Við verðum að spila af hörku Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2017 06:30 Pedersen ásamt aðstoðarþjálfurum sínum á æfingu í gær. fréttablaðið/vilhelm Craig Pedersen landsliðsþjálfari tilkynnti formlega í gær hvaða tólf leikmenn fara til Finnlands í dag og spila á EM sem hefst þar í vikunni. Það kom ekkert á óvart í vali þjálfarans sem hélt sig við sömu menn og í síðustu æfingaleikjum. „Við vorum búnir að ákveða hópinn áður en við fórum í síðustu ferð til Ungverjalands og Litháen. Við vorum nokkuð vissir er við fórum til Rússlands en það var smá áhyggjuefni með meiðsli sem við urðum að taka inn í reikninginn þar,“ segir Pedersen en þó svo hann sé kominn með sinn tólf manna hóp þá eru enn smá meiðslaáhyggjur.Tveir tæpir „Haukur Helgi er ekki nógu góður í bakinu en mun æfa í dag. Jón Arnór er líka slæmur í náranum en hann verður betri með hverjum deginum. Hann ætti því að geta spilað með okkur.“ Íslenska liðið hefur náð góðum undirbúningi fyrir mótið. Æft mikið saman og spilað fjölda leikja. Þjálfarinn er ánægður með það. „Við náðum strax góðu flæði. Við höfum spilað fína leiki og sérstaklega gegn Rússum og Litháum. Þá sýndum við þann baráttuanda sem þarf alltaf að vera í liðinu. Í Ungverjalandi spiluðum við sautján frábærar mínútur en síðan tóku þeir okkur í gegn en við sýndum hvað við getum gegn bestu liðunum,“ segir Pedersen en íslenska liðið tapaði þessum leikjum. En hefur hann ekkert áhyggjur af andlegu hliðinni fyrir mótið? „Það má ekki gleyma því að við vorum að spila við frábær lið. Litháen er þriðja besta lið heims með tvo NBA-menn í byrjunarliðinu. Við verðum að nýta það sem við við höfum. Spila af hörku og með miklum krafti. Við verðum líka að spila vel saman sem lið og ef það tekst þá náum við vonandi að hanga í andstæðingum okkar.“Skilja allt eftir á gólfinu Andstæðingar Íslands í Finnlandi eru allir mjög sterkir og Pedersen segir að stundum geti farið svo að besti leikur Íslands dugi ekki til að vinna leik. „Þetta eru góð lið og hafa mikla yfirburði á okkur í ákveðnum þáttum. Þau hafa því getuna til þess að spila ekki sinn besta leik en geta samt unnið okkur. Við verðum því að skilja allt eftir á gólfinu. Meira getum við ekki gert og vonandi skilar það okkur sigri eða sigrum,“ segir Pedersen en hans lið er ekki eins óskrifað blað líkt og það var síðast er Ísland komst á EM. „Við verðum að mæta til leiks með sama hugarfar og síðast. Að við séum minna liðið sem þurfi að leggja meira á sig en andstæðingurinn. Þannig vinnum við fleiri lausa bolta og gefum okkur betra tækifæri í leikjunum en ella. Þessi riðill er jafn sterkur og riðillinn sem við vorum í síðast. Ef við spilum vel þá getum við unnið leik en þessi lið eru öll alltaf sigurstranglegri en við. Ég vil sjá okkur spila vel, leggja okkur alla fram og sjá hverju það skilar okkur.“Jón Arnór í meðferð eftir æfingu í gær.vísir/vilhelmJón Arnór allur að koma til Jón Arnór Stefánsson var með umbúðir utan um hægri fótinn eftir æfingu liðsins í dag. Standið á honum hefur ekki verið nógu gott en hann segist allur vera að koma til. „Ég er búinn að vera meiddur í öllum undirbúningnum en hef síðustu tvær vikur gert mikið meira. Ég er enn í hreyfingu sem ég er að stýra sjálfur. Ég er ekki farinn að taka á því af fullu. Ég tel mig geta byrjað af fullu núna og er bjartsýnn á að ég geti hjálpað liðinu. Mínar væntingar eru að komast í nógu gott stand til þess að geta hjálpað liðinu. Vera til taks,“ segir Jón Arnór en hvaða væntingar hefur hann fyrir mótið? „Að við leggjum okkur meira fram en hitt liðið. Hafa trú á því sem við erum að gera. Þessir þættir verða að vera í lagi. Fókusinn sé á að við gerum meira en andstæðingurinn og sá þáttur mun skila okkur einhverjum úrslitum því við erum ekki að fara að yfirspila neina andstæðinga. Með vinnunni gefum við okkur möguleika á því að stela kannski sigri sem væri ofboðslega sætt.“ EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Sjá meira
Craig Pedersen landsliðsþjálfari tilkynnti formlega í gær hvaða tólf leikmenn fara til Finnlands í dag og spila á EM sem hefst þar í vikunni. Það kom ekkert á óvart í vali þjálfarans sem hélt sig við sömu menn og í síðustu æfingaleikjum. „Við vorum búnir að ákveða hópinn áður en við fórum í síðustu ferð til Ungverjalands og Litháen. Við vorum nokkuð vissir er við fórum til Rússlands en það var smá áhyggjuefni með meiðsli sem við urðum að taka inn í reikninginn þar,“ segir Pedersen en þó svo hann sé kominn með sinn tólf manna hóp þá eru enn smá meiðslaáhyggjur.Tveir tæpir „Haukur Helgi er ekki nógu góður í bakinu en mun æfa í dag. Jón Arnór er líka slæmur í náranum en hann verður betri með hverjum deginum. Hann ætti því að geta spilað með okkur.“ Íslenska liðið hefur náð góðum undirbúningi fyrir mótið. Æft mikið saman og spilað fjölda leikja. Þjálfarinn er ánægður með það. „Við náðum strax góðu flæði. Við höfum spilað fína leiki og sérstaklega gegn Rússum og Litháum. Þá sýndum við þann baráttuanda sem þarf alltaf að vera í liðinu. Í Ungverjalandi spiluðum við sautján frábærar mínútur en síðan tóku þeir okkur í gegn en við sýndum hvað við getum gegn bestu liðunum,“ segir Pedersen en íslenska liðið tapaði þessum leikjum. En hefur hann ekkert áhyggjur af andlegu hliðinni fyrir mótið? „Það má ekki gleyma því að við vorum að spila við frábær lið. Litháen er þriðja besta lið heims með tvo NBA-menn í byrjunarliðinu. Við verðum að nýta það sem við við höfum. Spila af hörku og með miklum krafti. Við verðum líka að spila vel saman sem lið og ef það tekst þá náum við vonandi að hanga í andstæðingum okkar.“Skilja allt eftir á gólfinu Andstæðingar Íslands í Finnlandi eru allir mjög sterkir og Pedersen segir að stundum geti farið svo að besti leikur Íslands dugi ekki til að vinna leik. „Þetta eru góð lið og hafa mikla yfirburði á okkur í ákveðnum þáttum. Þau hafa því getuna til þess að spila ekki sinn besta leik en geta samt unnið okkur. Við verðum því að skilja allt eftir á gólfinu. Meira getum við ekki gert og vonandi skilar það okkur sigri eða sigrum,“ segir Pedersen en hans lið er ekki eins óskrifað blað líkt og það var síðast er Ísland komst á EM. „Við verðum að mæta til leiks með sama hugarfar og síðast. Að við séum minna liðið sem þurfi að leggja meira á sig en andstæðingurinn. Þannig vinnum við fleiri lausa bolta og gefum okkur betra tækifæri í leikjunum en ella. Þessi riðill er jafn sterkur og riðillinn sem við vorum í síðast. Ef við spilum vel þá getum við unnið leik en þessi lið eru öll alltaf sigurstranglegri en við. Ég vil sjá okkur spila vel, leggja okkur alla fram og sjá hverju það skilar okkur.“Jón Arnór í meðferð eftir æfingu í gær.vísir/vilhelmJón Arnór allur að koma til Jón Arnór Stefánsson var með umbúðir utan um hægri fótinn eftir æfingu liðsins í dag. Standið á honum hefur ekki verið nógu gott en hann segist allur vera að koma til. „Ég er búinn að vera meiddur í öllum undirbúningnum en hef síðustu tvær vikur gert mikið meira. Ég er enn í hreyfingu sem ég er að stýra sjálfur. Ég er ekki farinn að taka á því af fullu. Ég tel mig geta byrjað af fullu núna og er bjartsýnn á að ég geti hjálpað liðinu. Mínar væntingar eru að komast í nógu gott stand til þess að geta hjálpað liðinu. Vera til taks,“ segir Jón Arnór en hvaða væntingar hefur hann fyrir mótið? „Að við leggjum okkur meira fram en hitt liðið. Hafa trú á því sem við erum að gera. Þessir þættir verða að vera í lagi. Fókusinn sé á að við gerum meira en andstæðingurinn og sá þáttur mun skila okkur einhverjum úrslitum því við erum ekki að fara að yfirspila neina andstæðinga. Með vinnunni gefum við okkur möguleika á því að stela kannski sigri sem væri ofboðslega sætt.“
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Sjá meira