Launaþróun opinberra starfsmanna í þátíð og framtíð Guðríður Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2017 10:15 Fyrir nær tveimur árum var gert samkomulag meðal aðila vinnumarkaðarins um svokallaðan SALEK-ramma. Samkomulagið fól í sér að launaþróun skyldi fylgja ákveðnum leikreglum og ekki fara upp fyrir það sem samfélagið getur borið án þess að launahækkanir brenni upp í verðbólgu. Þannig skyldi útflutningsgeirinn semja fyrst með hliðsjón af samkeppnisstöðu og því rými sem samfélagið hefur til launahækkana á hverjum tíma. Svo illa vildi til fyrir suma að upphafsreitur þessa samkomulags var valinn haustið 2013. Á þessum tímapunkti var launasetning framhaldsskólakennara einna verst í sögu starfsstéttarinnar. Í kjölfarið gerðu framhaldsskólakennarar kjarasamning sem færði þeim leiðréttingar á launum og nær öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum ríkisins. Sé launaþróun framhaldsskólakennara skoðuð í þessu samhengi sést að við höfum lítið gert meira en halda sjó gagnvart öðrum hópum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Og nú þegar líður að samningahausti þar sem margar stéttir opinberra starfsmanna eru með lausa samninga eru raddirnar farnar að hljóma sem telja ekkert rými til frekari launahækkana og þá sérstaklega opinberra starfsmanna. Á tíu ára tímabili hefur hér verið góðæri, hrun, kreppa og allt þar á milli og aldrei rétti tíminn til að hækka laun opinberra starfsmanna. Enn á ný fáum við fréttir af atgervisflótta úr röðum opinberra starfsmanna, af fólki sem hverfur til annarra og betur launaðra starfa því hið opinbera er ekki samkeppnishæft um starfsfólk. Þetta er gömul saga og ný. En það er eitt sem hefur breyst og það er sú staðreynd að nýlega breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Nú hafa lífeyrisréttindi verið jöfnuð á milli markaða með talsverðum réttindabótum á almennum markaði en skerðingu réttinda á opinbera markaðnum. Og þegar Alþingi breytti lögunum, þvert gegn vilja þeirra sem aðild eiga að sjóðnum, var því lofað að laun skyldi að sama skapi jafna á milli markaða. Án þess að nefna tiltekna prósentu er ljóst að opinberir starfsmenn eru eftirbátar félaga sinna á almennum markaði í launum að teknu tilliti til menntunar og ábyrgðar. Því er það deginum ljósara að opinberir starfsmenn þurfa að hækka meira en launþegar á almennum markaði í komandi kjarasamningum. Stjórnvöld verða að leggja fram raunhæfa aðgerðaáætlun um hvernig skuli jafna laun á milli markaða. Það þarf að sjá merki þess í komandi kjarasamningum. Almenni markaðurinn verður að sýna því skilning að launajöfnun feli það í sér tímabundið að opinberir starfsmenn hækki meira en aðrir aðilar vinnumarkaðarins. Enda hljóta þeir og aðrir að sjá að það er nákvæmlega ekkert réttlæti í núverandi launamismunun milli markaða, nú þegar ekki er lengur hægt að bera því við að opinberir starfsmenn búi við meiri lífeyrisréttindi. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Fyrir nær tveimur árum var gert samkomulag meðal aðila vinnumarkaðarins um svokallaðan SALEK-ramma. Samkomulagið fól í sér að launaþróun skyldi fylgja ákveðnum leikreglum og ekki fara upp fyrir það sem samfélagið getur borið án þess að launahækkanir brenni upp í verðbólgu. Þannig skyldi útflutningsgeirinn semja fyrst með hliðsjón af samkeppnisstöðu og því rými sem samfélagið hefur til launahækkana á hverjum tíma. Svo illa vildi til fyrir suma að upphafsreitur þessa samkomulags var valinn haustið 2013. Á þessum tímapunkti var launasetning framhaldsskólakennara einna verst í sögu starfsstéttarinnar. Í kjölfarið gerðu framhaldsskólakennarar kjarasamning sem færði þeim leiðréttingar á launum og nær öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum ríkisins. Sé launaþróun framhaldsskólakennara skoðuð í þessu samhengi sést að við höfum lítið gert meira en halda sjó gagnvart öðrum hópum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Og nú þegar líður að samningahausti þar sem margar stéttir opinberra starfsmanna eru með lausa samninga eru raddirnar farnar að hljóma sem telja ekkert rými til frekari launahækkana og þá sérstaklega opinberra starfsmanna. Á tíu ára tímabili hefur hér verið góðæri, hrun, kreppa og allt þar á milli og aldrei rétti tíminn til að hækka laun opinberra starfsmanna. Enn á ný fáum við fréttir af atgervisflótta úr röðum opinberra starfsmanna, af fólki sem hverfur til annarra og betur launaðra starfa því hið opinbera er ekki samkeppnishæft um starfsfólk. Þetta er gömul saga og ný. En það er eitt sem hefur breyst og það er sú staðreynd að nýlega breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Nú hafa lífeyrisréttindi verið jöfnuð á milli markaða með talsverðum réttindabótum á almennum markaði en skerðingu réttinda á opinbera markaðnum. Og þegar Alþingi breytti lögunum, þvert gegn vilja þeirra sem aðild eiga að sjóðnum, var því lofað að laun skyldi að sama skapi jafna á milli markaða. Án þess að nefna tiltekna prósentu er ljóst að opinberir starfsmenn eru eftirbátar félaga sinna á almennum markaði í launum að teknu tilliti til menntunar og ábyrgðar. Því er það deginum ljósara að opinberir starfsmenn þurfa að hækka meira en launþegar á almennum markaði í komandi kjarasamningum. Stjórnvöld verða að leggja fram raunhæfa aðgerðaáætlun um hvernig skuli jafna laun á milli markaða. Það þarf að sjá merki þess í komandi kjarasamningum. Almenni markaðurinn verður að sýna því skilning að launajöfnun feli það í sér tímabundið að opinberir starfsmenn hækki meira en aðrir aðilar vinnumarkaðarins. Enda hljóta þeir og aðrir að sjá að það er nákvæmlega ekkert réttlæti í núverandi launamismunun milli markaða, nú þegar ekki er lengur hægt að bera því við að opinberir starfsmenn búi við meiri lífeyrisréttindi. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun