Segir Kim Jong-Un falast eftir stríði Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2017 15:20 Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Vísir/AFP Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, telur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verða að grípa „til sterkustu mögulegu aðgerða“ gegn Norður-Kóreu. Hún sagði einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hafa sýnt með aðgerðum sínum að hann væri að falast eftir stríði. „Bandaríkin sækjast aldrei eftir stríði. Við viljum ekki stríð núna, en þolinmæði ríkis okkar er ekki endalaus,“ sagði Haley. Hún sagði einnig nauðsynlegt að nýta allar pólitískar leiðir sem hægt væri til að stöðva vopnaáætlun Norður-Kóreu og gera það eins fljótt og auðið væri. Stjórnvöld Norður-Kóreu segist hafa sprengt vetnissprengju neðanjarðar í gær og er það í sjötta sinn sem kjarnorkusprengja er sprengd þar í tilraunaskyni. Þá hefur ríkið skotið fjölmörgum eldflaugum á loft í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðsins. „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Haley, samkvæmt frétt BBC.Íhuga að stöðva viðskipti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að til greina komi að hætta öllum viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu og Haley ítrekaði þau skilaboð forsetans. „Bandaríkin munu líta á öll þau ríki sem eiga viðskipti við Norður-Kóreu sem ríki sem styðja hættulegar kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir þeirra.“ Kína er það ríki sem á í langmestu viðskiptum við Norður-Kóreu, þó þau hafi dregist töluvert saman að undanförnu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir þá stöðu Trump vera ósanngjarna gagnvart þeim. „Það sem er óásættanlegt frá okkar dyrum séð er að á meðan við erum að vinna hörðum höndum að því að leysa þetta mál á friðsaman hátt, er verið að ráðast gegn hagsmunum okkar og þeim ógnað með refsiaðgerðum,“ sagði Geng Shuang, samkvæmt frétt ABC News. Bandaríkin flytja inn vörur frá Kína fyrir um 40 milljarða dala í hverjum mánuði.Íhuga að koma kjarnorkuvopnum fyrir Mikil spenna ríkir á Kóreuskaganum og hefur hún aukist verulega á síðustu vikum. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja líklegt að Norður-Kórea muni skjóta annarri eldflaug á loft á næstunni og að sú eldflaug gæti mögulega verið langdræg eldflaug sem gæti flogið til Bandaríkjanna. Þá sagði varnarmálaráðherra Suður-Kóreu í dag að til greina kæmi að biðja Bandaríkin um að koma kjarnorkuvopnum fyrir þar í landi. Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar varað við því. Þeir segja að yrði sú ákvörðun tekin myndu líkurnar á átökum aukast verulega.Nikki Haley on North Korea: "We have kicked the can down the road long enough. There is no more road left." https://t.co/t7YxAvM3zH— NBC News (@NBCNews) September 4, 2017 Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Sagðir undirbúa frekari eldflaugaskot Neyðarfundur verður haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. 4. september 2017 10:30 Útiloka ekki notkun kjarnavopna gegn Norður-Kóreu Öll úrræði sem Bandaríkin búa yfir eru enn fyllilega inni í myndinni að sögn Bandaríkjaforseta. 4. september 2017 06:43 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, telur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verða að grípa „til sterkustu mögulegu aðgerða“ gegn Norður-Kóreu. Hún sagði einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hafa sýnt með aðgerðum sínum að hann væri að falast eftir stríði. „Bandaríkin sækjast aldrei eftir stríði. Við viljum ekki stríð núna, en þolinmæði ríkis okkar er ekki endalaus,“ sagði Haley. Hún sagði einnig nauðsynlegt að nýta allar pólitískar leiðir sem hægt væri til að stöðva vopnaáætlun Norður-Kóreu og gera það eins fljótt og auðið væri. Stjórnvöld Norður-Kóreu segist hafa sprengt vetnissprengju neðanjarðar í gær og er það í sjötta sinn sem kjarnorkusprengja er sprengd þar í tilraunaskyni. Þá hefur ríkið skotið fjölmörgum eldflaugum á loft í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðsins. „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Haley, samkvæmt frétt BBC.Íhuga að stöðva viðskipti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að til greina komi að hætta öllum viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu og Haley ítrekaði þau skilaboð forsetans. „Bandaríkin munu líta á öll þau ríki sem eiga viðskipti við Norður-Kóreu sem ríki sem styðja hættulegar kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir þeirra.“ Kína er það ríki sem á í langmestu viðskiptum við Norður-Kóreu, þó þau hafi dregist töluvert saman að undanförnu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir þá stöðu Trump vera ósanngjarna gagnvart þeim. „Það sem er óásættanlegt frá okkar dyrum séð er að á meðan við erum að vinna hörðum höndum að því að leysa þetta mál á friðsaman hátt, er verið að ráðast gegn hagsmunum okkar og þeim ógnað með refsiaðgerðum,“ sagði Geng Shuang, samkvæmt frétt ABC News. Bandaríkin flytja inn vörur frá Kína fyrir um 40 milljarða dala í hverjum mánuði.Íhuga að koma kjarnorkuvopnum fyrir Mikil spenna ríkir á Kóreuskaganum og hefur hún aukist verulega á síðustu vikum. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja líklegt að Norður-Kórea muni skjóta annarri eldflaug á loft á næstunni og að sú eldflaug gæti mögulega verið langdræg eldflaug sem gæti flogið til Bandaríkjanna. Þá sagði varnarmálaráðherra Suður-Kóreu í dag að til greina kæmi að biðja Bandaríkin um að koma kjarnorkuvopnum fyrir þar í landi. Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar varað við því. Þeir segja að yrði sú ákvörðun tekin myndu líkurnar á átökum aukast verulega.Nikki Haley on North Korea: "We have kicked the can down the road long enough. There is no more road left." https://t.co/t7YxAvM3zH— NBC News (@NBCNews) September 4, 2017
Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Sagðir undirbúa frekari eldflaugaskot Neyðarfundur verður haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. 4. september 2017 10:30 Útiloka ekki notkun kjarnavopna gegn Norður-Kóreu Öll úrræði sem Bandaríkin búa yfir eru enn fyllilega inni í myndinni að sögn Bandaríkjaforseta. 4. september 2017 06:43 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00
Sagðir undirbúa frekari eldflaugaskot Neyðarfundur verður haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. 4. september 2017 10:30
Útiloka ekki notkun kjarnavopna gegn Norður-Kóreu Öll úrræði sem Bandaríkin búa yfir eru enn fyllilega inni í myndinni að sögn Bandaríkjaforseta. 4. september 2017 06:43