Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. september 2017 06:00 Kim Jong-un sést hér standa vígreifur ásamt samstarfsmönnum sínum yfir vopninu. vísir/epa Yfirvöld í Norður-Kóreu sprengdu í gær vetnissprengju og var hún sú öflugasta sem ríkið hefur sprengt hingað til. Tæpt ár er liðið frá síðustu kjarnorkutilraun ríkisins. Síðla laugardagskvölds, að íslenskum tíma, tilkynntu norðurkóresk stjórnvöld að þau hefðu smíðað háþróaða vetnissprengju. Sprengjan var síðan sprengd neðanjarðar í norðurhluta landsins nokkrum tímum síðar. Talið er að kraftur sprengjunnar hafi verið á bilinu fimmtíu til hundrað kílótonn. Til samanburðar var sprengjan sem varpað var á Hiroshima fimmtán kílótonn. Stærsta sprengja sem Norður-Kórea hafði sprengt hingað til var rúm fimmtán kílótonn. Þetta er fyrsta slíka tilraunin sem Norður-Kórea gerir frá því að Donald Trump kom sér fyrir í Hvíta húsinu. Talið er ljóst að henni hafi verið ætlað að senda skýr skilaboð til Bandaríkjanna. Klukkustundum áður en hún sprakk hafði Trump rætt símleiðis við japanska starfsbróður sinn, Shinzo Abe. Á undanförnum vikum og mánuðum hafði aukið púður verið sett í eldflaugatilraunir norðurríkisins. Kim Jong-un hefur fullyrt að þess sé ekki langt að bíða að ríki sitt verði fært um að flytja kjarnorkuvopn með slíkum flaugum. „Bandaríkin íhuga nú, í bland við aðrar mögulegar aðgerðir, að hætta öllum viðskiptum við ríki sem skipta við Norður-Kóreu,“ tísti Donald Trump í gær vegna tilraunarinnar. Líkt og við var að búast fór hann mikinn á samskiptamiðlinum. Sagði hann meðal annars að landið væri mikil ógn við öryggi Bandaríkjanna, niðurlægjandi fyrir Kína og að norðurkóresk yfirvöld „skildu aðeins einn hlut“. Varnarmálaráðherra landsins bætti um betur og sagði að öllum hótunum gegn Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra yrði svarað með „massífum hernaðaraðgerðum“. „Rússland er enn sannfært um að unnt sé að leysa stöðuna á Kóreuskaganum með samræðum deiluaðila,“ segir aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands Sergei Ryabkov. Hann segir enn fremur að Rússar fordæmi tilraunirnar en ótímabært sé að ræða frekari þvingunaraðgerðir gegn ríkinu. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði eftir hörðustu mögulegu aðgerðum sem í boði eru. Þar á meðal var ákall þess efnis að öryggisráð SÞ gripi til aðgerða með það að markmiði að einangra landið algerlega. Þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu var kallað saman vegna atviksins og viðbúnaðarstig hersins hækkað. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallaði eftir því að öryggisráðið kæmi saman vegna málsins. Þá sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilraunir Norður-Kóreu „kærulausar“ og að þær væru óásættanleg ógn gegn stöðugleika alþjóðasamfélagsins.Margfalt öflugri en síðasta sprengja Vetnissprengjan sem sprakk í gær var mun öflugra og fágaðra vopn en talið var að Norður-Kórea hefði í fórum sínum. Þá er gerð hennar talsvert flóknari en klassískrar kjarnorkusprengju. Venjulegar kjarnorkusprengjur eru knúnar áfram af kjarnaklofnun. Í vetnissprengjum á kjarnasamruni, líkt og við þekkjum úr stjörnum, sér hins vegar stað. Smíði slíkra vopna er flóknari en þær á móti mun hættulegri hafi ríki náð tökum á smíðinni. Eyðilegging á mannvirkjum er minni en af venjulegri kjarnorkusprengju en áhrif á lífverur eru öllu meiri. Rússar, Frakkar, Bandaríkin, Bretar og Kínverjar búa yfir vetnissprengjum í vopnabúri sínu. Sprengjunni í gær fylgdi jarðskjálfti 6,3 að styrk. Fannst hann meðal annars í Kína. Skjálftinn í kjölfar tilraunarinnar þann 9. september í fyrra mældist 5,3 að styrk. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu sprengdu í gær vetnissprengju og var hún sú öflugasta sem ríkið hefur sprengt hingað til. Tæpt ár er liðið frá síðustu kjarnorkutilraun ríkisins. Síðla laugardagskvölds, að íslenskum tíma, tilkynntu norðurkóresk stjórnvöld að þau hefðu smíðað háþróaða vetnissprengju. Sprengjan var síðan sprengd neðanjarðar í norðurhluta landsins nokkrum tímum síðar. Talið er að kraftur sprengjunnar hafi verið á bilinu fimmtíu til hundrað kílótonn. Til samanburðar var sprengjan sem varpað var á Hiroshima fimmtán kílótonn. Stærsta sprengja sem Norður-Kórea hafði sprengt hingað til var rúm fimmtán kílótonn. Þetta er fyrsta slíka tilraunin sem Norður-Kórea gerir frá því að Donald Trump kom sér fyrir í Hvíta húsinu. Talið er ljóst að henni hafi verið ætlað að senda skýr skilaboð til Bandaríkjanna. Klukkustundum áður en hún sprakk hafði Trump rætt símleiðis við japanska starfsbróður sinn, Shinzo Abe. Á undanförnum vikum og mánuðum hafði aukið púður verið sett í eldflaugatilraunir norðurríkisins. Kim Jong-un hefur fullyrt að þess sé ekki langt að bíða að ríki sitt verði fært um að flytja kjarnorkuvopn með slíkum flaugum. „Bandaríkin íhuga nú, í bland við aðrar mögulegar aðgerðir, að hætta öllum viðskiptum við ríki sem skipta við Norður-Kóreu,“ tísti Donald Trump í gær vegna tilraunarinnar. Líkt og við var að búast fór hann mikinn á samskiptamiðlinum. Sagði hann meðal annars að landið væri mikil ógn við öryggi Bandaríkjanna, niðurlægjandi fyrir Kína og að norðurkóresk yfirvöld „skildu aðeins einn hlut“. Varnarmálaráðherra landsins bætti um betur og sagði að öllum hótunum gegn Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra yrði svarað með „massífum hernaðaraðgerðum“. „Rússland er enn sannfært um að unnt sé að leysa stöðuna á Kóreuskaganum með samræðum deiluaðila,“ segir aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands Sergei Ryabkov. Hann segir enn fremur að Rússar fordæmi tilraunirnar en ótímabært sé að ræða frekari þvingunaraðgerðir gegn ríkinu. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði eftir hörðustu mögulegu aðgerðum sem í boði eru. Þar á meðal var ákall þess efnis að öryggisráð SÞ gripi til aðgerða með það að markmiði að einangra landið algerlega. Þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu var kallað saman vegna atviksins og viðbúnaðarstig hersins hækkað. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallaði eftir því að öryggisráðið kæmi saman vegna málsins. Þá sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilraunir Norður-Kóreu „kærulausar“ og að þær væru óásættanleg ógn gegn stöðugleika alþjóðasamfélagsins.Margfalt öflugri en síðasta sprengja Vetnissprengjan sem sprakk í gær var mun öflugra og fágaðra vopn en talið var að Norður-Kórea hefði í fórum sínum. Þá er gerð hennar talsvert flóknari en klassískrar kjarnorkusprengju. Venjulegar kjarnorkusprengjur eru knúnar áfram af kjarnaklofnun. Í vetnissprengjum á kjarnasamruni, líkt og við þekkjum úr stjörnum, sér hins vegar stað. Smíði slíkra vopna er flóknari en þær á móti mun hættulegri hafi ríki náð tökum á smíðinni. Eyðilegging á mannvirkjum er minni en af venjulegri kjarnorkusprengju en áhrif á lífverur eru öllu meiri. Rússar, Frakkar, Bandaríkin, Bretar og Kínverjar búa yfir vetnissprengjum í vopnabúri sínu. Sprengjunni í gær fylgdi jarðskjálfti 6,3 að styrk. Fannst hann meðal annars í Kína. Skjálftinn í kjölfar tilraunarinnar þann 9. september í fyrra mældist 5,3 að styrk.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira