Nokkur ágreiningur um hvaða þingmál verði kláruð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2017 14:59 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, að loknum fundinum í dag. vísir/anton brink Fundi Unnar Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, með formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi lauk núna á þriðja tímanum en hann hófst klukkan 12:30. Að fundi loknum ræddi Unnur við blaðamenn og sagði hún að fundurinn hefði gengið vel. Þó væri nokkur ágreiningur um það hvaða mál verði kláruð áður en þingi verður slitið og gengið til Alþingiskosninga þann 28. október næstkomandi. „Menn reifuðu auðvitað sín sjónarmið um hvaða mál það væru helst sem þeir sæu fyrir sér að þyrfti að ræða og hvort að hægt væri að koma þeim í einhvern farveg. Niðurstaðan af fundinum er að það eru nokkur mál sem eru í skoðun og síðan ætlum við að hittast aftur á formannafundi á miðvikudaginn og reyna að tala okkur inn að niðurstöðu,“ segir Unnur Brá í samtali við Vísi. Hún segir ekki alveg liggja fyrir í hvaða farveg þau mál fara sem eru til skoðunar þar sem mál eins og NPA – notendastýrða persónulega aðstoð – þyrfti að lögfesta fyrir áramót. Unnur segir að til að mynda sé til skoðunar að koma því máli í þann örugga farveg að tryggja að nýtt þing lögfesti NPA. Þá eru mögulegar breytingar á útlendingalögum einnig til skoðunar. Aðspurð hvort mikill ágreiningur hafi verið á fundinum segir Unnur Brá: „Það voru auðvitað skiptar skoðanir og við ræddum það hreinskilnislega en við ákváðum að halda áfram að tala saman og hittast aftur á miðvikudaginn.“ Það hvenær þingi verður slitið fer algjörlega eftir því að hvaða niðurstöðu formenn flokkanna komast ásamt forseta þingsins en í fyrra var því slitið um tveimur vikum fyrir kosningar. Klukkan 15:30 í dag mun Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lesa upp tilkynningu um þingrof á þingfundi. Ekki er annað á dagskrá fundarins.Fréttin hefur verið uppfærð með ummælum Unnar Brá. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00 Forsetinn hvetur kjósendur til að nýta atkvæðisréttinn þrátt fyrir leiða, óþreyju og vonbrigði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. 18. september 2017 12:05 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Fundi Unnar Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, með formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi lauk núna á þriðja tímanum en hann hófst klukkan 12:30. Að fundi loknum ræddi Unnur við blaðamenn og sagði hún að fundurinn hefði gengið vel. Þó væri nokkur ágreiningur um það hvaða mál verði kláruð áður en þingi verður slitið og gengið til Alþingiskosninga þann 28. október næstkomandi. „Menn reifuðu auðvitað sín sjónarmið um hvaða mál það væru helst sem þeir sæu fyrir sér að þyrfti að ræða og hvort að hægt væri að koma þeim í einhvern farveg. Niðurstaðan af fundinum er að það eru nokkur mál sem eru í skoðun og síðan ætlum við að hittast aftur á formannafundi á miðvikudaginn og reyna að tala okkur inn að niðurstöðu,“ segir Unnur Brá í samtali við Vísi. Hún segir ekki alveg liggja fyrir í hvaða farveg þau mál fara sem eru til skoðunar þar sem mál eins og NPA – notendastýrða persónulega aðstoð – þyrfti að lögfesta fyrir áramót. Unnur segir að til að mynda sé til skoðunar að koma því máli í þann örugga farveg að tryggja að nýtt þing lögfesti NPA. Þá eru mögulegar breytingar á útlendingalögum einnig til skoðunar. Aðspurð hvort mikill ágreiningur hafi verið á fundinum segir Unnur Brá: „Það voru auðvitað skiptar skoðanir og við ræddum það hreinskilnislega en við ákváðum að halda áfram að tala saman og hittast aftur á miðvikudaginn.“ Það hvenær þingi verður slitið fer algjörlega eftir því að hvaða niðurstöðu formenn flokkanna komast ásamt forseta þingsins en í fyrra var því slitið um tveimur vikum fyrir kosningar. Klukkan 15:30 í dag mun Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lesa upp tilkynningu um þingrof á þingfundi. Ekki er annað á dagskrá fundarins.Fréttin hefur verið uppfærð með ummælum Unnar Brá.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00 Forsetinn hvetur kjósendur til að nýta atkvæðisréttinn þrátt fyrir leiða, óþreyju og vonbrigði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. 18. september 2017 12:05 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59
Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00
Forsetinn hvetur kjósendur til að nýta atkvæðisréttinn þrátt fyrir leiða, óþreyju og vonbrigði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. 18. september 2017 12:05