Hooper var 74 ára þegar hann lést, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann komst í sviðsljósið fyrir hryllingsmyndina umdeildu árið 1974 en hann gat sér einnig gott orð fyrir „Ærsladrauginn“ [e. Poltergeist] árið 1982.
Áður hafði Hooper starfað sem háskólaprófessor og myndatökumaður í heimildamyndum áður en hann braust fram á sjónarsviðið sem leikstjóri á 8. áratugi síðustu aldar.
Gunnar lék Leðurfés, óðan fjöldamorðinga vopnaðan keðjusög, Keðjusagarmorðunum. Hann lést í nóvember árið 2015.
