeins sautján ára gamall. „Ég byrjaði þar en er líka búinn að vera á Spáni og svo mest í Hollandi þaðan sem ég hef mína háskólamenntun.“ En hvað er það við klassíska gítarinn sem heillar? Hvers vegna skyldi Svanur ekki hafa farið í rokk og ról? „Ég byrjaði á því að fara í rokk og ról en svo þróaðist þetta bara svona. Þessi tónlist togaði í mig og fljótlega varð þetta ekki spurning um neitt annað. Það var þessi tónlist sem valdi mig en ekki ég hana. Er það ekki klassískt svar við þessu?“ segir Svanur léttur.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp