Ásett verð er 78,9 milljónir en fasteignamatið er 55 milljónir. Um er að ræða vel skipulagt fimm herbergja tvö hundruð fermetra timburhús á tveimur hæðum að meðtöldum 32 fermetra bílskúr í Hafnarfirði.
Garðurinn er virkilega fallegur með veröndum og skjólveggjum á þrjá vegu ásamt heitum potti. Húsið var byggt árið 2000.
„Eftir 27 ár á höfuðborgarsvæðinu og 16 frábær í Hafnarfirði hefur frú Stella ákveðið að fara með mig aftur heim á Akranes (ef allt gengur upp og lukkan verður með okkur í liði áfram). Húsið er æðislegt eins og umhverfið, staðsetningin etc. - og nágrannarnir eru frábærir,“ segir Óli Palli í stöðu færslu á Facebook.
Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.





