Þetta reddast ekki alltaf Björn Berg Gunnarsson skrifar 23. ágúst 2017 12:00 Jólaverslun hefur vaxið þrefalt hraðar en einkaneysla undanfarin fimm ár. Á sama tíma hafa heimilin greitt niður skuldir og sparnaður þeirra hefur aukist. Einhverra hluta vegna hefur neyslugleði okkar aukist meira um jólahátíðina en á öðrum tímum ársins og mikilvægi hennar sömuleiðis í heimilisbókhaldinu.Allt í rétta átt Þveröfugt við það sem við sáum á árunum 2003-2007 hefur kaupmáttur launa vaxið hraðar en einkaneysla á síðustu níu árum. Vonandi er þetta merki um breytta tíma og að við séum að venjast því að spara og eiga fyrir hlutunum í stað þess að segja „þetta reddast“ og gera jólin upp í janúar og febrúar, leiðinlegustu mánuðum ársins að frátöldum mars að sjálfsögu. Þetta er stórmál. Það er til mikils að vinna ef við temjum okkur aukna fyrirhyggjusemi og komum sparnaði í tísku. Þetta reddast nefnilega ekki alltaf og í landi þar sem vextir eru tiltölulega háir er auk þess dýrt að ýta neysluskuldum á undan sér og gott að leggja fyrir. Við erum að spara miklu meira en áður og þurfum að halda því áfram.Dýr jól Árlega birtir Rannsóknarsetur verslunarinnar samantekt og spá um jólaverslun hér á landi. Spennandi verður að sjá hvort áframhald verður á þessum miklum vexti, en í fyrra var hann áætlaður um 10%. Áætlað var að útgjöld hverrar fjögurra manna fjölskyldu, sem rekja mátti beint til árstímans, væru um 215.000 krónur, þar af 80% í sérvöru og 20% í dagvöru. Við þetta bætist verslun okkar Íslendinga utan landsteinanna, sem er töluverð og hefur aukist hratt undanfarin ár. Með sama áframhaldi styttist í að jólapokinn á Lækjartorgi rétt dugi fyrir jólagjafirnar og þá er betra að eiga fyrir þeim. Hér er um að ræða fjárhæðir sem erfitt getur reynst að hrista fram úr erminni og er mun auðveldara að ráða við sé lagt fyrir með reglubundnum hætti. Það er kannski full snemmt að hengja upp seríur en undirbúningurinn fyrir jólin má alveg fara að hefjast.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Jólaverslun hefur vaxið þrefalt hraðar en einkaneysla undanfarin fimm ár. Á sama tíma hafa heimilin greitt niður skuldir og sparnaður þeirra hefur aukist. Einhverra hluta vegna hefur neyslugleði okkar aukist meira um jólahátíðina en á öðrum tímum ársins og mikilvægi hennar sömuleiðis í heimilisbókhaldinu.Allt í rétta átt Þveröfugt við það sem við sáum á árunum 2003-2007 hefur kaupmáttur launa vaxið hraðar en einkaneysla á síðustu níu árum. Vonandi er þetta merki um breytta tíma og að við séum að venjast því að spara og eiga fyrir hlutunum í stað þess að segja „þetta reddast“ og gera jólin upp í janúar og febrúar, leiðinlegustu mánuðum ársins að frátöldum mars að sjálfsögu. Þetta er stórmál. Það er til mikils að vinna ef við temjum okkur aukna fyrirhyggjusemi og komum sparnaði í tísku. Þetta reddast nefnilega ekki alltaf og í landi þar sem vextir eru tiltölulega háir er auk þess dýrt að ýta neysluskuldum á undan sér og gott að leggja fyrir. Við erum að spara miklu meira en áður og þurfum að halda því áfram.Dýr jól Árlega birtir Rannsóknarsetur verslunarinnar samantekt og spá um jólaverslun hér á landi. Spennandi verður að sjá hvort áframhald verður á þessum miklum vexti, en í fyrra var hann áætlaður um 10%. Áætlað var að útgjöld hverrar fjögurra manna fjölskyldu, sem rekja mátti beint til árstímans, væru um 215.000 krónur, þar af 80% í sérvöru og 20% í dagvöru. Við þetta bætist verslun okkar Íslendinga utan landsteinanna, sem er töluverð og hefur aukist hratt undanfarin ár. Með sama áframhaldi styttist í að jólapokinn á Lækjartorgi rétt dugi fyrir jólagjafirnar og þá er betra að eiga fyrir þeim. Hér er um að ræða fjárhæðir sem erfitt getur reynst að hrista fram úr erminni og er mun auðveldara að ráða við sé lagt fyrir með reglubundnum hætti. Það er kannski full snemmt að hengja upp seríur en undirbúningurinn fyrir jólin má alveg fara að hefjast.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar