Íslensk verslun verið blóraböggull fyrir hátt verðlag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 14:14 Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar segir íslenska verslun hafa verið blóraböggul fyrir hátt verðlag á mætvælum. Lítill markaður og háir tollar á landbúnaðarvörur hafi aftur á móti mikil áhrif og að stjórnvöld þurfi að koma til móts við neytendur. Á Sprengisandi í morgun ræddi Kristján Kristjánsson við Emil B. Karlsson, forstöðumann Rannsóknarseturs verslunarinnar. Umfjöllunarefnið var sú bylting sem framundan er og stendur nú yfir í verslun hér á landi, eftir að alþjóðlegar verslunarkeðjur hafa sýnt íslenskum markaði aukinn áhuga. Opnun Costco hefur haft mikil áhrif á markaðinn og fyrirsjáanlegt að opnun H&M á Íslandi muni breyta landslaginu. Emil segir í raun undarlegt að þessar verslanir hafi ekki komið fyrr og nefnir þar tvær líklegar ástæður; lítinn markað og háa tolla. „Mér skilst að stór hluti af þeim fötum sem Íslendingar kaupa hafi þegar verið keypt í H&M erlendis. Fataverslun hér heima er að dragast saman. Það virðist annars vegar vera vegna þess að fólk fer til útlanda og kaupir þar föt og svo líka á netinu,“ segir Emil en mikil sprenging hefur orðið í fataverslun á netinu - „og þá er auðvitað lag fyrir H&M að koma hingað.“Emil B. Karlsson.Vísir/AntonEmil segir að með aukinni netverslun í bland við alþjóðlegar keðjur muni samkeppni aukast og verðið lækka. „Já, auðvitað eiga verslanir að reyna að grípa til einhverra ráðstafana; með kannski sameiningum eða einhverjum nýjungum. Þetta er það sem er spáð alls staðar, að það verði þessi verðþrýstingur.“Tali eins og þeir séu lausir undan einokunarverslun Emil segir neikvætt viðhorf einkenna umræðuna um íslenska verslun og það tengist verðlagi. Það sjáist nú við opnun Costco þar sem Íslendingar tali eins og þeir séu að losna undan einokunarverslun. Það sé þó ekki sé réttlátt að kenna versluninni um þar sem aðrir þættir en álagning skýri hátt verð á matvælum á Íslandi. Ef stjórnvöld vilji koma til móts við neytendur þurfi að breyta reglum um verndartolla á landbúnaðarvörum. „Við sjáum til dæmis að tollar á kjöt, mjólkurvörur, osta - við erum með 30% verðtolla og svo einhverja krónutölu á magnið, 715 krónur til dæmis á hvert ostakíló. Venjulega þegar verið er að flytja inn þessar vörur þá eru þær tvöfalt dýrari en innkaupsverðið er og þá er álagningin eftir“ segir Emil Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Spjall þeirra Emils og Kristjáns má heyra hér að neðan. Costco H&M Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pítsaostamálinu Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pítsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Sjá meira
Forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar segir íslenska verslun hafa verið blóraböggul fyrir hátt verðlag á mætvælum. Lítill markaður og háir tollar á landbúnaðarvörur hafi aftur á móti mikil áhrif og að stjórnvöld þurfi að koma til móts við neytendur. Á Sprengisandi í morgun ræddi Kristján Kristjánsson við Emil B. Karlsson, forstöðumann Rannsóknarseturs verslunarinnar. Umfjöllunarefnið var sú bylting sem framundan er og stendur nú yfir í verslun hér á landi, eftir að alþjóðlegar verslunarkeðjur hafa sýnt íslenskum markaði aukinn áhuga. Opnun Costco hefur haft mikil áhrif á markaðinn og fyrirsjáanlegt að opnun H&M á Íslandi muni breyta landslaginu. Emil segir í raun undarlegt að þessar verslanir hafi ekki komið fyrr og nefnir þar tvær líklegar ástæður; lítinn markað og háa tolla. „Mér skilst að stór hluti af þeim fötum sem Íslendingar kaupa hafi þegar verið keypt í H&M erlendis. Fataverslun hér heima er að dragast saman. Það virðist annars vegar vera vegna þess að fólk fer til útlanda og kaupir þar föt og svo líka á netinu,“ segir Emil en mikil sprenging hefur orðið í fataverslun á netinu - „og þá er auðvitað lag fyrir H&M að koma hingað.“Emil B. Karlsson.Vísir/AntonEmil segir að með aukinni netverslun í bland við alþjóðlegar keðjur muni samkeppni aukast og verðið lækka. „Já, auðvitað eiga verslanir að reyna að grípa til einhverra ráðstafana; með kannski sameiningum eða einhverjum nýjungum. Þetta er það sem er spáð alls staðar, að það verði þessi verðþrýstingur.“Tali eins og þeir séu lausir undan einokunarverslun Emil segir neikvætt viðhorf einkenna umræðuna um íslenska verslun og það tengist verðlagi. Það sjáist nú við opnun Costco þar sem Íslendingar tali eins og þeir séu að losna undan einokunarverslun. Það sé þó ekki sé réttlátt að kenna versluninni um þar sem aðrir þættir en álagning skýri hátt verð á matvælum á Íslandi. Ef stjórnvöld vilji koma til móts við neytendur þurfi að breyta reglum um verndartolla á landbúnaðarvörum. „Við sjáum til dæmis að tollar á kjöt, mjólkurvörur, osta - við erum með 30% verðtolla og svo einhverja krónutölu á magnið, 715 krónur til dæmis á hvert ostakíló. Venjulega þegar verið er að flytja inn þessar vörur þá eru þær tvöfalt dýrari en innkaupsverðið er og þá er álagningin eftir“ segir Emil Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar. Spjall þeirra Emils og Kristjáns má heyra hér að neðan.
Costco H&M Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pítsaostamálinu Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pítsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf