Jafnvel þó að dragi úr úrhellinum sem hefur fylgt hitabeltisstorminum Harvey viðheldur hver millímetri rigningar hörmungunum í Texas, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings. Áframhaldandi úrkomu er spáð út vikuna. Vatnselgurinn sem hefur fylgt Harvey sem gekk á land sem fjórða stigs fellibylur á föstudagskvöld er fordæmalaus. Úrkoman sem hefur fallið síðan þá er komin yfir metra á sumum svæðum í Houston þar sem flóðin eru sem verst. Ekkert lát á heldur að verða á rigningunni í bráð. Allt að þrjátíu sentímetra rigningu er þannig spáð í Houston í dag. Houston er þegar á kafi í flóðvatni en enn meiri rigningu er spáð á svæðinu næstu daga.Vísir/AFPSkánar ekki strax þótt úrkoman minnki Elín Björk, sem nam við Háskólann í Oklahoma og starfar sem veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að spáin nú sé að Harvey hörfi suður á bóginn en hann eigi áfram eftir að veita rigningu yfir svæðið næstu fjóra dagana þó að hún verði ekki af sömu stærðargráðu og undanfarna daga. Versta úrkoman færist nú yfir til Lúisíana og jafnvel Mississippi. Jafnvel þó að úrkoman minnki er þó ekki þar með sagt að ástandið á svæðum eins og í Houston-borg skáni. Þar eru öll vötn og ár þegar yfirfullar og heilu hverfin eru þar á floti. „Nú er þetta bara orðið þannig að hver millímetri ofan á það sem er komið viðheldur þessu hörmungarástandi,“ segir Elín Björk.Heilu hverfin eru á floti í Houston og gæti það tekið langan tíma fyrir vatnið að sjatna.Vísir/AFPÍslensk úrkomumet blikna í samanburðiÞað getur verið erfitt að átta sig á umfangi úrkomunnar sem hefur fallið á Texas frá því um helgina. Veðurstofa Bandaríkjanna átti jafnvel erfitt með að sýna hana á kortum og þurfti hún að búa til nýjan litakóða til að geta sýnt svo mikla úrkomu. Elín Björk nefnir til samanburðar að ársúrkoma í Reykjavík sé um 1.300 millímetrar að jafnaði. Í Texas sé úrkoman frá því að Harvey gekk á land í kringum 1.700 millímetrar. Sólahringsúrkomumet á Íslandi er 293,2 millímetrar á Kvískerjum í Öræfum í janúar 2002 og þegar skyndiflóð hafi orðið í Ísafjarðardjúpi og á Siglufirði hafi upp undir hundrað millímetrar fallið á nokkrum klukkustundum. Í Texas hefur úrkoma mæst um 200 millímetrar á einni klukkustund í storminum nú. „Allt sem við þekkjum er bara hjákátlegt miðað við þetta. Þetta er alveg galið,“ segir Elín Björk um úrhellinn í Bandaríkjunum.Harvey myndaðist yfir hlýjum sjó í Mexíkóflóa og hélt áfram að safna kröftum úr hafinu jafnvel eftir að hann gekk á land í Texas.Vísir/AFPLæstur yfir landi en hélt áfram að nærast á sjónumMargir spyrja sig hvernig Harvey hefur getað dælt svo gríðarlegu magni vatns yfir strendur Bandaríkjanna. Orsakir þess er að finna í myndun hans yfir Mexíkóflóa og öðrum veðuraðstæðum á svæðinu. Harvey var talinn hitabeltislægð í byrjun síðustu viku en hann vann sig upp í fellibyl á undraverðum tíma. Þegar hann gekk á land á föstudag var hann talinn af stærðinni fjórir. Það er næstöflugasti flokkur fellibylja samkvæmt skilgreiningu veðurfræðinga. Elín Björk segir að yfirborð Mexíkóflóa hafi verið afar heitt í síðustu viku. Eftir því sem sjávarhiti sé hærri, því öflugri geti fellibylir sem myndast yfir hafinu orðið og þeim mun meiri raka geta þeir drukkið í sig.Sjá einnig:Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Yfirleitt ganga fellibylir hratt á land og missa kraft sinn tiltölulega fljótt áður en þeir eyðast upp. Það hefur hins vegar ekki gerst með Harvey og skýrir það að hluta hversu miklum hörmungum hann hefur valdið. „Hann læsist í raun inni á milli háloftaveðurkerfa yfir Suðaustur-Texas fyrir vestan Houston og kemst ekkert. Hann er svona hálfur úti á hafi þó að augað á storminu sé komið inn á land. Þar heldur hann áfram að ná í raka og orku úr Mexíkóflóanum,“ útskýrir Elín Björk. Hefði Harvey haldið áfram upp á land hefðu afleiðingar hans að öllum líkindum ekki orðið eins slæmar. „Þetta er eiginlega versta staða sem gat komið upp, að fellibylurinn skyldi ná þetta miklum styrk og staðna svo þarna yfir landi án þess að tætast í sundur“ segir Elín Björk.Elín Björk lærði í Oklahoma en margir vina hennar úr náminu búa í Houston þar sem flóðin eru sem verst.Hnattræn hlýnun olli ekki Harvey en gerði hann verriLoftslagsvísindamenn hafa lengi spáð því að hnattræn hlýnun af völdum manna geti valdið öflugri fellibyljum. Óumflýjanlega hafa því vaknað spurningar um þátt loftslagsbreytinga í Harvey sem er talinn versti fellibylur sem gengið hefur á land í Texas í hálfa öld. Michael Mann, einn þekktasti loftslagsfræðingur heims, segir í grein í The Guardian að ekki sé hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar hafi valdið Harvey en að þær hafi tvímælalaust gert storminn enn verri. Þannig veldur hærra yfirborð sjávar verri sjávarflóðum og þá hefur yfirborðshiti sjávar í Mexíkóflóa risið um hálfa gráðu á síðustu áratugum. Hlýrra loft getur einnig tekið við meiri raka úr sjónum en svalara. Í Politico skrifar bandaríski veðurfræðingurinn Eric Holthaus að Harvey sé fyrirboði þess sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar. Þó að Harvey sé einstaklega öflugur stormur séu kröftug rigningarveður að verða tíðari og öflugri um allan heim.Í myndbandi vefmiðilsins Vox hér fyrir neðan er fjallað um tengsl loftslagsbreytinga við versnandi fellibyli og hitabeltisstorma.Elín Björk tekur í svipaðan streng. Þó ekki sé hægt að tengja myndun Harvey eða veðuraðstæðurnar sem urðu til þess að hann festist og hélt styrk sínum yfir landi beint við loftslagsbreytingar þá eiga þær hönd í bagga með hversu öflugar stomurinn hefur verið. Loftslagslíkön bendi til þess að fellibylir verði ekki endilega tíðari í framtíðinni en styrkur þeirra aukist. „Ég held að það sé ekkert hægt að neita því að styrkleiki fellibylsins og það hvað hann nær upp gríðarlega miklu vatni hefur með hlýnun að gera. Á meðan sjávaryfirborð hlýnar og hlýnar þá styrkjast þessir fellibylir,“ segir Elín Björk. Fellibylurinn Harvey Fréttaskýringar Tengdar fréttir Óttast að þeir muni finna fjölda líka í Houston Talið er að sex meðlimir einnar fjölskyldu, þar af fjögur börn, hafi dáið þegar bíll þeirra varð fyrir flóðbylgju. 28. ágúst 2017 22:00 Harvey ber áfram í bakkafullan lækinn í Houston Íbúar í Lúisíana búa sig undir flóð þar sem leifar hitabeltsinsstormsins Harvey stefna þangað. Úrhelli er áfram spáð í Houston sem er þegar á floti. 29. ágúst 2017 11:25 Viðbragðsaðilar að drukkna í hjálparbeiðnum Þúsundum símtala rignir yfir lögreguna, slökkviliðið og strandgæsluna í Texas. 29. ágúst 2017 07:39 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent
Jafnvel þó að dragi úr úrhellinum sem hefur fylgt hitabeltisstorminum Harvey viðheldur hver millímetri rigningar hörmungunum í Texas, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings. Áframhaldandi úrkomu er spáð út vikuna. Vatnselgurinn sem hefur fylgt Harvey sem gekk á land sem fjórða stigs fellibylur á föstudagskvöld er fordæmalaus. Úrkoman sem hefur fallið síðan þá er komin yfir metra á sumum svæðum í Houston þar sem flóðin eru sem verst. Ekkert lát á heldur að verða á rigningunni í bráð. Allt að þrjátíu sentímetra rigningu er þannig spáð í Houston í dag. Houston er þegar á kafi í flóðvatni en enn meiri rigningu er spáð á svæðinu næstu daga.Vísir/AFPSkánar ekki strax þótt úrkoman minnki Elín Björk, sem nam við Háskólann í Oklahoma og starfar sem veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að spáin nú sé að Harvey hörfi suður á bóginn en hann eigi áfram eftir að veita rigningu yfir svæðið næstu fjóra dagana þó að hún verði ekki af sömu stærðargráðu og undanfarna daga. Versta úrkoman færist nú yfir til Lúisíana og jafnvel Mississippi. Jafnvel þó að úrkoman minnki er þó ekki þar með sagt að ástandið á svæðum eins og í Houston-borg skáni. Þar eru öll vötn og ár þegar yfirfullar og heilu hverfin eru þar á floti. „Nú er þetta bara orðið þannig að hver millímetri ofan á það sem er komið viðheldur þessu hörmungarástandi,“ segir Elín Björk.Heilu hverfin eru á floti í Houston og gæti það tekið langan tíma fyrir vatnið að sjatna.Vísir/AFPÍslensk úrkomumet blikna í samanburðiÞað getur verið erfitt að átta sig á umfangi úrkomunnar sem hefur fallið á Texas frá því um helgina. Veðurstofa Bandaríkjanna átti jafnvel erfitt með að sýna hana á kortum og þurfti hún að búa til nýjan litakóða til að geta sýnt svo mikla úrkomu. Elín Björk nefnir til samanburðar að ársúrkoma í Reykjavík sé um 1.300 millímetrar að jafnaði. Í Texas sé úrkoman frá því að Harvey gekk á land í kringum 1.700 millímetrar. Sólahringsúrkomumet á Íslandi er 293,2 millímetrar á Kvískerjum í Öræfum í janúar 2002 og þegar skyndiflóð hafi orðið í Ísafjarðardjúpi og á Siglufirði hafi upp undir hundrað millímetrar fallið á nokkrum klukkustundum. Í Texas hefur úrkoma mæst um 200 millímetrar á einni klukkustund í storminum nú. „Allt sem við þekkjum er bara hjákátlegt miðað við þetta. Þetta er alveg galið,“ segir Elín Björk um úrhellinn í Bandaríkjunum.Harvey myndaðist yfir hlýjum sjó í Mexíkóflóa og hélt áfram að safna kröftum úr hafinu jafnvel eftir að hann gekk á land í Texas.Vísir/AFPLæstur yfir landi en hélt áfram að nærast á sjónumMargir spyrja sig hvernig Harvey hefur getað dælt svo gríðarlegu magni vatns yfir strendur Bandaríkjanna. Orsakir þess er að finna í myndun hans yfir Mexíkóflóa og öðrum veðuraðstæðum á svæðinu. Harvey var talinn hitabeltislægð í byrjun síðustu viku en hann vann sig upp í fellibyl á undraverðum tíma. Þegar hann gekk á land á föstudag var hann talinn af stærðinni fjórir. Það er næstöflugasti flokkur fellibylja samkvæmt skilgreiningu veðurfræðinga. Elín Björk segir að yfirborð Mexíkóflóa hafi verið afar heitt í síðustu viku. Eftir því sem sjávarhiti sé hærri, því öflugri geti fellibylir sem myndast yfir hafinu orðið og þeim mun meiri raka geta þeir drukkið í sig.Sjá einnig:Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Yfirleitt ganga fellibylir hratt á land og missa kraft sinn tiltölulega fljótt áður en þeir eyðast upp. Það hefur hins vegar ekki gerst með Harvey og skýrir það að hluta hversu miklum hörmungum hann hefur valdið. „Hann læsist í raun inni á milli háloftaveðurkerfa yfir Suðaustur-Texas fyrir vestan Houston og kemst ekkert. Hann er svona hálfur úti á hafi þó að augað á storminu sé komið inn á land. Þar heldur hann áfram að ná í raka og orku úr Mexíkóflóanum,“ útskýrir Elín Björk. Hefði Harvey haldið áfram upp á land hefðu afleiðingar hans að öllum líkindum ekki orðið eins slæmar. „Þetta er eiginlega versta staða sem gat komið upp, að fellibylurinn skyldi ná þetta miklum styrk og staðna svo þarna yfir landi án þess að tætast í sundur“ segir Elín Björk.Elín Björk lærði í Oklahoma en margir vina hennar úr náminu búa í Houston þar sem flóðin eru sem verst.Hnattræn hlýnun olli ekki Harvey en gerði hann verriLoftslagsvísindamenn hafa lengi spáð því að hnattræn hlýnun af völdum manna geti valdið öflugri fellibyljum. Óumflýjanlega hafa því vaknað spurningar um þátt loftslagsbreytinga í Harvey sem er talinn versti fellibylur sem gengið hefur á land í Texas í hálfa öld. Michael Mann, einn þekktasti loftslagsfræðingur heims, segir í grein í The Guardian að ekki sé hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar hafi valdið Harvey en að þær hafi tvímælalaust gert storminn enn verri. Þannig veldur hærra yfirborð sjávar verri sjávarflóðum og þá hefur yfirborðshiti sjávar í Mexíkóflóa risið um hálfa gráðu á síðustu áratugum. Hlýrra loft getur einnig tekið við meiri raka úr sjónum en svalara. Í Politico skrifar bandaríski veðurfræðingurinn Eric Holthaus að Harvey sé fyrirboði þess sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar. Þó að Harvey sé einstaklega öflugur stormur séu kröftug rigningarveður að verða tíðari og öflugri um allan heim.Í myndbandi vefmiðilsins Vox hér fyrir neðan er fjallað um tengsl loftslagsbreytinga við versnandi fellibyli og hitabeltisstorma.Elín Björk tekur í svipaðan streng. Þó ekki sé hægt að tengja myndun Harvey eða veðuraðstæðurnar sem urðu til þess að hann festist og hélt styrk sínum yfir landi beint við loftslagsbreytingar þá eiga þær hönd í bagga með hversu öflugar stomurinn hefur verið. Loftslagslíkön bendi til þess að fellibylir verði ekki endilega tíðari í framtíðinni en styrkur þeirra aukist. „Ég held að það sé ekkert hægt að neita því að styrkleiki fellibylsins og það hvað hann nær upp gríðarlega miklu vatni hefur með hlýnun að gera. Á meðan sjávaryfirborð hlýnar og hlýnar þá styrkjast þessir fellibylir,“ segir Elín Björk.
Óttast að þeir muni finna fjölda líka í Houston Talið er að sex meðlimir einnar fjölskyldu, þar af fjögur börn, hafi dáið þegar bíll þeirra varð fyrir flóðbylgju. 28. ágúst 2017 22:00
Harvey ber áfram í bakkafullan lækinn í Houston Íbúar í Lúisíana búa sig undir flóð þar sem leifar hitabeltsinsstormsins Harvey stefna þangað. Úrhelli er áfram spáð í Houston sem er þegar á floti. 29. ágúst 2017 11:25
Viðbragðsaðilar að drukkna í hjálparbeiðnum Þúsundum símtala rignir yfir lögreguna, slökkviliðið og strandgæsluna í Texas. 29. ágúst 2017 07:39